
Enski boltinn

Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London
Arsenal minnkaði forskot Liverpool á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í fjögur stig með 2-1 sigri á nágrönnum sínum í Tottenham í kvöld.

Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik
Newcastle, Aston Villa og Crystal Palace fögnuðu öll sigri í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal
Mancester United hefur staðið sig vel á móti stórliðum Liverpool og Arsenal í síðustu leikum en Ruben Amorim segir að næsti leikur á móti Southampton muni þó segja honum meira um hans leikmenn.

Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana
Fyrrum knattspyrnustjóri Liverpool ætlar að halda sérstaklega upp á það á eyjunni Mallorca fari svo að enska úrvalsdeildin taki Englandsmeistaratitlana af Manchester City.

Slot segir að Forest sé í titilbaráttu
Eftir jafntefli Nottingham Forest og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í gær sagði Arne Slot, knattspyrnustjóri Rauða hersins, að Nottingham-liðið væri í baráttu um Englandsmeistaratitilinn.

Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar
Fjögur af sex börnum Malcolms Glazer komu heimsóttu Vopnafjörð síðasta sumar. Þau voru þar í boði Sir Jim Ratcliffe sem á Manchester United ásamt Glazer-fjölskyldunni.

Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir
Breska ríkisútvarpið hefur greint frá því hverjir taka við stjórn Match of the Day af Gary Lineker. Í staðinn fyrir einn þáttastjórnanda deila þrjú með sér hlutverkinu.

Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld
Chelsea hefur kallað miðvörðinn Trevoh Chalobah heim úr láni hjá Crystal Palace þar sem hann hefur verið í stóru hlutverki í vetur, í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði
Manchester United aðdáandinn og heimsmeistarinn í pílu Luke Littler skildi hvorki upp né niður þegar hann hitti hinn goðsagnakennda Sir Alex Ferguson.

Malen mættur til Villa
Framherjinn Donyell Malen er mættur til Aston Villa. Hann kemur frá Borussia Dortmund í Þýskalandi og kostar Villa tæplega fjóra milljarða íslenskra króna.

Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi
Topplið Liverpool náði aðeins jafntefli gegn Nottingham Forest sem er óvænt í 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar um þessar mundir.

Ótrúleg endurkoma heimamanna
Phil Foden skoraði tvívegis þegar Englandsmeistarar Manchester City komust 2-0 yfir gegn Brentford á útivelli. Lærisveinar Thomas Frank hafa hins vegar haft tak á liði Pep Guardiola undanfarin ár og tókst að jafna metin áður en leik lauk, niðurstaðan 2-2 jafntefli.

James bjargaði heimaliðinu
Hinn meiðslahrjáði Reece James, fyrirliði Chelsea, kom sínum mönnum til bjargar á ögurstundu þegar Bournemouth virtist vera að sækja þrjú stig á Brúnna í leik liðanna í 21. umferð ensku úrvalsdeildarinnar.

Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn
Tony Book, goðsögn hjá enska knattspyrnufélaginu Manchester City, er látinn. Book varð Englandsmeistari með liðinu árið 1968 og bikarmeistari ári síðar.

Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar
Spænski landsliðsmaðurinn Martín Zubimendi gengur að öllum líkindum í raðir Arsenal frá Real Sociedad eftir þetta tímabil.

Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“
Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, kallar eftir því að mun harðar verði tekið á netníði eins og því sem Sophia, eiginkona Kai Havertz, varð fyrir á sunnudaginn.

Engin stig tekin af ensku liðunum
Enska úrvalsdeildin í fótbolta tilkynnti í dag að ekkert félag hefði verið kært fyrir brot á fjárhagsreglum, vegna síðasta tímabils.

Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus
Keppnistímabilinu virðist vera lokið hjá Gabriel Jesus, framherja Arsenal, etir að hann meiddist í bikartapinu gegn Manchester United á sunnudaginn.

Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband
Á sínu mest krefjandi tímabili sem knattspyrnustjóri Manchester City er Pep Guardiola einnig að takast á við breytingar utan vallar því hann er nú skilinn við eiginkonu sína Cristinu Serra.

Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf
Jóhann Berg Guðmundsson og Hólmfríður Björnsdóttir, eiginkona hans, fengu fallega gjöf frá Bruno Fernandes – fyrirliða Rauðu djöflanna – eftir að þau eignuðust sitt þriðja barn.

Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað
Enska úrvalsdeildin mun á morgun, þriðjudaginn 14. janúar, greina frá því hvaða liðum verðu refsað fyrir að standast ekki fjárhagsreglur deildarinnar á tímabilinu 2021 til 2024.

Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia
Antonio Conte, knattspyrnustjóri Napoli, vill fá Alejandro Garnacho, leikmann Manchester United, í staðinn fyrir Khvicha Kvaratskhelia sem er væntanlega á förum frá ítalska félaginu.

Littler hunsaði Beckham óvart
Heimsmeistarinn í pílukasti, ungstirnið Luke Littler, hunsaði óvart sjálfan David Beckham á meðan HM stóð.

Domino's gerði grín að Havertz
Kai Havertz, leikmaður Arsenal, fékk að kenna á því eftir að liðið féll úr leik í ensku bikarkeppninni eftir tap fyrir Manchester United í vítaspyrnukeppni. Ein vinsælasta skyndibitakeðja heims henti meðal gaman að óförum hans.

Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“
Altay Bayindir, markvörður Manchester United, var skúrkurinn þegar liðið tapaði fyrir Tottenham í deildabikarnum í síðasta mánuði. Í gær var hann hins vegar hetja United þegar liðið sló Arsenal úr leik í bikarkeppninni. Knattspyrnustjóri Rauðu djöflanna, Ruben Amorim, hrósaði Bayindir í hástert eftir leikinn á Emirates.

Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð
Eiginkona Kai Havertz, sóknarmanns Arsenal, fékk send viðurstyggileg skilaboð þar sem henni var meðal annars óskað fósturláts, eftir tap Arsenal í enska bikarnum í fótbolta í gær.

„Við fengum ekki það sem við áttum skilið“
Mikel Arteta knattspyrnustjóri Arsenal sagði liðið haft mikla yfirburði í leik dagsins gegn Manchester United. Arsenal tapaði eftir vítakeppni og féll úr leik í FA-bikarnum.

„Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“
Ruben Amorim knattspyrnustjóri Manchester United sagði að það hefði hjálpað liðinu að skora fyrsta markið í leiknum gegn Arsenal í dag. Hann sagði liðið vera að bæta sig.

Ekkert mál fyrir Dýrlingana
Southampton er komið áfram í 4. umferð enska bikarsins eftir 3-0 sigur á Swansea á heimavelli í dag.

Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram
Manchester United er komið áfram í FA-bikarnum á Englandi eftir sigur á Arsenal eftir vítakeppni. Markvörðurinn Altay Bayindir var hetja United en hann varði eina spyrnu í venjulegum leiktíma sem og spyrnu Kai Havertz í vítakeppninni.