Innlent

„Þetta er allt á hreyfingu“

Björgunarsveitarmaður sem var á vakt í Grindavík í dag segir jörðina enn á hreyfingu í bænum. Hann segist merkja breytingar í þessari frá þeirri síðustu, hús halli meira og merki um jarðhræringar sjáist á malbiki.

Innlent

Gunnar J. Árna­son er látinn

Gunnar J. Árnason heimspekingur í listum og fagurfræði lést laugardaginn 10. febrúar á líknardeild Landspítalans í Kópavogi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá aðstandendum. Gunnar var fæddur í Reykjavík 27. nóvember 1959. Foreldrar hans eru Árni Kristinsson læknir (f. 1935) og Erla Cortes ritari (f. 1939 d. 2006). Gunnar ólst upp á Englandi fyrstu ár ævi sinnar en fluttist síðar í vesturbæ Reykjavíkur.

Innlent

Í spennu­falli eftir af­nám skóla­gjalda

Nemendur í Listaháskóla Íslands eru himinlifandi með að þurfa ekki að greiða skólagjöld á komandi skólaári. Háskólaráðherra segir að með breytingu á styrkveitingu sé verið að gæta jafnræðis milli háskóla landsins.

Innlent

Segir Eyjamálið ekki enn komið á sitt borð

Þórdís Kolbrún Gylfadóttir Reykfjörð, fjármála- og efnahagsráðherra, segir kröfu ríkisins í hluta Vestmannaeyjar, ekki á sínu borði enn sem komið er. Hún segir um að ræða ferli sem öll önnur svæði á landinu hafi farið í gegnum og hvetur Eyjamenn til að gæta réttar síns. Forseti bæjarstjórnar segir ráðherrann bera ábyrgð.

Innlent

Fékk flogakast vegna streitu og á­lags

Ung hjón úr Grindavík segja erfitt að taka ákvörðun um að selja ríkinu glænýtt hús sitt í bænum. Það sé útilokað að finna sambærilega eign í nágrenni höfuðborgarsvæðisins fyrir verðið sem þau fá fyrir húsið. Þau segja að álagið undanfarna mánuði hafi tekið mikinn toll af þeim og vonast til að geta snúið einhvern tíma aftur heim. 

Innlent

Píparar á­fram til taks

Píparasveit almannannavarna verður áfram til taks fyrir íbúa Suðurnesja. Þetta kemur fram í stuttri tilkynningu frá almannavörnum.

Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Jörð virðist halda áfram að gliðna í Grindavík að mati björgunarsveitarmanns sem biðlar til íbúa að sýna ítrustu varúð. Ung hjón segja erfitt að selja ríkinu húsið sitt og vilja helst flytja aftur í bæinn.

Innlent

Bakari hengdur fyrir smið

Sigmar Aron Ómarsson, framkvæmdastjóri óbyggðanefndar, segir misskilnings gæta í umræðunni en talsverð reiði hefur brotist út í garð nefndarinnar eftir að ríkið gerði kröfur í hluta Vestmannaeyja og Grímsey.

Innlent

Enginn annar greinst með mis­linga

Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir segir það mikið gleðiefni að enginn annar hafi greinst með mislinga eftir að erlendur ferðamaður greindist hér þann 3. febrúar.

Innlent

Lista­há­skólinn fellir niður skóla­gjöld

Stjórnendur Listaháskóla Íslands hafa ákveðið að fella niður skólagjöld frá og með haustönn ársins 2024. Það er gert í kjölfar tilkynningar um að sjálfstætt starfandi háskólum yrði boðið að fá óskert fjárframlög frá ríkinu gegn afnámi skólagjalda. Skólagjöld við skólann eru nú á bilinu 368 þúsund krónur til 568 þúsund krónur fyrir hverja önn.

Innlent

Ó­skiljan­legt að sak­borningarnir segi sam­ræður sínar grín

Saksóknari í hryðjuverkamálinu svokallaða gefur ekki mikið fyrir yfirlýsingar sakborninga um að fremja voðaverk hafi verið grín. Hann fer fram á fimmtán til átján mánaða refsingu fyrir vopnalagabrot en leggur í hendur dómsins að meta refsingu fyrir skipulagningu hryðjuverka enda engin fordæmi í slíkum málum hér á landi.

Innlent

Ás­geir segir forsenduákvæði ekki hagga Seðla­bankanum

Seðlabankastjóri segir Seðlabankann ekki skipta sér af því hvernig samið er um laun á vinnumarkaði enda ekki aðili að samningunum. Í forsenduákvæðum samninga væri hins vegar eðlilegra að miða við þróun kaupmáttar og verðbólgu en vaxtastefnu bankans.

Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum tökum við stöðuna á Suðurnesjum þar sem heitt vatn er tekið að streyma þótt hægt hafi gengið sumstaðar að ná upp hita í húsin.

Innlent

Ekkert al­vöru inn­grip í frum­varpi um Airbnb

Þingmaður segir frumvarp ráðherra um Airbnb íbúðir ekki leiðrétta þá vondu þróun sem hefur átt sér stað á fasteignamarkaði. Löggjafin verði að stíga lengra inn því annars er inngripið lítið sem ekkert til skamms tíma.

Innlent