Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 2. júlí 2025 18:59 Bubbi Morthens er hvergi nærri hættur þó hann sé búinn að gera tímamótasamning við Bubba. Vísir/Lýður Valberg Bubbi Morthens hefur fyrstur íslenskra listamanna gert sögulegan samning við Öldu Music. Fyrirtækið eignast allt höfundarverk Bubba frá 1980 og réttinn til að nýta nafn hans og líkindi hans til allrar framtíðar eftir að hann fellur frá. Bubbi segist hæstánægður, mikið óveður sé í aðsigi í tónlistarbransanum. Bubbi segir að nýi samningurinn sem hann hefur nú gert við Öldu Music um höfundarverk sín sé að erlendri fyrirmynd en tónlistarmenn á borð við Bob Dylan og Bruce Springsteen hafa gert sambærilega samninga. „Ég sagði: Heyrðu bíddu, get ég ekki bara gert þetta, á litla Íslandi? Og Universal sagði bara jú, Alda Music er Universal. Allt eftir undirskrift er áfram mitt, ég geri áfram plötur eftir undirskrift það eru bara mínar plötur en ég seldi allan rétt á katalógnum mínum og merchi sem þýðir að það er hægt að búa til Bubba boli og Bubba húfur eða hvað sem er hægt að gera.“ Og ekki bara það því Alda Music hefur einnig tryggt sér réttinn á útliti Bubba og það einnig eftir að tónlistarmaðurinn ástsæli fellur frá. Bubbi segir að sér finnist það ekkert tiltökumál. „Ég verð steindauður skilurðu mig, ég trúi ekki á líf eftir þetta líf en svo getur það verið bónus, þú veist það ekki. Mér finnst þetta bara í góðu lagi, ef einhver hefði áhuga á því, ég býst nú ekki við að menn fari að gera út á það. Ég meira að segja gæti verið á sviði með 24 ára gömlum Bubba og átt spjall við hann, hefði þér dottið þetta í hug að þú myndir vera með mér sjötugum á sviði?“ Óveður á leiðinni Bubbi segist ekki vilja ræða hve miklar fjárhæðir hann hafi fengið fyrir samninginn en tekur fram að hann sé hvergi nærri hættur að semja tónlist. „Ef ég væri flugvél, þá er búið að setja niður lendingarhjólin, við sjáum flugbrautina, það er búið að kveikja ljósin á flugbrautinni, ég á bara eftir að lenda. Ég er búinn að ganga þannig frá hlutunum að það verði engin rifrildi eftir minn dag.“ Hann hafi miklar áhyggjur af framtíð tónlistarbransans og gervigreind. „Það er óveður á leiðinni, óveður á leiðinni í tónlistarbransanum og það er miklu stærra og alvarlegra en fólk heldur. Fólk borgar jú til að sjá tónlistarmenn, svo segir það við börnin sín, sjáðu þetta er í alvörunni, hann er úr holdi og blóði, hann er að spila á gítar og hann er að spila á munnhörpu, þetta gæti gerst og er jafnvel á leiðinni, nei takk, nei takk, nei takk“ Tónlist Gervigreind Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Bubbi segir að nýi samningurinn sem hann hefur nú gert við Öldu Music um höfundarverk sín sé að erlendri fyrirmynd en tónlistarmenn á borð við Bob Dylan og Bruce Springsteen hafa gert sambærilega samninga. „Ég sagði: Heyrðu bíddu, get ég ekki bara gert þetta, á litla Íslandi? Og Universal sagði bara jú, Alda Music er Universal. Allt eftir undirskrift er áfram mitt, ég geri áfram plötur eftir undirskrift það eru bara mínar plötur en ég seldi allan rétt á katalógnum mínum og merchi sem þýðir að það er hægt að búa til Bubba boli og Bubba húfur eða hvað sem er hægt að gera.“ Og ekki bara það því Alda Music hefur einnig tryggt sér réttinn á útliti Bubba og það einnig eftir að tónlistarmaðurinn ástsæli fellur frá. Bubbi segir að sér finnist það ekkert tiltökumál. „Ég verð steindauður skilurðu mig, ég trúi ekki á líf eftir þetta líf en svo getur það verið bónus, þú veist það ekki. Mér finnst þetta bara í góðu lagi, ef einhver hefði áhuga á því, ég býst nú ekki við að menn fari að gera út á það. Ég meira að segja gæti verið á sviði með 24 ára gömlum Bubba og átt spjall við hann, hefði þér dottið þetta í hug að þú myndir vera með mér sjötugum á sviði?“ Óveður á leiðinni Bubbi segist ekki vilja ræða hve miklar fjárhæðir hann hafi fengið fyrir samninginn en tekur fram að hann sé hvergi nærri hættur að semja tónlist. „Ef ég væri flugvél, þá er búið að setja niður lendingarhjólin, við sjáum flugbrautina, það er búið að kveikja ljósin á flugbrautinni, ég á bara eftir að lenda. Ég er búinn að ganga þannig frá hlutunum að það verði engin rifrildi eftir minn dag.“ Hann hafi miklar áhyggjur af framtíð tónlistarbransans og gervigreind. „Það er óveður á leiðinni, óveður á leiðinni í tónlistarbransanum og það er miklu stærra og alvarlegra en fólk heldur. Fólk borgar jú til að sjá tónlistarmenn, svo segir það við börnin sín, sjáðu þetta er í alvörunni, hann er úr holdi og blóði, hann er að spila á gítar og hann er að spila á munnhörpu, þetta gæti gerst og er jafnvel á leiðinni, nei takk, nei takk, nei takk“
Tónlist Gervigreind Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira