Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 2. júlí 2025 18:59 Bubbi Morthens er hvergi nærri hættur þó hann sé búinn að gera tímamótasamning við Bubba. Vísir/Lýður Valberg Bubbi Morthens hefur fyrstur íslenskra listamanna gert sögulegan samning við Öldu Music. Fyrirtækið eignast allt höfundarverk Bubba frá 1980 og réttinn til að nýta nafn hans og líkindi hans til allrar framtíðar eftir að hann fellur frá. Bubbi segist hæstánægður, mikið óveður sé í aðsigi í tónlistarbransanum. Bubbi segir að nýi samningurinn sem hann hefur nú gert við Öldu Music um höfundarverk sín sé að erlendri fyrirmynd en tónlistarmenn á borð við Bob Dylan og Bruce Springsteen hafa gert sambærilega samninga. „Ég sagði: Heyrðu bíddu, get ég ekki bara gert þetta, á litla Íslandi? Og Universal sagði bara jú, Alda Music er Universal. Allt eftir undirskrift er áfram mitt, ég geri áfram plötur eftir undirskrift það eru bara mínar plötur en ég seldi allan rétt á katalógnum mínum og merchi sem þýðir að það er hægt að búa til Bubba boli og Bubba húfur eða hvað sem er hægt að gera.“ Og ekki bara það því Alda Music hefur einnig tryggt sér réttinn á útliti Bubba og það einnig eftir að tónlistarmaðurinn ástsæli fellur frá. Bubbi segir að sér finnist það ekkert tiltökumál. „Ég verð steindauður skilurðu mig, ég trúi ekki á líf eftir þetta líf en svo getur það verið bónus, þú veist það ekki. Mér finnst þetta bara í góðu lagi, ef einhver hefði áhuga á því, ég býst nú ekki við að menn fari að gera út á það. Ég meira að segja gæti verið á sviði með 24 ára gömlum Bubba og átt spjall við hann, hefði þér dottið þetta í hug að þú myndir vera með mér sjötugum á sviði?“ Óveður á leiðinni Bubbi segist ekki vilja ræða hve miklar fjárhæðir hann hafi fengið fyrir samninginn en tekur fram að hann sé hvergi nærri hættur að semja tónlist. „Ef ég væri flugvél, þá er búið að setja niður lendingarhjólin, við sjáum flugbrautina, það er búið að kveikja ljósin á flugbrautinni, ég á bara eftir að lenda. Ég er búinn að ganga þannig frá hlutunum að það verði engin rifrildi eftir minn dag.“ Hann hafi miklar áhyggjur af framtíð tónlistarbransans og gervigreind. „Það er óveður á leiðinni, óveður á leiðinni í tónlistarbransanum og það er miklu stærra og alvarlegra en fólk heldur. Fólk borgar jú til að sjá tónlistarmenn, svo segir það við börnin sín, sjáðu þetta er í alvörunni, hann er úr holdi og blóði, hann er að spila á gítar og hann er að spila á munnhörpu, þetta gæti gerst og er jafnvel á leiðinni, nei takk, nei takk, nei takk“ Tónlist Gervigreind Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Sjá meira
Bubbi segir að nýi samningurinn sem hann hefur nú gert við Öldu Music um höfundarverk sín sé að erlendri fyrirmynd en tónlistarmenn á borð við Bob Dylan og Bruce Springsteen hafa gert sambærilega samninga. „Ég sagði: Heyrðu bíddu, get ég ekki bara gert þetta, á litla Íslandi? Og Universal sagði bara jú, Alda Music er Universal. Allt eftir undirskrift er áfram mitt, ég geri áfram plötur eftir undirskrift það eru bara mínar plötur en ég seldi allan rétt á katalógnum mínum og merchi sem þýðir að það er hægt að búa til Bubba boli og Bubba húfur eða hvað sem er hægt að gera.“ Og ekki bara það því Alda Music hefur einnig tryggt sér réttinn á útliti Bubba og það einnig eftir að tónlistarmaðurinn ástsæli fellur frá. Bubbi segir að sér finnist það ekkert tiltökumál. „Ég verð steindauður skilurðu mig, ég trúi ekki á líf eftir þetta líf en svo getur það verið bónus, þú veist það ekki. Mér finnst þetta bara í góðu lagi, ef einhver hefði áhuga á því, ég býst nú ekki við að menn fari að gera út á það. Ég meira að segja gæti verið á sviði með 24 ára gömlum Bubba og átt spjall við hann, hefði þér dottið þetta í hug að þú myndir vera með mér sjötugum á sviði?“ Óveður á leiðinni Bubbi segist ekki vilja ræða hve miklar fjárhæðir hann hafi fengið fyrir samninginn en tekur fram að hann sé hvergi nærri hættur að semja tónlist. „Ef ég væri flugvél, þá er búið að setja niður lendingarhjólin, við sjáum flugbrautina, það er búið að kveikja ljósin á flugbrautinni, ég á bara eftir að lenda. Ég er búinn að ganga þannig frá hlutunum að það verði engin rifrildi eftir minn dag.“ Hann hafi miklar áhyggjur af framtíð tónlistarbransans og gervigreind. „Það er óveður á leiðinni, óveður á leiðinni í tónlistarbransanum og það er miklu stærra og alvarlegra en fólk heldur. Fólk borgar jú til að sjá tónlistarmenn, svo segir það við börnin sín, sjáðu þetta er í alvörunni, hann er úr holdi og blóði, hann er að spila á gítar og hann er að spila á munnhörpu, þetta gæti gerst og er jafnvel á leiðinni, nei takk, nei takk, nei takk“
Tónlist Gervigreind Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Sjá meira