Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 2. júlí 2025 18:59 Bubbi Morthens er hvergi nærri hættur þó hann sé búinn að gera tímamótasamning við Bubba. Vísir/Lýður Valberg Bubbi Morthens hefur fyrstur íslenskra listamanna gert sögulegan samning við Öldu Music. Fyrirtækið eignast allt höfundarverk Bubba frá 1980 og réttinn til að nýta nafn hans og líkindi hans til allrar framtíðar eftir að hann fellur frá. Bubbi segist hæstánægður, mikið óveður sé í aðsigi í tónlistarbransanum. Bubbi segir að nýi samningurinn sem hann hefur nú gert við Öldu Music um höfundarverk sín sé að erlendri fyrirmynd en tónlistarmenn á borð við Bob Dylan og Bruce Springsteen hafa gert sambærilega samninga. „Ég sagði: Heyrðu bíddu, get ég ekki bara gert þetta, á litla Íslandi? Og Universal sagði bara jú, Alda Music er Universal. Allt eftir undirskrift er áfram mitt, ég geri áfram plötur eftir undirskrift það eru bara mínar plötur en ég seldi allan rétt á katalógnum mínum og merchi sem þýðir að það er hægt að búa til Bubba boli og Bubba húfur eða hvað sem er hægt að gera.“ Og ekki bara það því Alda Music hefur einnig tryggt sér réttinn á útliti Bubba og það einnig eftir að tónlistarmaðurinn ástsæli fellur frá. Bubbi segir að sér finnist það ekkert tiltökumál. „Ég verð steindauður skilurðu mig, ég trúi ekki á líf eftir þetta líf en svo getur það verið bónus, þú veist það ekki. Mér finnst þetta bara í góðu lagi, ef einhver hefði áhuga á því, ég býst nú ekki við að menn fari að gera út á það. Ég meira að segja gæti verið á sviði með 24 ára gömlum Bubba og átt spjall við hann, hefði þér dottið þetta í hug að þú myndir vera með mér sjötugum á sviði?“ Óveður á leiðinni Bubbi segist ekki vilja ræða hve miklar fjárhæðir hann hafi fengið fyrir samninginn en tekur fram að hann sé hvergi nærri hættur að semja tónlist. „Ef ég væri flugvél, þá er búið að setja niður lendingarhjólin, við sjáum flugbrautina, það er búið að kveikja ljósin á flugbrautinni, ég á bara eftir að lenda. Ég er búinn að ganga þannig frá hlutunum að það verði engin rifrildi eftir minn dag.“ Hann hafi miklar áhyggjur af framtíð tónlistarbransans og gervigreind. „Það er óveður á leiðinni, óveður á leiðinni í tónlistarbransanum og það er miklu stærra og alvarlegra en fólk heldur. Fólk borgar jú til að sjá tónlistarmenn, svo segir það við börnin sín, sjáðu þetta er í alvörunni, hann er úr holdi og blóði, hann er að spila á gítar og hann er að spila á munnhörpu, þetta gæti gerst og er jafnvel á leiðinni, nei takk, nei takk, nei takk“ Tónlist Gervigreind Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira
Bubbi segir að nýi samningurinn sem hann hefur nú gert við Öldu Music um höfundarverk sín sé að erlendri fyrirmynd en tónlistarmenn á borð við Bob Dylan og Bruce Springsteen hafa gert sambærilega samninga. „Ég sagði: Heyrðu bíddu, get ég ekki bara gert þetta, á litla Íslandi? Og Universal sagði bara jú, Alda Music er Universal. Allt eftir undirskrift er áfram mitt, ég geri áfram plötur eftir undirskrift það eru bara mínar plötur en ég seldi allan rétt á katalógnum mínum og merchi sem þýðir að það er hægt að búa til Bubba boli og Bubba húfur eða hvað sem er hægt að gera.“ Og ekki bara það því Alda Music hefur einnig tryggt sér réttinn á útliti Bubba og það einnig eftir að tónlistarmaðurinn ástsæli fellur frá. Bubbi segir að sér finnist það ekkert tiltökumál. „Ég verð steindauður skilurðu mig, ég trúi ekki á líf eftir þetta líf en svo getur það verið bónus, þú veist það ekki. Mér finnst þetta bara í góðu lagi, ef einhver hefði áhuga á því, ég býst nú ekki við að menn fari að gera út á það. Ég meira að segja gæti verið á sviði með 24 ára gömlum Bubba og átt spjall við hann, hefði þér dottið þetta í hug að þú myndir vera með mér sjötugum á sviði?“ Óveður á leiðinni Bubbi segist ekki vilja ræða hve miklar fjárhæðir hann hafi fengið fyrir samninginn en tekur fram að hann sé hvergi nærri hættur að semja tónlist. „Ef ég væri flugvél, þá er búið að setja niður lendingarhjólin, við sjáum flugbrautina, það er búið að kveikja ljósin á flugbrautinni, ég á bara eftir að lenda. Ég er búinn að ganga þannig frá hlutunum að það verði engin rifrildi eftir minn dag.“ Hann hafi miklar áhyggjur af framtíð tónlistarbransans og gervigreind. „Það er óveður á leiðinni, óveður á leiðinni í tónlistarbransanum og það er miklu stærra og alvarlegra en fólk heldur. Fólk borgar jú til að sjá tónlistarmenn, svo segir það við börnin sín, sjáðu þetta er í alvörunni, hann er úr holdi og blóði, hann er að spila á gítar og hann er að spila á munnhörpu, þetta gæti gerst og er jafnvel á leiðinni, nei takk, nei takk, nei takk“
Tónlist Gervigreind Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira