Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 2. júlí 2025 18:59 Bubbi Morthens er hvergi nærri hættur þó hann sé búinn að gera tímamótasamning við Bubba. Vísir/Lýður Valberg Bubbi Morthens hefur fyrstur íslenskra listamanna gert sögulegan samning við Öldu Music. Fyrirtækið eignast allt höfundarverk Bubba frá 1980 og réttinn til að nýta nafn hans og líkindi hans til allrar framtíðar eftir að hann fellur frá. Bubbi segist hæstánægður, mikið óveður sé í aðsigi í tónlistarbransanum. Bubbi segir að nýi samningurinn sem hann hefur nú gert við Öldu Music um höfundarverk sín sé að erlendri fyrirmynd en tónlistarmenn á borð við Bob Dylan og Bruce Springsteen hafa gert sambærilega samninga. „Ég sagði: Heyrðu bíddu, get ég ekki bara gert þetta, á litla Íslandi? Og Universal sagði bara jú, Alda Music er Universal. Allt eftir undirskrift er áfram mitt, ég geri áfram plötur eftir undirskrift það eru bara mínar plötur en ég seldi allan rétt á katalógnum mínum og merchi sem þýðir að það er hægt að búa til Bubba boli og Bubba húfur eða hvað sem er hægt að gera.“ Og ekki bara það því Alda Music hefur einnig tryggt sér réttinn á útliti Bubba og það einnig eftir að tónlistarmaðurinn ástsæli fellur frá. Bubbi segir að sér finnist það ekkert tiltökumál. „Ég verð steindauður skilurðu mig, ég trúi ekki á líf eftir þetta líf en svo getur það verið bónus, þú veist það ekki. Mér finnst þetta bara í góðu lagi, ef einhver hefði áhuga á því, ég býst nú ekki við að menn fari að gera út á það. Ég meira að segja gæti verið á sviði með 24 ára gömlum Bubba og átt spjall við hann, hefði þér dottið þetta í hug að þú myndir vera með mér sjötugum á sviði?“ Óveður á leiðinni Bubbi segist ekki vilja ræða hve miklar fjárhæðir hann hafi fengið fyrir samninginn en tekur fram að hann sé hvergi nærri hættur að semja tónlist. „Ef ég væri flugvél, þá er búið að setja niður lendingarhjólin, við sjáum flugbrautina, það er búið að kveikja ljósin á flugbrautinni, ég á bara eftir að lenda. Ég er búinn að ganga þannig frá hlutunum að það verði engin rifrildi eftir minn dag.“ Hann hafi miklar áhyggjur af framtíð tónlistarbransans og gervigreind. „Það er óveður á leiðinni, óveður á leiðinni í tónlistarbransanum og það er miklu stærra og alvarlegra en fólk heldur. Fólk borgar jú til að sjá tónlistarmenn, svo segir það við börnin sín, sjáðu þetta er í alvörunni, hann er úr holdi og blóði, hann er að spila á gítar og hann er að spila á munnhörpu, þetta gæti gerst og er jafnvel á leiðinni, nei takk, nei takk, nei takk“ Tónlist Gervigreind Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Erlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Fleiri fréttir Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Sjá meira
Bubbi segir að nýi samningurinn sem hann hefur nú gert við Öldu Music um höfundarverk sín sé að erlendri fyrirmynd en tónlistarmenn á borð við Bob Dylan og Bruce Springsteen hafa gert sambærilega samninga. „Ég sagði: Heyrðu bíddu, get ég ekki bara gert þetta, á litla Íslandi? Og Universal sagði bara jú, Alda Music er Universal. Allt eftir undirskrift er áfram mitt, ég geri áfram plötur eftir undirskrift það eru bara mínar plötur en ég seldi allan rétt á katalógnum mínum og merchi sem þýðir að það er hægt að búa til Bubba boli og Bubba húfur eða hvað sem er hægt að gera.“ Og ekki bara það því Alda Music hefur einnig tryggt sér réttinn á útliti Bubba og það einnig eftir að tónlistarmaðurinn ástsæli fellur frá. Bubbi segir að sér finnist það ekkert tiltökumál. „Ég verð steindauður skilurðu mig, ég trúi ekki á líf eftir þetta líf en svo getur það verið bónus, þú veist það ekki. Mér finnst þetta bara í góðu lagi, ef einhver hefði áhuga á því, ég býst nú ekki við að menn fari að gera út á það. Ég meira að segja gæti verið á sviði með 24 ára gömlum Bubba og átt spjall við hann, hefði þér dottið þetta í hug að þú myndir vera með mér sjötugum á sviði?“ Óveður á leiðinni Bubbi segist ekki vilja ræða hve miklar fjárhæðir hann hafi fengið fyrir samninginn en tekur fram að hann sé hvergi nærri hættur að semja tónlist. „Ef ég væri flugvél, þá er búið að setja niður lendingarhjólin, við sjáum flugbrautina, það er búið að kveikja ljósin á flugbrautinni, ég á bara eftir að lenda. Ég er búinn að ganga þannig frá hlutunum að það verði engin rifrildi eftir minn dag.“ Hann hafi miklar áhyggjur af framtíð tónlistarbransans og gervigreind. „Það er óveður á leiðinni, óveður á leiðinni í tónlistarbransanum og það er miklu stærra og alvarlegra en fólk heldur. Fólk borgar jú til að sjá tónlistarmenn, svo segir það við börnin sín, sjáðu þetta er í alvörunni, hann er úr holdi og blóði, hann er að spila á gítar og hann er að spila á munnhörpu, þetta gæti gerst og er jafnvel á leiðinni, nei takk, nei takk, nei takk“
Tónlist Gervigreind Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Erlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Fleiri fréttir Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Sjá meira