Innlent Dramatík þegar tveimur var tilkynnt um ólögleg framboð Landskjörstjórn ætlar að úrskurða um gildi forsetaframboða á fundi í Þjóðminjasafni Íslands klukkan 11. Vísir verður í beinni útsendingu frá fundinum og fylgist með gangi mála í forsetavaktinni. Innlent 29.4.2024 10:29 Best ef forseti hefur ekki verið í stjórnmálastarfi Helga Þórisdóttir, forsetaframbjóðandi og forstjóri Persónuverndar, kaus gegn Icesave og telur mikilvægt að forseti Íslands sé hlutlaus og óháður. Betra sé að hann hafi ekki verið í stjórnmálastarfi. Hún segist munu beita málskotsrétti ef skýr vilji þjóðar er fyrir því. Innlent 29.4.2024 09:20 Ráðherra kynnir nýtt mælaborð farsældar barna Mennta- og barnamálaráðuneytið kynnir í dag nýtt Mælaborð farsældar barna. Um er að ræða nýtt verkfæri sem er hannað til að styðja við innleiðingu farsældarlaganna og innleiða gagnadrifna stefnumótun hvað hag barna varðar. Kynning hefst klukkan 9 og er hægt að horfa í beinu streymi. Innlent 29.4.2024 08:52 Skjálfti við Bláfjöll í morgun og óbreytt við Sundhnúk Litlar breytingar hafa orðið á gosinu við Grindavík í nótt þótt kvikusöfnun haldi áfram og hægt hafi á landrisinu. Innlent 29.4.2024 07:28 Ætlaði að ganga frá álverinu og upp á Keflavíkurflugvöll Nokkuð rólegt var á vaktinni hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu ef marka má yfirlit lögreglu yfir verkefni næturinnar. Þó voru 58 mál skráð í LÖKE og tveir gistu fangageymslur í morgun. Innlent 29.4.2024 07:11 Halla Hrund fremst í nýrri könnun og Katrín dottin niður í þriðja sæti Halla Hrund Logadóttir mælist með 29 prósent fylgi í nýrri skoðanakönnun Prósents og Baldur Þórhallsson kemur þar á eftir með 25 prósent fylgi. Katrín Jakobsdóttir mælist aðeins með 18 prósent og Jón Gnarr með 16 prósent. Innlent 29.4.2024 06:34 Vopnuð rán tíðari en fólk gerir sér grein fyrir Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir formaður Lyfjafræðingafélags Íslands hefur miklar áhyggjur af starfsumhverfi lyfjafræðinga. Svo virðist sem uppákomur eins og vopnuð rán séu að færast í aukana. Innlent 28.4.2024 23:50 Óttast að saga slökkviliða á Íslandi glatist Slökkviliðsminjasafn Íslands verður tæmt á næstu vikum eftir tíu ára rekstur. Umsjónarmenn safnsins óttast að saga slökkviliðsmanna á Íslandi muni glatast að einhverju leyti við brotthvarfið. Innlent 28.4.2024 22:06 Plokkdagurinn mikli haldinn hátíðlegur um land allt Plokkdagurinn mikli var haldinn hátíðlegur með skipulagðri ruslatínslu víða um land í dag. Dagurinn er nú haldinn í sjöunda skipti og var settur með viðhöfn í Grafarvogi í morgun, að viðstöddum forseta Íslands og umhverfisráðherra. Vaskir plokkarar hófu leika strax í kjölfarið og ætla má að borgin sé orðin talsvert þrifalegri eftir yfirferð þeirra, enda safnaðist víðast hvar hratt í ruslapokana. Innlent 28.4.2024 21:29 Á ofsahraða undir áhrifum fíkniefna Maður var handtekinn í kvöld eftir ofsaakstur í Vogahverfi í Reykjavík. Lögreglan veitti manninum eftirför með aðstoð sérsveitarinnar. Maðurinn er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og áfengis. Innlent 28.4.2024 21:09 Efnahagsstefnan sé að ýta fólki í verðtryggð lán Ásgeir Brynjar Torfason ritstjóri Vísbendingar og sérfræðingur um efnahagsmál telur óhætt að lækka stýrivexti Innlent 28.4.2024 20:25 Ók blindfullur við Grímsvötn og hótaði að drepa alla Maður sem var handtekinn á Grímsfjalli í gær var sauðdrukkinn og ógnandi að sögn fararstjóra á svæðinu. Maðurinn var með hópi fólks í skála á Grímsfjalli þegar hann sýndi af sér ógnandi hegðun við samferðafólk sitt og ók svo burt. Samferðafólk hans leitaði aðstoðar í næsta skála. Innlent 28.4.2024 20:23 Langt í að þeir nái sér að fullu Ferðamenn sem voru hætt komnir eftir harðan árekstur á þjóðvegi 1 við Hellu um síðustu helgi telja bílbeltin hafa bjargað lífi þeirra. Bíllinn sem þeir voru á gjöreyðilagðist í árekstrinum og annar ferðamannanna liggur enn talsvert þungt haldinn á Landspítalanum. Innlent 28.4.2024 19:47 Lögregla með eftirför í Vogahverfi Lögregla veitti ökumanni eftirför í Vogahverfi í Reykjavík nú um kvöldmatarleytið. Ekki hefur náðst í lögreglu vegna málsins. Innlent 28.4.2024 19:21 Íslandsferðin sem breyttist í martröð Ferðamenn sem voru hætt komnir eftir harðan árekstur á þjóðvegi 1 við Hellu um síðustu helgi telja bílbeltin hafa bjargað lífi þeirra. Bíllinn sem þeir voru á gjöreyðilagðist í árekstrinum og annar ferðamannanna liggur enn talsvert þungt haldinn á Landspítalanum. Innlent 28.4.2024 18:06 Fundu hræ fimm hvolpa í Mosfellsbæ Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fann poka í Mosfellsbæ í dag þar sem finna mátti hræ fimm hvolpa. Matvælastofnun hefur verið gert viðvart og grunur er um brot á lögum um velferð dýra. Innlent 28.4.2024 17:08 Fengu aðstoð sérsveitar og Gæslunnar við handtöku við Grímsvötn Lögreglan á Suðurlandi naut aðstoðar tveggja sérsveitarmanna og þyrluáhafnar Landhelgisgæslunnar við handtöku manns sem grunaður er um ölvunarakstur á Grímsfjalli. Samferðafólk hans í jeppaferð tilkynnti manninn til lögreglu. Innlent 28.4.2024 16:31 Sigurvin dró smábát í land Klukkan hálf níu í morgun var áhöfn björgunarskipsins Sigurvins kölluð út vegna smábáts rétt utan Flatey á Skjálfanda. Bilun hafði orðið í kælikerfi vélar sem var til þess að allur kælivökvi fór af kerfi smábátsins. Innlent 28.4.2024 15:06 Vill að fréttastofa RÚV biðji Maríu Sigrúnu afsökunar Ögmundur Jónasson, fyrrverandi ráðherra, segir að forsvarsmönnum fréttastofu Ríkisútvarpsins beri að biðja fréttakonuna Maríu Sigrúnu Hilmarsdóttur afsökunar fyrir að reka hana úr ritstjórnarteymi fréttaskýringaþáttarins Kveiks. Yfirlýsing fréttastjóra innihaldi grófar ærumeiðingar um Maríu Sigrúnu. Innlent 28.4.2024 13:56 Lögreglan lofar góðu vegaeftirliti á Suðurlandi í sumar Lögreglustjórinn á Suðurlandi lofar góðu umferðareftirliti lögreglu á vegum svæðisins í sumar en umferð um Suðurland hefur aukist mikið síðustu mánuði. Innlent 28.4.2024 13:31 Landskjörsstjórn tilkynnir á morgun hvaða listar eru gildir Þau fjögur sem skorti meðmælendur á undirskriftalista til forseta Íslands segjast vera komin með viðunandi fjölda memælenda. Þrjú af fjórum vantaði undirskriftir í sunnlendingafjórðungi. Landskjörsstjórn gefur frest til fimm í dag að skila inn viðunandi fjölda. Innlent 28.4.2024 13:00 Mögulega að hægjast á landrisi í Svartsengi Virkni eldgossins við Sundhnúksgíga er með svipuðu móti og síðustu daga. Svo virðist sem mögulega hafi hægt á landrisi undir Svartsengi en náttúruvársérfræðingur segir þó of snemmt að túlka þau gögn sem liggja fyrir á þessari stundu. Innlent 28.4.2024 12:46 Karlremba sé komin í tísku Kynjafræðingur óttast að karlremba sé komin aftur í tísku. Umræða um að það þyki hugrekki að fara gegn femínistum og hinsegin fólki sé mjög alvarleg. Innlent 28.4.2024 11:50 Voru með stæla og neituðu að fara upp úr fyrr en löggan mætti Lögregla var kölluð til seinni partinn í gær þegar unglingsstrákar sem voru með leiðindi við sundlaugarvörð neituðu að fara upp úr. Þegar lögreglu bar að garði voru þeir fljótir að láta sig hverfa. Innlent 28.4.2024 11:31 Arnar Þór vantaði sex meðmæli upp á Forsetaframbjóðandann Arnar Þór Jónsson vantaði sex meðmæli til þess að ná lágmarksfjölda undirskrifta eftir yfirferð Landskjörstjórnar í gær. Hann segist hafa leyst málið strax. Innlent 28.4.2024 10:00 Sprengisandur: Peningastefna, ESB og lagareldi Þjóðmálaþátturinn Sprengisandur er í beinni útsendingu á Bylgjunni og á Vísi frá klukkan tíu til tólf alla sunnudaga. Í þættinum fær Kristján Kristjánsson til sín góða gesti og fer yfir þau málefni sem eru efst á baugi í samfélaginu hverju sinni. Innlent 28.4.2024 08:52 Lögregla kölluð út vegna ungmenna til leiðinda í sundlaug Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti ýmsum verkefnum í nótt. Meðal annars var hún kölluð út vegna ungmenna sem voru til leiðinda í sundlaug í hverfi 112 Reykjavík. Innlent 28.4.2024 07:20 Svakalegt að sjá fylgisaukningu Höllu Hrundar Baldur Héðinsson, stærðfræðingur og sérfræðingur í skoðanakönnunum, segir frambjóðendurna fjóra sem mælast með mest fylgi í könnunum alla eiga séns á því að komast á Bessastaði í sumar. Margt geti breyst á næstu fimm vikum. Innlent 27.4.2024 23:27 Minni lyfjanotkun og meiri vellíðan í sérstöku heilabilunarþorpi Minni lyfjanotkun, meiri vellíðan og rólegra andrúmsloft er meðal þess sem starfsmenn heilabilunarþorps í Bærum í Noregi hafa orðið varir við í þorpinu. Það er hannað með mannlega nálgun og inngildingu að leiðarljósi. Einn arkítektanna segir tækifæri til að ná slíkum árangri hér á landi. Innlent 27.4.2024 23:03 Mennirnir tóku annan starfsmannanna hálstaki Ólafur Adolfsson, eigandi Reykjavíkurapóteks, segir mennina sem frömdu vopnað rán í apótekinu í dag hafa tekið annan starfsmannanna hálstaki og heimtað að fá ávana- og fíknilyf. Hann segir það taka á starfsmennina að verða fyrir slíku ráni. Innlent 27.4.2024 21:58 « ‹ 242 243 244 245 246 247 248 249 250 … 334 ›
Dramatík þegar tveimur var tilkynnt um ólögleg framboð Landskjörstjórn ætlar að úrskurða um gildi forsetaframboða á fundi í Þjóðminjasafni Íslands klukkan 11. Vísir verður í beinni útsendingu frá fundinum og fylgist með gangi mála í forsetavaktinni. Innlent 29.4.2024 10:29
Best ef forseti hefur ekki verið í stjórnmálastarfi Helga Þórisdóttir, forsetaframbjóðandi og forstjóri Persónuverndar, kaus gegn Icesave og telur mikilvægt að forseti Íslands sé hlutlaus og óháður. Betra sé að hann hafi ekki verið í stjórnmálastarfi. Hún segist munu beita málskotsrétti ef skýr vilji þjóðar er fyrir því. Innlent 29.4.2024 09:20
Ráðherra kynnir nýtt mælaborð farsældar barna Mennta- og barnamálaráðuneytið kynnir í dag nýtt Mælaborð farsældar barna. Um er að ræða nýtt verkfæri sem er hannað til að styðja við innleiðingu farsældarlaganna og innleiða gagnadrifna stefnumótun hvað hag barna varðar. Kynning hefst klukkan 9 og er hægt að horfa í beinu streymi. Innlent 29.4.2024 08:52
Skjálfti við Bláfjöll í morgun og óbreytt við Sundhnúk Litlar breytingar hafa orðið á gosinu við Grindavík í nótt þótt kvikusöfnun haldi áfram og hægt hafi á landrisinu. Innlent 29.4.2024 07:28
Ætlaði að ganga frá álverinu og upp á Keflavíkurflugvöll Nokkuð rólegt var á vaktinni hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu ef marka má yfirlit lögreglu yfir verkefni næturinnar. Þó voru 58 mál skráð í LÖKE og tveir gistu fangageymslur í morgun. Innlent 29.4.2024 07:11
Halla Hrund fremst í nýrri könnun og Katrín dottin niður í þriðja sæti Halla Hrund Logadóttir mælist með 29 prósent fylgi í nýrri skoðanakönnun Prósents og Baldur Þórhallsson kemur þar á eftir með 25 prósent fylgi. Katrín Jakobsdóttir mælist aðeins með 18 prósent og Jón Gnarr með 16 prósent. Innlent 29.4.2024 06:34
Vopnuð rán tíðari en fólk gerir sér grein fyrir Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir formaður Lyfjafræðingafélags Íslands hefur miklar áhyggjur af starfsumhverfi lyfjafræðinga. Svo virðist sem uppákomur eins og vopnuð rán séu að færast í aukana. Innlent 28.4.2024 23:50
Óttast að saga slökkviliða á Íslandi glatist Slökkviliðsminjasafn Íslands verður tæmt á næstu vikum eftir tíu ára rekstur. Umsjónarmenn safnsins óttast að saga slökkviliðsmanna á Íslandi muni glatast að einhverju leyti við brotthvarfið. Innlent 28.4.2024 22:06
Plokkdagurinn mikli haldinn hátíðlegur um land allt Plokkdagurinn mikli var haldinn hátíðlegur með skipulagðri ruslatínslu víða um land í dag. Dagurinn er nú haldinn í sjöunda skipti og var settur með viðhöfn í Grafarvogi í morgun, að viðstöddum forseta Íslands og umhverfisráðherra. Vaskir plokkarar hófu leika strax í kjölfarið og ætla má að borgin sé orðin talsvert þrifalegri eftir yfirferð þeirra, enda safnaðist víðast hvar hratt í ruslapokana. Innlent 28.4.2024 21:29
Á ofsahraða undir áhrifum fíkniefna Maður var handtekinn í kvöld eftir ofsaakstur í Vogahverfi í Reykjavík. Lögreglan veitti manninum eftirför með aðstoð sérsveitarinnar. Maðurinn er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og áfengis. Innlent 28.4.2024 21:09
Efnahagsstefnan sé að ýta fólki í verðtryggð lán Ásgeir Brynjar Torfason ritstjóri Vísbendingar og sérfræðingur um efnahagsmál telur óhætt að lækka stýrivexti Innlent 28.4.2024 20:25
Ók blindfullur við Grímsvötn og hótaði að drepa alla Maður sem var handtekinn á Grímsfjalli í gær var sauðdrukkinn og ógnandi að sögn fararstjóra á svæðinu. Maðurinn var með hópi fólks í skála á Grímsfjalli þegar hann sýndi af sér ógnandi hegðun við samferðafólk sitt og ók svo burt. Samferðafólk hans leitaði aðstoðar í næsta skála. Innlent 28.4.2024 20:23
Langt í að þeir nái sér að fullu Ferðamenn sem voru hætt komnir eftir harðan árekstur á þjóðvegi 1 við Hellu um síðustu helgi telja bílbeltin hafa bjargað lífi þeirra. Bíllinn sem þeir voru á gjöreyðilagðist í árekstrinum og annar ferðamannanna liggur enn talsvert þungt haldinn á Landspítalanum. Innlent 28.4.2024 19:47
Lögregla með eftirför í Vogahverfi Lögregla veitti ökumanni eftirför í Vogahverfi í Reykjavík nú um kvöldmatarleytið. Ekki hefur náðst í lögreglu vegna málsins. Innlent 28.4.2024 19:21
Íslandsferðin sem breyttist í martröð Ferðamenn sem voru hætt komnir eftir harðan árekstur á þjóðvegi 1 við Hellu um síðustu helgi telja bílbeltin hafa bjargað lífi þeirra. Bíllinn sem þeir voru á gjöreyðilagðist í árekstrinum og annar ferðamannanna liggur enn talsvert þungt haldinn á Landspítalanum. Innlent 28.4.2024 18:06
Fundu hræ fimm hvolpa í Mosfellsbæ Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fann poka í Mosfellsbæ í dag þar sem finna mátti hræ fimm hvolpa. Matvælastofnun hefur verið gert viðvart og grunur er um brot á lögum um velferð dýra. Innlent 28.4.2024 17:08
Fengu aðstoð sérsveitar og Gæslunnar við handtöku við Grímsvötn Lögreglan á Suðurlandi naut aðstoðar tveggja sérsveitarmanna og þyrluáhafnar Landhelgisgæslunnar við handtöku manns sem grunaður er um ölvunarakstur á Grímsfjalli. Samferðafólk hans í jeppaferð tilkynnti manninn til lögreglu. Innlent 28.4.2024 16:31
Sigurvin dró smábát í land Klukkan hálf níu í morgun var áhöfn björgunarskipsins Sigurvins kölluð út vegna smábáts rétt utan Flatey á Skjálfanda. Bilun hafði orðið í kælikerfi vélar sem var til þess að allur kælivökvi fór af kerfi smábátsins. Innlent 28.4.2024 15:06
Vill að fréttastofa RÚV biðji Maríu Sigrúnu afsökunar Ögmundur Jónasson, fyrrverandi ráðherra, segir að forsvarsmönnum fréttastofu Ríkisútvarpsins beri að biðja fréttakonuna Maríu Sigrúnu Hilmarsdóttur afsökunar fyrir að reka hana úr ritstjórnarteymi fréttaskýringaþáttarins Kveiks. Yfirlýsing fréttastjóra innihaldi grófar ærumeiðingar um Maríu Sigrúnu. Innlent 28.4.2024 13:56
Lögreglan lofar góðu vegaeftirliti á Suðurlandi í sumar Lögreglustjórinn á Suðurlandi lofar góðu umferðareftirliti lögreglu á vegum svæðisins í sumar en umferð um Suðurland hefur aukist mikið síðustu mánuði. Innlent 28.4.2024 13:31
Landskjörsstjórn tilkynnir á morgun hvaða listar eru gildir Þau fjögur sem skorti meðmælendur á undirskriftalista til forseta Íslands segjast vera komin með viðunandi fjölda memælenda. Þrjú af fjórum vantaði undirskriftir í sunnlendingafjórðungi. Landskjörsstjórn gefur frest til fimm í dag að skila inn viðunandi fjölda. Innlent 28.4.2024 13:00
Mögulega að hægjast á landrisi í Svartsengi Virkni eldgossins við Sundhnúksgíga er með svipuðu móti og síðustu daga. Svo virðist sem mögulega hafi hægt á landrisi undir Svartsengi en náttúruvársérfræðingur segir þó of snemmt að túlka þau gögn sem liggja fyrir á þessari stundu. Innlent 28.4.2024 12:46
Karlremba sé komin í tísku Kynjafræðingur óttast að karlremba sé komin aftur í tísku. Umræða um að það þyki hugrekki að fara gegn femínistum og hinsegin fólki sé mjög alvarleg. Innlent 28.4.2024 11:50
Voru með stæla og neituðu að fara upp úr fyrr en löggan mætti Lögregla var kölluð til seinni partinn í gær þegar unglingsstrákar sem voru með leiðindi við sundlaugarvörð neituðu að fara upp úr. Þegar lögreglu bar að garði voru þeir fljótir að láta sig hverfa. Innlent 28.4.2024 11:31
Arnar Þór vantaði sex meðmæli upp á Forsetaframbjóðandann Arnar Þór Jónsson vantaði sex meðmæli til þess að ná lágmarksfjölda undirskrifta eftir yfirferð Landskjörstjórnar í gær. Hann segist hafa leyst málið strax. Innlent 28.4.2024 10:00
Sprengisandur: Peningastefna, ESB og lagareldi Þjóðmálaþátturinn Sprengisandur er í beinni útsendingu á Bylgjunni og á Vísi frá klukkan tíu til tólf alla sunnudaga. Í þættinum fær Kristján Kristjánsson til sín góða gesti og fer yfir þau málefni sem eru efst á baugi í samfélaginu hverju sinni. Innlent 28.4.2024 08:52
Lögregla kölluð út vegna ungmenna til leiðinda í sundlaug Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti ýmsum verkefnum í nótt. Meðal annars var hún kölluð út vegna ungmenna sem voru til leiðinda í sundlaug í hverfi 112 Reykjavík. Innlent 28.4.2024 07:20
Svakalegt að sjá fylgisaukningu Höllu Hrundar Baldur Héðinsson, stærðfræðingur og sérfræðingur í skoðanakönnunum, segir frambjóðendurna fjóra sem mælast með mest fylgi í könnunum alla eiga séns á því að komast á Bessastaði í sumar. Margt geti breyst á næstu fimm vikum. Innlent 27.4.2024 23:27
Minni lyfjanotkun og meiri vellíðan í sérstöku heilabilunarþorpi Minni lyfjanotkun, meiri vellíðan og rólegra andrúmsloft er meðal þess sem starfsmenn heilabilunarþorps í Bærum í Noregi hafa orðið varir við í þorpinu. Það er hannað með mannlega nálgun og inngildingu að leiðarljósi. Einn arkítektanna segir tækifæri til að ná slíkum árangri hér á landi. Innlent 27.4.2024 23:03
Mennirnir tóku annan starfsmannanna hálstaki Ólafur Adolfsson, eigandi Reykjavíkurapóteks, segir mennina sem frömdu vopnað rán í apótekinu í dag hafa tekið annan starfsmannanna hálstaki og heimtað að fá ávana- og fíknilyf. Hann segir það taka á starfsmennina að verða fyrir slíku ráni. Innlent 27.4.2024 21:58