Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma Lovísa Arnardóttir skrifar 23. maí 2025 08:09 Freyja Birgisdóttir er sviðsstjóri matssviðs hjá MMS. Hún segir matsferilinn stærsta framfaraskref Kristinn Ingvarsson Ný samræmd próf í lesskilningi og stærðfræði voru lögð fyrir 7.000 nemendur í 26 skólum landsins. Í tilkynningu á vef stjórnarráðsins kemur fram að fyrirlögninni hafi verið ætlað að prufukeyra nýtt samræmt námsmat, Matsferil, þannig að hægt verði að leggja ný samræmd próf fyrir nemendur frá 4. bekk og upp úr í öllum grunnskólum landsins næsta vor. Í tilkynningu segir að um sé að ræða fjórtán ný próf, sjö í lesskilningi og sjö í stærðfræði. Prófin verða skyldubundin í 4., 6. og 9. bekk samkvæmt frumvarpi um Matsferil sem nú er til meðferðar á Alþingi. Í tilkynningu segir að fyrirlögnin hafi gengið vel og að Miðstöð menntunar og skólaþjónustu vinni nú úr niðurstöðunum. Guðmundur Ingi Kristinsson er mennta- og barnamálaráðherra.vísir/vilhelm „Eitt af mínum helstu stefnumálum er að bæta læsi og lesskilning barna – það er undirstaða lærdóms og betri menntun þýðir meiri frami og minni fátækt. Þar gegnir snemmtæk íhlutun lykilhlutverki en til þess þurfum við betri greiningartól. Búið er að undirbyggja vel nýtt námsmat og er nú komið að innleiðingu sem ég mun beita mér fyrir að gangi hratt og snurðulaust fyrir sig,“ segir Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, í tilkynningu. Matsferill er safn matstækja sem á að draga upp heildstæða mynd af námslegri stöðu og framförum nemenda, reglulega yfir skólagönguna. Matstækjunum er ætlað að auðvelda starfsfólki skóla að miða kennslu við þarfir hvers barns og tryggja að það fái viðeigandi kennslu og stuðning. Samkvæmt tilkynningu eiga þau að gefa fleiri og fjölbreyttari mælingar á námsframvindu barna og gefa kennurum kost á að bregðast hraðar við þegar börn sýna merki um að dragast aftur úr í námi. Fylgjast með í rauntíma Freyja Birgisdóttir, sviðsstjóri matssviðs hjá Miðstöð menntunar og skólaþjónustu í tilkynningunn, segir að líklega sé um að ræða stærsta framfaraskref tengt námsmati íslenskra barna í áratugi. „Það verður auðvitað bylting að geta fylgst með námsframvindu hvers einasta barns nánast í rauntíma og þannig mætt hverju þeirra þar sem þau eru stödd hverju sinni.“ Skóla- og menntamál Grunnskólar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Gríðarlega umfangsmikið matskerfi á leið inn í skólakerfið Það er neyðarástand í skólakerfinu vegna þess að hætt var að nota samræmd próf sem viðmiðun fyrir fimmtán árum. Þetta er mat Viðskiptaráðs sem vill taka upp samræmd próf á ný. Menntamálaráðherra segir að nýtt matskerfi verði tekið upp næsta skólaár. Kennarasambandið styður nýja kerfið heilshugar. 30. september 2024 19:01 Kennarasambandið hlynnt nýjum matsferli Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambands Íslands segir sambandið styðja nýjan matsferil stjórnvalda heilshugar. Það sé mikil þörf á bæta bæði innra og ytra mat skólakerfisins. Námsmatið verði að vera byggt á námsskrá og endurspegla að skólinn er án aðgreiningar, og fyrir alla. 30. september 2024 10:59 „Teljum okkur vera að færa skólasamfélagið fram um marga áratugi“ Matsferill og aðrar þær breytingar sem til stendur að innleiða í menntakerfinu munu færa skólasamfélagið fram um marga áratugi. Þetta segir forstjóri Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu. Hún segir matsferil munu nýtast kennurum og nemendum mun betur en gömlu samræmdu prófin gerðu. 30. ágúst 2024 14:47 Mest lesið „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Erlent Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll Erlent Einu verslun Þingeyringa lokað Innlent Fleiri fréttir Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Sjá meira
Í tilkynningu segir að um sé að ræða fjórtán ný próf, sjö í lesskilningi og sjö í stærðfræði. Prófin verða skyldubundin í 4., 6. og 9. bekk samkvæmt frumvarpi um Matsferil sem nú er til meðferðar á Alþingi. Í tilkynningu segir að fyrirlögnin hafi gengið vel og að Miðstöð menntunar og skólaþjónustu vinni nú úr niðurstöðunum. Guðmundur Ingi Kristinsson er mennta- og barnamálaráðherra.vísir/vilhelm „Eitt af mínum helstu stefnumálum er að bæta læsi og lesskilning barna – það er undirstaða lærdóms og betri menntun þýðir meiri frami og minni fátækt. Þar gegnir snemmtæk íhlutun lykilhlutverki en til þess þurfum við betri greiningartól. Búið er að undirbyggja vel nýtt námsmat og er nú komið að innleiðingu sem ég mun beita mér fyrir að gangi hratt og snurðulaust fyrir sig,“ segir Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, í tilkynningu. Matsferill er safn matstækja sem á að draga upp heildstæða mynd af námslegri stöðu og framförum nemenda, reglulega yfir skólagönguna. Matstækjunum er ætlað að auðvelda starfsfólki skóla að miða kennslu við þarfir hvers barns og tryggja að það fái viðeigandi kennslu og stuðning. Samkvæmt tilkynningu eiga þau að gefa fleiri og fjölbreyttari mælingar á námsframvindu barna og gefa kennurum kost á að bregðast hraðar við þegar börn sýna merki um að dragast aftur úr í námi. Fylgjast með í rauntíma Freyja Birgisdóttir, sviðsstjóri matssviðs hjá Miðstöð menntunar og skólaþjónustu í tilkynningunn, segir að líklega sé um að ræða stærsta framfaraskref tengt námsmati íslenskra barna í áratugi. „Það verður auðvitað bylting að geta fylgst með námsframvindu hvers einasta barns nánast í rauntíma og þannig mætt hverju þeirra þar sem þau eru stödd hverju sinni.“
Skóla- og menntamál Grunnskólar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Gríðarlega umfangsmikið matskerfi á leið inn í skólakerfið Það er neyðarástand í skólakerfinu vegna þess að hætt var að nota samræmd próf sem viðmiðun fyrir fimmtán árum. Þetta er mat Viðskiptaráðs sem vill taka upp samræmd próf á ný. Menntamálaráðherra segir að nýtt matskerfi verði tekið upp næsta skólaár. Kennarasambandið styður nýja kerfið heilshugar. 30. september 2024 19:01 Kennarasambandið hlynnt nýjum matsferli Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambands Íslands segir sambandið styðja nýjan matsferil stjórnvalda heilshugar. Það sé mikil þörf á bæta bæði innra og ytra mat skólakerfisins. Námsmatið verði að vera byggt á námsskrá og endurspegla að skólinn er án aðgreiningar, og fyrir alla. 30. september 2024 10:59 „Teljum okkur vera að færa skólasamfélagið fram um marga áratugi“ Matsferill og aðrar þær breytingar sem til stendur að innleiða í menntakerfinu munu færa skólasamfélagið fram um marga áratugi. Þetta segir forstjóri Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu. Hún segir matsferil munu nýtast kennurum og nemendum mun betur en gömlu samræmdu prófin gerðu. 30. ágúst 2024 14:47 Mest lesið „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Erlent Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll Erlent Einu verslun Þingeyringa lokað Innlent Fleiri fréttir Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Sjá meira
Gríðarlega umfangsmikið matskerfi á leið inn í skólakerfið Það er neyðarástand í skólakerfinu vegna þess að hætt var að nota samræmd próf sem viðmiðun fyrir fimmtán árum. Þetta er mat Viðskiptaráðs sem vill taka upp samræmd próf á ný. Menntamálaráðherra segir að nýtt matskerfi verði tekið upp næsta skólaár. Kennarasambandið styður nýja kerfið heilshugar. 30. september 2024 19:01
Kennarasambandið hlynnt nýjum matsferli Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambands Íslands segir sambandið styðja nýjan matsferil stjórnvalda heilshugar. Það sé mikil þörf á bæta bæði innra og ytra mat skólakerfisins. Námsmatið verði að vera byggt á námsskrá og endurspegla að skólinn er án aðgreiningar, og fyrir alla. 30. september 2024 10:59
„Teljum okkur vera að færa skólasamfélagið fram um marga áratugi“ Matsferill og aðrar þær breytingar sem til stendur að innleiða í menntakerfinu munu færa skólasamfélagið fram um marga áratugi. Þetta segir forstjóri Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu. Hún segir matsferil munu nýtast kennurum og nemendum mun betur en gömlu samræmdu prófin gerðu. 30. ágúst 2024 14:47
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent