Bensínbrúsar inni í íbúðinni Sunna Sæmundsdóttir skrifar 23. maí 2025 18:47 Ævar Pálmi Pálmason, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir rannsóknina umfangsmikla og á frumstigum. Samkvæmt heimildum fréttastofu voru bensínbrúsar inni í íbúðinni. vísir/samsett Tveir karlmenn eru látnir eftir eldsvoða í kjallaraíbúð á Hjarðarhaga og sá þriðji er alvarlega slasaður. Samkvæmt heimildum voru bensínbrúsar inni í íbúðinni og lögregla rannsakar meðal annars hvort um íkveikju hafi verið að ræða. Allt tiltækt slökkvilið var kallað út í gærmorgun vegna eldsvoða í kjallaraíbúð á Hjarðarhaga í Vesturbæ Reykjavíkur. Þar bjuggu fjórir karlmenn sem leigðu herbergi í íbúðinni en einn þeirra var farinn í vinnuna þegar eldurinn kom upp. Þrír voru inni og komst einn þeirra út um glugga. Hinir tveir eru látnir. „Annar þeirra var frá Bandaríkjunum og á sextugsaldri og hinn var frá Tékklandi á fertugsaldri. Báðir höfðu þeir búið hér á landi í nokkur ár,“ segir Ævar Pálmi Ævarsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, og bætir við að þeir tengist einungis í gegnum það að vera samleigjendur. Sá þriðji er þungt haldinn. „Hann er mikið slasaður og mun líklegast þurfa að liggja á sjúkrahúsi í nokkra daga í viðbót.“ Ævar segir ekki tímabært að tjá sig um eldsupptök. Rannsókn stendur yfir og beinist meðal annars að því hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað. Er grunur um slíkt? „Ég get ekki tjáð mig um það að svo stöddu, það er eitt af því sem er til rannsóknar, það er hvort eldurinn hafi kviknað eða verið kveiktur og þá með saknæmum hætti.“ Er eitthvað sem bendir til þess? „Ég get ekki tjáð mig um það.“ Lögregla hefur tekið skýrslu af nokkrum aðilum. „Bæði af þeim sem lentu í brunanum og vitnum og íbúum í húsinu,“ segir Ævar. Slökkvilið hefur talað um að mikill eldur hafi verið í íbúðinni og samkvæmt heimildum fréttastofu voru bensínbrúsar þar inni. Nágrannar lýstu því að hafa heyrt sprengingu í tengslum við eldsvoðann. Er eitthvað sem bendir til þess að hafi verið fíkniefnaframleiðsla í íbúðinni, eða eitthvað slíkt? „Nei, það er ekkert sem bendir til þess.“ Rannsóknin sé umfangsmikil og muni taka tíma. Heldurðu að það verði farið fram á gæsluvarðhald yfir einhverjum? „Nei ég á ekki von á því,“ segir Ævar. Eldsvoði á Hjarðarhaga Slökkvilið Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Sjá meira
Allt tiltækt slökkvilið var kallað út í gærmorgun vegna eldsvoða í kjallaraíbúð á Hjarðarhaga í Vesturbæ Reykjavíkur. Þar bjuggu fjórir karlmenn sem leigðu herbergi í íbúðinni en einn þeirra var farinn í vinnuna þegar eldurinn kom upp. Þrír voru inni og komst einn þeirra út um glugga. Hinir tveir eru látnir. „Annar þeirra var frá Bandaríkjunum og á sextugsaldri og hinn var frá Tékklandi á fertugsaldri. Báðir höfðu þeir búið hér á landi í nokkur ár,“ segir Ævar Pálmi Ævarsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, og bætir við að þeir tengist einungis í gegnum það að vera samleigjendur. Sá þriðji er þungt haldinn. „Hann er mikið slasaður og mun líklegast þurfa að liggja á sjúkrahúsi í nokkra daga í viðbót.“ Ævar segir ekki tímabært að tjá sig um eldsupptök. Rannsókn stendur yfir og beinist meðal annars að því hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað. Er grunur um slíkt? „Ég get ekki tjáð mig um það að svo stöddu, það er eitt af því sem er til rannsóknar, það er hvort eldurinn hafi kviknað eða verið kveiktur og þá með saknæmum hætti.“ Er eitthvað sem bendir til þess? „Ég get ekki tjáð mig um það.“ Lögregla hefur tekið skýrslu af nokkrum aðilum. „Bæði af þeim sem lentu í brunanum og vitnum og íbúum í húsinu,“ segir Ævar. Slökkvilið hefur talað um að mikill eldur hafi verið í íbúðinni og samkvæmt heimildum fréttastofu voru bensínbrúsar þar inni. Nágrannar lýstu því að hafa heyrt sprengingu í tengslum við eldsvoðann. Er eitthvað sem bendir til þess að hafi verið fíkniefnaframleiðsla í íbúðinni, eða eitthvað slíkt? „Nei, það er ekkert sem bendir til þess.“ Rannsóknin sé umfangsmikil og muni taka tíma. Heldurðu að það verði farið fram á gæsluvarðhald yfir einhverjum? „Nei ég á ekki von á því,“ segir Ævar.
Eldsvoði á Hjarðarhaga Slökkvilið Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Sjá meira