Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Jakob Bjarnar skrifar 23. maí 2025 13:27 Áslaug Arna flutti ræðu á Alþingi eftir að hafa sést með áfenga drykki á tveimur stöðum í miðbæ Reykjavíkur yfir daginn. Hún hefur ekki viljað tjá sig um málið. vísir/vilhelm Myndbandsbrot úr ræðu Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur þingmanns Sjálfstæðisflokksins hafa nú gengið manna í millum síðan á þriðjudagskvöld. Fólk veltir því fyrir sér hvort þingmaðurinn hafi verið undir áhrifum áfengis í ræðunni og er þetta orðinn hálfgerður samkvæmisleikur víða, að horfa á ræðuna sem er orðin ein sú þekktasta á vorþinginu, þó ekki hafi verið lagt upp með það. Áslaug Arna þykir þvoglumælt auk þess sem hún sást tvisvar með drykk við hönd yfir daginn. Fréttastofa hefur leitað viðbragða frá Áslaugu Örnu síðan á miðvikudag. Hún harðneitar að tjá sig um málið. Áslaug Arna steig í ræðustól um klukkan tíu á þriðjudagskvöldi en þá voru komin þreytumerki á þingmenn eftir enn einn sólríkan snemmbúinn sumardag. „Virðulegi forseti. Púltið er nú óvenju lágt eftir háttvirtan þingmann Sigmund Davíð Gunnlaugsson,“ sagði Áslaug Arna og hækkaði ræðupúltið. Hún var mjög útitekin og hafði greinilega fengið sinn skerf af sólinni sem hefur skinið glatt undanfarna daga. En dæmi hver fyrir sig. Athygli vekur að í stóli forseta situr Ingvar Þóroddsson, þingmaður Viðreisnar og annar varaforseti Alþingis, sem tveimur dögum síðar tilkynnti að hann hefði tekið sér leyfi frá þingstörfum til að fara í áfengismeðferð á Vogi. Áslaug hélt áfram sinni ræðu ótrauð: „En, ég verð að fá að taka undir þeim þingmönnum sem hafa komið hér þegar maður hyggst fara að setja sig á mælendaskrá. Og ræða þetta mál, mál sem fólk gjarnan vill setja mann í ákveðnar kreðsur um og gera manni upp ýmsar skoðanir og þá er gríðarlega mikilvægt að fá að koma sínum sjónarmiðum á framfæri. Og spyrja hæstvirtan ráðherra um það hverju þetta mál breytir í raun og veru?“ Í sól og sumaryl Áslaug Arna er afar virk á samfélagsmiðlum og deilir með 26 þúsund fylgjendum sínum daglega broti úr eigin lífi hvort sem er frá þingstörfum, hestaferðum eða persónulegum stundum með vinum og vandamönnum. Á þriðjudaginn birti hún mynd af sér í teiti húðvörufyrirtækisins BioEffect sem opnaði nýja verslun á Laugavegi. Skálað var af því tilefni og var Áslaug á myndinni með drykk í hönd. Síðar um daginn birti Áslaug mynd af sér að spila kotru við vinkonu sína fyrir utan Jómfrúna við Lækjargötu í blíðunni. Aftur var drykkur við hönd eins og sjá má á myndinni hér að neðan. Á þriðjudeginum birtust þessar myndir af Áslaugu á Instagram, sem hafa ýtt undir þann orðróm að hún hafi fengið sér eilítið hvítt í tána í sólinni. Upp úr tíu um kvöldið flutti hún ræðu á Alþingi. En tvö hvítvínsglös yfir daginn gera vitaskuld ekki gæfu muninn. Áslaug Arna hafði ekki lokið sér af í ræðu sinni um um leigubílaakstur og fjarveru ráðherra. „Hvað háttvirt... hæstvirtur ráðherra hefur í raun og veru gert til þess að stoppa það að fólk sé hér að brjóta lög. Sem er enn að brjóta lög burtséð frá þeim breytingum sem hafa verið gerðar. Og svo framvegis. Og mér finnst mjög sérkennilegt að í máli eins og þessu, sem sett er hér á dagskrá þremur vikum fyrir þinglok að hæstvirtur ráðherra geti ekki séð sóma sinn í því að sitja undir þeirri umræðu, taka þátt í umræðunni, eins mikilvæg og hún er. Og ég krefst þess bara að hæstvirtur forseti svari því, er hæstvirtur ráðherra á leiðinni í salinn eða ætlar hann ekki að taka þátt í þeirri umræðu sem við erum hér tilbúin til að taka, við, hann, um.“ Svo mörg voru þau orð. Heilu hóparnir hafa komið saman til að horfa á þetta myndbandsbrot og þar eru fleiri en færri á því að Áslaug Arna hafi fengið sér aðeins í aðra tána, þegar hún steig í ræðustól Alþingis. Styttri útgáfur af ræðunni hafa gengið manna á milli á samfélagsmiðlum. Áslaug Arna er á lokaspretti þingsetu sinnar, allavega í bili, en hún hefur sem kunnugt er tilkynnt að hún ætli að setjast á skólabekk í haust, nánar tiltekið í Columbia University í New York. Hún tekur sér níu mánaða leyfi frá þingmennsku og mun Sigurður Örn Hilmarsson, fyrrverandi formaður Lögmannafélagsins, setjast á þing í hennar stað. Þverbrýtur allar reglur í krísustjórnun Eins og áður sagði hefur ekki verið nokkur leið að ná í Áslaugu Örnu til að spyrja hana út í þessa ræðu sem Mannlíf hefur sagt „þreytulega“. „Sauðdrukkin?“ spurði Björn Þorláksson þáttastjórnandi á Samstöðinni og deildi frétt Mannlífs. „Er allt farið til fjandans á þessum vinnustað? Ég er eflaust ekki einn um þá skoðun að hafa vaxandi óbeit á stórum hópi þess hóps sem við kusum sem þingmenn. Upplausn og erindisleysa dag eftir dag.“ Hafi hún verið kennd, og hér skal það ítrekað að Áslaug Arna vill engu um það svara, fer hún í góðan hóp með til að mynda Sigmundi Erni Rúnarssyni þingmanni Samfylkingarinnar. Samdóma álit almannatengla, þeirra sem höndla með krísustjórnun, var að hann hefði brotið mikilvægar reglur í krísustjórnun eftir að hafa flutt ræðu á Alþingi undir áhrifum árið 2009. Eða svo vitnað sé í Þorstein G. Gunnarsson ráðgjafa: „Að koma of seint fram, og segja ekki allan sannleikann í upphafi. Það er mannlegt að gera mistök. Það er mannlegt að reyna að réttlæta gjörðir sínar. Það er líka mannlegt í áföllum að missa svolítið sjónar á því sem er skynsamlegt og rétt í stöðunni,“ sagði Þorsteinn. „Þess vegna var afneitun Sigmundar í fréttum RÚV afar óheppileg og yfirklórið í yfirlýsingunni hans um að hann hafi drukkið, en ekki verið drukkinn var einnig afar óheppilegt.“ Svo virðist hins vegar að einhverjir almannatenglar telji farsælast að svara ekki símum þegar gefur á bátinn. Tónlistarmaðurinn og raunveruleikastjarnan Bassi Maraj er til að mynda ákærður fyrir að hafa veist að leigubílsstjóra. Hann vildi ekkert tjá sig um málið en svo skemmtilega vill til að Bassi hefur einmitt sent frá sér lag sem heitir Áslaug Arna. Lítill heimur. Vill aukið aðgengi að áfengi Áslaug Arna settist á þing árið 2016 en hafði áður vakið athygli fyrir vasklega framgöngu sem formaður Heimdallar, félags ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík. Hún hefur talað mjög fyrir auknu aðgengi að áfengi og óhætt að segja að ummæli hennar um hvítvín og humar árið 2013 hafi vakið athygli; þá skoðun hennar að maður ætti að geta keypt sér hvítvín með humri á sunnudegi eins og aðra daga vikunnar. Vísaði hún þar til einokunar ÁTVR en verslanir ríkisins eru lokaðar á sunnudögum. Fréttastofa hefur leitað viðbragða frá Áslaugu Örnu síðan á miðvikudag. Hún hafnaði í dag beiðni fréttastofu um viðtal vegna málsins. Athugasemd ritstjórnar: Eftir birtingu fréttarinnar skrifaði Áslaug Arna færslu á Facebook þar sem hún hafnar því að hafa verið slompuð í ræðustól Alþingis. Hún hafi fengið sér eitt vínglas yfir daginn með vinkonu sinni en aðeins haldið á vínglasi í hófinu hjá BioEffect. Alþingi Áfengi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Innlent Fleiri fréttir Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Sjá meira
Áslaug Arna þykir þvoglumælt auk þess sem hún sást tvisvar með drykk við hönd yfir daginn. Fréttastofa hefur leitað viðbragða frá Áslaugu Örnu síðan á miðvikudag. Hún harðneitar að tjá sig um málið. Áslaug Arna steig í ræðustól um klukkan tíu á þriðjudagskvöldi en þá voru komin þreytumerki á þingmenn eftir enn einn sólríkan snemmbúinn sumardag. „Virðulegi forseti. Púltið er nú óvenju lágt eftir háttvirtan þingmann Sigmund Davíð Gunnlaugsson,“ sagði Áslaug Arna og hækkaði ræðupúltið. Hún var mjög útitekin og hafði greinilega fengið sinn skerf af sólinni sem hefur skinið glatt undanfarna daga. En dæmi hver fyrir sig. Athygli vekur að í stóli forseta situr Ingvar Þóroddsson, þingmaður Viðreisnar og annar varaforseti Alþingis, sem tveimur dögum síðar tilkynnti að hann hefði tekið sér leyfi frá þingstörfum til að fara í áfengismeðferð á Vogi. Áslaug hélt áfram sinni ræðu ótrauð: „En, ég verð að fá að taka undir þeim þingmönnum sem hafa komið hér þegar maður hyggst fara að setja sig á mælendaskrá. Og ræða þetta mál, mál sem fólk gjarnan vill setja mann í ákveðnar kreðsur um og gera manni upp ýmsar skoðanir og þá er gríðarlega mikilvægt að fá að koma sínum sjónarmiðum á framfæri. Og spyrja hæstvirtan ráðherra um það hverju þetta mál breytir í raun og veru?“ Í sól og sumaryl Áslaug Arna er afar virk á samfélagsmiðlum og deilir með 26 þúsund fylgjendum sínum daglega broti úr eigin lífi hvort sem er frá þingstörfum, hestaferðum eða persónulegum stundum með vinum og vandamönnum. Á þriðjudaginn birti hún mynd af sér í teiti húðvörufyrirtækisins BioEffect sem opnaði nýja verslun á Laugavegi. Skálað var af því tilefni og var Áslaug á myndinni með drykk í hönd. Síðar um daginn birti Áslaug mynd af sér að spila kotru við vinkonu sína fyrir utan Jómfrúna við Lækjargötu í blíðunni. Aftur var drykkur við hönd eins og sjá má á myndinni hér að neðan. Á þriðjudeginum birtust þessar myndir af Áslaugu á Instagram, sem hafa ýtt undir þann orðróm að hún hafi fengið sér eilítið hvítt í tána í sólinni. Upp úr tíu um kvöldið flutti hún ræðu á Alþingi. En tvö hvítvínsglös yfir daginn gera vitaskuld ekki gæfu muninn. Áslaug Arna hafði ekki lokið sér af í ræðu sinni um um leigubílaakstur og fjarveru ráðherra. „Hvað háttvirt... hæstvirtur ráðherra hefur í raun og veru gert til þess að stoppa það að fólk sé hér að brjóta lög. Sem er enn að brjóta lög burtséð frá þeim breytingum sem hafa verið gerðar. Og svo framvegis. Og mér finnst mjög sérkennilegt að í máli eins og þessu, sem sett er hér á dagskrá þremur vikum fyrir þinglok að hæstvirtur ráðherra geti ekki séð sóma sinn í því að sitja undir þeirri umræðu, taka þátt í umræðunni, eins mikilvæg og hún er. Og ég krefst þess bara að hæstvirtur forseti svari því, er hæstvirtur ráðherra á leiðinni í salinn eða ætlar hann ekki að taka þátt í þeirri umræðu sem við erum hér tilbúin til að taka, við, hann, um.“ Svo mörg voru þau orð. Heilu hóparnir hafa komið saman til að horfa á þetta myndbandsbrot og þar eru fleiri en færri á því að Áslaug Arna hafi fengið sér aðeins í aðra tána, þegar hún steig í ræðustól Alþingis. Styttri útgáfur af ræðunni hafa gengið manna á milli á samfélagsmiðlum. Áslaug Arna er á lokaspretti þingsetu sinnar, allavega í bili, en hún hefur sem kunnugt er tilkynnt að hún ætli að setjast á skólabekk í haust, nánar tiltekið í Columbia University í New York. Hún tekur sér níu mánaða leyfi frá þingmennsku og mun Sigurður Örn Hilmarsson, fyrrverandi formaður Lögmannafélagsins, setjast á þing í hennar stað. Þverbrýtur allar reglur í krísustjórnun Eins og áður sagði hefur ekki verið nokkur leið að ná í Áslaugu Örnu til að spyrja hana út í þessa ræðu sem Mannlíf hefur sagt „þreytulega“. „Sauðdrukkin?“ spurði Björn Þorláksson þáttastjórnandi á Samstöðinni og deildi frétt Mannlífs. „Er allt farið til fjandans á þessum vinnustað? Ég er eflaust ekki einn um þá skoðun að hafa vaxandi óbeit á stórum hópi þess hóps sem við kusum sem þingmenn. Upplausn og erindisleysa dag eftir dag.“ Hafi hún verið kennd, og hér skal það ítrekað að Áslaug Arna vill engu um það svara, fer hún í góðan hóp með til að mynda Sigmundi Erni Rúnarssyni þingmanni Samfylkingarinnar. Samdóma álit almannatengla, þeirra sem höndla með krísustjórnun, var að hann hefði brotið mikilvægar reglur í krísustjórnun eftir að hafa flutt ræðu á Alþingi undir áhrifum árið 2009. Eða svo vitnað sé í Þorstein G. Gunnarsson ráðgjafa: „Að koma of seint fram, og segja ekki allan sannleikann í upphafi. Það er mannlegt að gera mistök. Það er mannlegt að reyna að réttlæta gjörðir sínar. Það er líka mannlegt í áföllum að missa svolítið sjónar á því sem er skynsamlegt og rétt í stöðunni,“ sagði Þorsteinn. „Þess vegna var afneitun Sigmundar í fréttum RÚV afar óheppileg og yfirklórið í yfirlýsingunni hans um að hann hafi drukkið, en ekki verið drukkinn var einnig afar óheppilegt.“ Svo virðist hins vegar að einhverjir almannatenglar telji farsælast að svara ekki símum þegar gefur á bátinn. Tónlistarmaðurinn og raunveruleikastjarnan Bassi Maraj er til að mynda ákærður fyrir að hafa veist að leigubílsstjóra. Hann vildi ekkert tjá sig um málið en svo skemmtilega vill til að Bassi hefur einmitt sent frá sér lag sem heitir Áslaug Arna. Lítill heimur. Vill aukið aðgengi að áfengi Áslaug Arna settist á þing árið 2016 en hafði áður vakið athygli fyrir vasklega framgöngu sem formaður Heimdallar, félags ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík. Hún hefur talað mjög fyrir auknu aðgengi að áfengi og óhætt að segja að ummæli hennar um hvítvín og humar árið 2013 hafi vakið athygli; þá skoðun hennar að maður ætti að geta keypt sér hvítvín með humri á sunnudegi eins og aðra daga vikunnar. Vísaði hún þar til einokunar ÁTVR en verslanir ríkisins eru lokaðar á sunnudögum. Fréttastofa hefur leitað viðbragða frá Áslaugu Örnu síðan á miðvikudag. Hún hafnaði í dag beiðni fréttastofu um viðtal vegna málsins. Athugasemd ritstjórnar: Eftir birtingu fréttarinnar skrifaði Áslaug Arna færslu á Facebook þar sem hún hafnar því að hafa verið slompuð í ræðustól Alþingis. Hún hafi fengið sér eitt vínglas yfir daginn með vinkonu sinni en aðeins haldið á vínglasi í hófinu hjá BioEffect.
Alþingi Áfengi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Innlent Fleiri fréttir Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Sjá meira