Innlent Stóðhesturinn Vísir elskar saxófónleik Stóðhesturinn Vísir, sem er einn besti tölthestur landsins er vandlátur á tónlist en þegar hann heyrir spilað á saxófón þá fer hann í sitt allra besta formi og stuð og töltir eins og engin sé morgundagurinn. Innlent 21.4.2024 20:31 Björguðu strönduðum ferðamönnum í Gróttu Rétt fyrir hálf sjö í kvöld óskuðu tveir ferðamenn sem farið höfðu út í Gróttu eftir aðstoð við að komast aftur í land. Þau höfðu ekki fylgst með flóðinu og þeir urðu strandaglópar á eyjunni sem hafði ekki verið eyja fyrr um daginn. Innlent 21.4.2024 20:28 Um tvö hundruð fengið aðstoð við að minnka lyfjanotkun Yfir tvö hundruð manns hafa fengið aðstoð hjá Reykjanesapóteki við að minnka lyfjaskammta, meðal annars á ávanabindandi lyfjum. Eigandi apóteksins segir mikilvægt að taka réttan skammt af lyfjum. Innlent 21.4.2024 20:00 Sameiningarviðræður á Suðurnesjum komnar á næsta stig Viðræður um sameiningu sveitarfélaga á Suðurnesjum eru komnar á næsta stig og haldnir hafa verið íbúafundir vegna málsins. Bæjarstjóri í Vogum segir endanlega ákvörðun alltaf vera íbúanna. Innlent 21.4.2024 18:21 Morðrannsókn og hestur sem hefur dálæti á saxófónleik Fjórir voru í dag úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna gruns um manndráp í sumarbústað á Suðurlandi. Mennirnir eru allir frá Litháen. Lögreglan tjáir sig ekki um áverka á hinum látna, sem vöktu grunsemdir um saknæma háttsemi. Innlent 21.4.2024 18:09 Fjórir úrskurðaðir í gæsluvarðhald Héraðsdómur Suðurlands hefur fallist á kröfur Lögreglustjórans á Suðurlandi um gæsluvarðhald yfir fjórum sakborningum sem handteknir voru vegna rannsóknar á meintu manndrápi í uppsveitum Árnessýslu í gær. Innlent 21.4.2024 17:27 Allir frá Litháen en tengsl liggja ekki fyrir Lögreglan á Suðurlandi fer fram á gæsluvarðhald fram í næstu viku yfir mönnunum fjórum sem handteknir voru í gær í tengslum við andlát í sumarbústaðahverfinu Kiðjabergi. Yfirlögregluþjónn segir tengsl milli mannanna fjögurra og hins látna ekki liggja fyrir að svo stöddu. Innlent 21.4.2024 16:05 „Þurfum að breyta kerfinu okkar, það tekur því miður tíma“ Barnamálaráðherra kveðst vera meðvitaður um vanda einhverfra barna í skólakerfinu og langþreytta foreldra þeirra. Breyta þurfi kerfinu en kerfisbreytingar taki tíma og allir þurfi að leggja hönd á plóg. Innlent 21.4.2024 14:20 Mikilvægt að mismuna ekki út frá upplýsingum um stökkbreytingar Lektor segir að fleiri ríkjum í Evrópu finnist rétt að láta fólk vita af upplýsingum um erfðamengi þeirra, en áður. Mikilvægt sé þó að fólki sé ekki ekki mismunað út frá upplýsingum um erfðamengi þeirra. Mikilvægt sé að móta stefnu Íslands í þessum málum sem fyrst. Innlent 21.4.2024 13:49 Varaþingmaður segir sig úr Samfylkingunni eftir flokksstjórnarfund Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir aðjúnkt og varaþingmaður Samfylkingarinnar hefur ákveðið að segja sig úr flokknum og í leiðinni segja af sér varaþingmennsku og öðrum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn. Ástæðuna segir hún vera sífellt minnkandi áherslu flokksins á mannréttindamál. Innlent 21.4.2024 13:48 Útflutningur á lundum frá Vestmannaeyjum Tíu lundar frá Vestmannaeyjum hafa verið fluttir úr landi en þeir fengu far á fyrsta farrými með flugvél Icelandair til Englands þar sem þeir búa núna í dýragarði með selum. Þetta er í fyrsta sinn, sem lundar eru fluttir sérstaklega úr landi. Innlent 21.4.2024 13:03 Forysta Framsóknar endurkjörin Sigurður Ingi Jóhannsson var á Flokksþingi Framsóknar fyrr í dag endurkjörinn formaður flokksins með rúmlega 96 prósent greiddra atkvæða. Innlent 21.4.2024 12:45 Vilja fjóra karlmenn í gæsluvarðhald Lögreglan á Suðurlandi óskaði í dag eftir því að fjórir karlmenn yrðu úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna rannsóknar á andláti manns á fertugsaldri í sumarbústaðabyggð í Árnessýslu. Úrskurðar Héraðsdóms Suðurlands er að vænta síðar í dag. Innlent 21.4.2024 12:35 Göngumennirnir illa haldnir þegar komið var að þeim Björgunarsveitir björguðu í gær þremur göngumönnum sem höfðu ætlað sér að labba að gosstöðvunum við Litla-Hrút en urðu örmagna á leið sinni. Einn þeirra sem fór í útkallið segir mennina hafa verið illa haldna þegar komið var að þeim. Innlent 21.4.2024 12:29 „Þetta lítur svolítið út eins og eldstöðin sé að taka við sér aftur“ Jarðskjálftinn sem mældist í Bárðarbunguöskjunni í morgun gæti verið til marks um að eldstöðin sé að taka við sér. Þetta segir náttúruvársérfræðingur sem mælir aukna virkni á svæðinu. Skjálftinn var 5,4 að stærð og sá stærsti sem mælst hefur í Bárðarbungu frá eldgosinu í Holuhrauni árið 2015. Innlent 21.4.2024 11:45 Bárðarbunga, manndrápsrannsókn og lundar á fyrsta farrými Jarðskjálftinn sem mældist í Bárðarbunguöskjunni í morgun gæti verið til marks um að eldstöðin sé að taka við sér. Þetta segir náttúruvársérfræðingur sem mælir aukna virkni á svæðinu. Skjálftinn var 5,4 að stærð og sá stærsti sem mælst hefur í Bárðarbungu frá eldgosinu í Holuhrauni árið 2015. Innlent 21.4.2024 11:32 Ásdís á „innan við hundrað“ undirskriftir eftir Undirskriftasöfnun forsetaframbjóðendanna Helgu Þórisdóttur og Ásdísar Ránar Gunnarsdóttur virðist ganga vel en þær segjast báðar vera á lokametrunum í söfnuninni. Sigríður Hrund Pétursdóttir kveðst ekki ætla að kíkja á stöðu söfnunar sinnar fyrr en á morgun. Innlent 21.4.2024 10:49 Rannsókn á andlátinu enn á frumstigi Rannsókn á andláti manns á fertugsaldri í sumarhúsi í Árnessýslu er enn á algjöru frumstigi. Greint var frá því síðdegis í fær að fjórir hefði verið handteknir vegna andlátsins sem er rannsakað sem manndráp. Innlent 21.4.2024 09:38 Forsetakosningar, húsnæðismarkaðurinn og lífeyrissjóðir Þjóðmálaþátturinn Sprengisandur er í beinni útsendingu á Bylgjunni og á Vísi frá klukkan tíu til tólf alla sunnudaga. Í þættinum fær Kristján Kristjánsson til sín góða gesti og fer yfir þau málefni sem eru efst á baugi í samfélaginu hverju sinni. Innlent 21.4.2024 09:31 „Síðustu tvö ár hafa verið helvíti“ Sigríður Elín Ásgeirsdóttir er ein af þeim fjölmörgu Íslendingum sem hafa þurft að glíma við langtímaveikindi í kjölfarið á COVID-19. Hún var áður heilsuhraust og í fullri vinnu en eftir tvær bólusetningar og þrjú Covid-smit hefur líf hennar tekið algjöra kollsteypu að hennar sögn. Innlent 21.4.2024 08:01 Fíknefnaviðskipti beint fyrir framan nef lögreglu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út að slysadeild vegna einstaklings sem lét öllum illum látum í gærkvöldi eða nótt. Einstaklingurinn var að sögn lögreglu ölvaður og gerði tilraun til að ráðast á öryggisverði og lögreglu. Hann hefur verið vistaður í fangaklefa þangað til hann verður viðræðuhæfur. Innlent 21.4.2024 07:44 Stór skjálfti í Bárðarbungu Stór jarðskjálfti mældist í Bárðarbunguöskjunni snemma í morgun. Innlent 21.4.2024 07:18 „Sorgmædd en stolt“ eftir flokksstjórnarfund Ósætti er innan Samfylkingarinnar um nýjar áherslur flokksins í útlendingamálum eftir flokkstjórnarfund sem haldinn var í Miðfirði í dag. Sabine Leskopf, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar greindi frá því í dag að tillögu hennar um ályktun um að endurskoðun á útlendingalöggjöfinni verði aðeins gerð með mannúð að leiðarljósi hafi verið vísað til nefndar í stað þess að greitt hafi verið um hana atkvæði. Innlent 20.4.2024 23:42 Tveir unnu átján milljón krónur í Lottó Tveir stálheppnir miðahafar voru með allar tölur réttar í Lottó-drætti kvöldsins. Þeir skiptu með sér þreföldum potti og hlýtur hvor þeirra tæplega átján milljón króna vinning. Innlent 20.4.2024 21:54 Óásættanlegt að fólk sé ekki látið vita af stökkbreytingunum Íslensk erfðagreining situr á upplýsingum um erfðabreytileika fjölda Íslendinga sem gætu stytt lífslíkur þeirra. Forstjóri fyrirtækisins segir óásættanlegt að hér sé hefð fyrir því að fólkið sé ekki látið vita af þessum erfðabreytileikum. Innlent 20.4.2024 21:01 Kýr ropa á 40 til 60 sekúndna fresti Kýr losa mikið metan en til að vita nákvæmlega hvað það er mikið er tilraun í gangi í fjósinu á Hvanneyri þar sem metanlosun þeirra er mæld í sérstökum bás, á meðan þær éta fóður með sérstöku íblöndunarefni, sem á að minnka metanlosun þeirra. Og það sem meira er, kýr eru ropandi meira og minna allan daginn, eða á 40 til 60 sekúndna fresti. Innlent 20.4.2024 20:05 Dæmi um burðardýr með tvö hundruð pakkningar innvortis Lögregla hefur lagt magn á helmingi meira magn kókaíns það sem af er ári, samanborið við árið 2023. Dæmi er um að burðardýr hafi haft yfir tvö hundruð pakkningar innvortis. Í sumum tilfellum er þörf á skurðaðgerð til að fjarlægja efnin. Innlent 20.4.2024 20:00 Mislingar greinast á Norðausturlandi Fullorðinn einstaklingur greindist með mislinga á Norðausturlandi og er viðkomandi í einangrun í heimahúsi. Sóttvarnalækni barst tilkynning þess efnis í gærkvöldi. Innlent 20.4.2024 19:49 Björguðu örmagna göngumönnum við gosstöðvarnar Björgunarsveitirnar Þorbjörn og Skyggnir í Vogum voru ræstar út til að finna hóp þriggja göngumanna sem ætluðu sér að ganga upp að gosstöðvunum. Þau höfðu verið nokkuð lengi að ganga en hringdu eftir hjálp um hálf sex í dag og voru þá orðin verulega blaut og köld. Innlent 20.4.2024 19:45 Blöskrar fordómafull ummæli um pabba sinn Álfrún Perla Baldursdóttir, dóttir Baldurs Þórhallssonar forsetaframbjóðanda, segir að sér hafi blöskrað ummæli og almenn leiðindi byggð á fordómum í kosningabaráttunni. Þetta segir Áfrún í pistli á Facebook. Innlent 20.4.2024 19:14 « ‹ 249 250 251 252 253 254 255 256 257 … 334 ›
Stóðhesturinn Vísir elskar saxófónleik Stóðhesturinn Vísir, sem er einn besti tölthestur landsins er vandlátur á tónlist en þegar hann heyrir spilað á saxófón þá fer hann í sitt allra besta formi og stuð og töltir eins og engin sé morgundagurinn. Innlent 21.4.2024 20:31
Björguðu strönduðum ferðamönnum í Gróttu Rétt fyrir hálf sjö í kvöld óskuðu tveir ferðamenn sem farið höfðu út í Gróttu eftir aðstoð við að komast aftur í land. Þau höfðu ekki fylgst með flóðinu og þeir urðu strandaglópar á eyjunni sem hafði ekki verið eyja fyrr um daginn. Innlent 21.4.2024 20:28
Um tvö hundruð fengið aðstoð við að minnka lyfjanotkun Yfir tvö hundruð manns hafa fengið aðstoð hjá Reykjanesapóteki við að minnka lyfjaskammta, meðal annars á ávanabindandi lyfjum. Eigandi apóteksins segir mikilvægt að taka réttan skammt af lyfjum. Innlent 21.4.2024 20:00
Sameiningarviðræður á Suðurnesjum komnar á næsta stig Viðræður um sameiningu sveitarfélaga á Suðurnesjum eru komnar á næsta stig og haldnir hafa verið íbúafundir vegna málsins. Bæjarstjóri í Vogum segir endanlega ákvörðun alltaf vera íbúanna. Innlent 21.4.2024 18:21
Morðrannsókn og hestur sem hefur dálæti á saxófónleik Fjórir voru í dag úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna gruns um manndráp í sumarbústað á Suðurlandi. Mennirnir eru allir frá Litháen. Lögreglan tjáir sig ekki um áverka á hinum látna, sem vöktu grunsemdir um saknæma háttsemi. Innlent 21.4.2024 18:09
Fjórir úrskurðaðir í gæsluvarðhald Héraðsdómur Suðurlands hefur fallist á kröfur Lögreglustjórans á Suðurlandi um gæsluvarðhald yfir fjórum sakborningum sem handteknir voru vegna rannsóknar á meintu manndrápi í uppsveitum Árnessýslu í gær. Innlent 21.4.2024 17:27
Allir frá Litháen en tengsl liggja ekki fyrir Lögreglan á Suðurlandi fer fram á gæsluvarðhald fram í næstu viku yfir mönnunum fjórum sem handteknir voru í gær í tengslum við andlát í sumarbústaðahverfinu Kiðjabergi. Yfirlögregluþjónn segir tengsl milli mannanna fjögurra og hins látna ekki liggja fyrir að svo stöddu. Innlent 21.4.2024 16:05
„Þurfum að breyta kerfinu okkar, það tekur því miður tíma“ Barnamálaráðherra kveðst vera meðvitaður um vanda einhverfra barna í skólakerfinu og langþreytta foreldra þeirra. Breyta þurfi kerfinu en kerfisbreytingar taki tíma og allir þurfi að leggja hönd á plóg. Innlent 21.4.2024 14:20
Mikilvægt að mismuna ekki út frá upplýsingum um stökkbreytingar Lektor segir að fleiri ríkjum í Evrópu finnist rétt að láta fólk vita af upplýsingum um erfðamengi þeirra, en áður. Mikilvægt sé þó að fólki sé ekki ekki mismunað út frá upplýsingum um erfðamengi þeirra. Mikilvægt sé að móta stefnu Íslands í þessum málum sem fyrst. Innlent 21.4.2024 13:49
Varaþingmaður segir sig úr Samfylkingunni eftir flokksstjórnarfund Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir aðjúnkt og varaþingmaður Samfylkingarinnar hefur ákveðið að segja sig úr flokknum og í leiðinni segja af sér varaþingmennsku og öðrum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn. Ástæðuna segir hún vera sífellt minnkandi áherslu flokksins á mannréttindamál. Innlent 21.4.2024 13:48
Útflutningur á lundum frá Vestmannaeyjum Tíu lundar frá Vestmannaeyjum hafa verið fluttir úr landi en þeir fengu far á fyrsta farrými með flugvél Icelandair til Englands þar sem þeir búa núna í dýragarði með selum. Þetta er í fyrsta sinn, sem lundar eru fluttir sérstaklega úr landi. Innlent 21.4.2024 13:03
Forysta Framsóknar endurkjörin Sigurður Ingi Jóhannsson var á Flokksþingi Framsóknar fyrr í dag endurkjörinn formaður flokksins með rúmlega 96 prósent greiddra atkvæða. Innlent 21.4.2024 12:45
Vilja fjóra karlmenn í gæsluvarðhald Lögreglan á Suðurlandi óskaði í dag eftir því að fjórir karlmenn yrðu úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna rannsóknar á andláti manns á fertugsaldri í sumarbústaðabyggð í Árnessýslu. Úrskurðar Héraðsdóms Suðurlands er að vænta síðar í dag. Innlent 21.4.2024 12:35
Göngumennirnir illa haldnir þegar komið var að þeim Björgunarsveitir björguðu í gær þremur göngumönnum sem höfðu ætlað sér að labba að gosstöðvunum við Litla-Hrút en urðu örmagna á leið sinni. Einn þeirra sem fór í útkallið segir mennina hafa verið illa haldna þegar komið var að þeim. Innlent 21.4.2024 12:29
„Þetta lítur svolítið út eins og eldstöðin sé að taka við sér aftur“ Jarðskjálftinn sem mældist í Bárðarbunguöskjunni í morgun gæti verið til marks um að eldstöðin sé að taka við sér. Þetta segir náttúruvársérfræðingur sem mælir aukna virkni á svæðinu. Skjálftinn var 5,4 að stærð og sá stærsti sem mælst hefur í Bárðarbungu frá eldgosinu í Holuhrauni árið 2015. Innlent 21.4.2024 11:45
Bárðarbunga, manndrápsrannsókn og lundar á fyrsta farrými Jarðskjálftinn sem mældist í Bárðarbunguöskjunni í morgun gæti verið til marks um að eldstöðin sé að taka við sér. Þetta segir náttúruvársérfræðingur sem mælir aukna virkni á svæðinu. Skjálftinn var 5,4 að stærð og sá stærsti sem mælst hefur í Bárðarbungu frá eldgosinu í Holuhrauni árið 2015. Innlent 21.4.2024 11:32
Ásdís á „innan við hundrað“ undirskriftir eftir Undirskriftasöfnun forsetaframbjóðendanna Helgu Þórisdóttur og Ásdísar Ránar Gunnarsdóttur virðist ganga vel en þær segjast báðar vera á lokametrunum í söfnuninni. Sigríður Hrund Pétursdóttir kveðst ekki ætla að kíkja á stöðu söfnunar sinnar fyrr en á morgun. Innlent 21.4.2024 10:49
Rannsókn á andlátinu enn á frumstigi Rannsókn á andláti manns á fertugsaldri í sumarhúsi í Árnessýslu er enn á algjöru frumstigi. Greint var frá því síðdegis í fær að fjórir hefði verið handteknir vegna andlátsins sem er rannsakað sem manndráp. Innlent 21.4.2024 09:38
Forsetakosningar, húsnæðismarkaðurinn og lífeyrissjóðir Þjóðmálaþátturinn Sprengisandur er í beinni útsendingu á Bylgjunni og á Vísi frá klukkan tíu til tólf alla sunnudaga. Í þættinum fær Kristján Kristjánsson til sín góða gesti og fer yfir þau málefni sem eru efst á baugi í samfélaginu hverju sinni. Innlent 21.4.2024 09:31
„Síðustu tvö ár hafa verið helvíti“ Sigríður Elín Ásgeirsdóttir er ein af þeim fjölmörgu Íslendingum sem hafa þurft að glíma við langtímaveikindi í kjölfarið á COVID-19. Hún var áður heilsuhraust og í fullri vinnu en eftir tvær bólusetningar og þrjú Covid-smit hefur líf hennar tekið algjöra kollsteypu að hennar sögn. Innlent 21.4.2024 08:01
Fíknefnaviðskipti beint fyrir framan nef lögreglu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út að slysadeild vegna einstaklings sem lét öllum illum látum í gærkvöldi eða nótt. Einstaklingurinn var að sögn lögreglu ölvaður og gerði tilraun til að ráðast á öryggisverði og lögreglu. Hann hefur verið vistaður í fangaklefa þangað til hann verður viðræðuhæfur. Innlent 21.4.2024 07:44
Stór skjálfti í Bárðarbungu Stór jarðskjálfti mældist í Bárðarbunguöskjunni snemma í morgun. Innlent 21.4.2024 07:18
„Sorgmædd en stolt“ eftir flokksstjórnarfund Ósætti er innan Samfylkingarinnar um nýjar áherslur flokksins í útlendingamálum eftir flokkstjórnarfund sem haldinn var í Miðfirði í dag. Sabine Leskopf, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar greindi frá því í dag að tillögu hennar um ályktun um að endurskoðun á útlendingalöggjöfinni verði aðeins gerð með mannúð að leiðarljósi hafi verið vísað til nefndar í stað þess að greitt hafi verið um hana atkvæði. Innlent 20.4.2024 23:42
Tveir unnu átján milljón krónur í Lottó Tveir stálheppnir miðahafar voru með allar tölur réttar í Lottó-drætti kvöldsins. Þeir skiptu með sér þreföldum potti og hlýtur hvor þeirra tæplega átján milljón króna vinning. Innlent 20.4.2024 21:54
Óásættanlegt að fólk sé ekki látið vita af stökkbreytingunum Íslensk erfðagreining situr á upplýsingum um erfðabreytileika fjölda Íslendinga sem gætu stytt lífslíkur þeirra. Forstjóri fyrirtækisins segir óásættanlegt að hér sé hefð fyrir því að fólkið sé ekki látið vita af þessum erfðabreytileikum. Innlent 20.4.2024 21:01
Kýr ropa á 40 til 60 sekúndna fresti Kýr losa mikið metan en til að vita nákvæmlega hvað það er mikið er tilraun í gangi í fjósinu á Hvanneyri þar sem metanlosun þeirra er mæld í sérstökum bás, á meðan þær éta fóður með sérstöku íblöndunarefni, sem á að minnka metanlosun þeirra. Og það sem meira er, kýr eru ropandi meira og minna allan daginn, eða á 40 til 60 sekúndna fresti. Innlent 20.4.2024 20:05
Dæmi um burðardýr með tvö hundruð pakkningar innvortis Lögregla hefur lagt magn á helmingi meira magn kókaíns það sem af er ári, samanborið við árið 2023. Dæmi er um að burðardýr hafi haft yfir tvö hundruð pakkningar innvortis. Í sumum tilfellum er þörf á skurðaðgerð til að fjarlægja efnin. Innlent 20.4.2024 20:00
Mislingar greinast á Norðausturlandi Fullorðinn einstaklingur greindist með mislinga á Norðausturlandi og er viðkomandi í einangrun í heimahúsi. Sóttvarnalækni barst tilkynning þess efnis í gærkvöldi. Innlent 20.4.2024 19:49
Björguðu örmagna göngumönnum við gosstöðvarnar Björgunarsveitirnar Þorbjörn og Skyggnir í Vogum voru ræstar út til að finna hóp þriggja göngumanna sem ætluðu sér að ganga upp að gosstöðvunum. Þau höfðu verið nokkuð lengi að ganga en hringdu eftir hjálp um hálf sex í dag og voru þá orðin verulega blaut og köld. Innlent 20.4.2024 19:45
Blöskrar fordómafull ummæli um pabba sinn Álfrún Perla Baldursdóttir, dóttir Baldurs Þórhallssonar forsetaframbjóðanda, segir að sér hafi blöskrað ummæli og almenn leiðindi byggð á fordómum í kosningabaráttunni. Þetta segir Áfrún í pistli á Facebook. Innlent 20.4.2024 19:14