Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 15. maí 2025 09:02 Vala Bjarney Gunnarsdóttir, forstöðukona Árbæjarlaugar, sem hefur sérstaklega gaman af því að hafa laupinn á sundlaugarsvæðinu og hrafnana tvo, sem skiptast á að liggja í laupnum og hugsa um ungana þegar þar að kemur. Magnús Hlynur Hreiðarsson Sundlaugargestir Árbæjarlaugar hafa varla tíma þessa dagana til að synda því það er svo mikil spennan og áhugi hjá gestum laugarinnar að fylgjast með hrafnapari, sem hefur komið sér upp laup í tré á sundlaugarsvæðinu. Árbæjarlaug er ein af vinsælustu sundlaugum höfuðborgarinnar en nú er það hins vegar laupur hrafnapars í sitkagrenitré á sundlaugalóðinni, sem á hug allra, sem fara í laugina. Laupurinn er reyndar mjög ofarlega í trénu svo það er erfitt að sjá hann en það leynir sér ekki að hann er þarna enda skiptast fuglarnir á að liggja á eggjunum. „Það er rosalega gaman hjá okkur þessa dagana og gestir og starfsfólk, við höfum öll gaman af því að fylgjast með parinu athafna sig hérna á sundlaugasvæðinu. Við sjáum fuglana fljúga og að vera að leita sér ætis og byggja meira við laupinn,“ segir Vala Bjarney Gunnarsdóttir, forstöðukona Árbæjarlaugar. Og þeir hugsa greinilega mjög vel um laupinn eða hvað? „Já, það virðist vera, það er alltaf verið að græja og gera á þessu heimili. Við erum öll bara mjög ánægð með þetta. Sundlaugargestir hafa alveg orð á því að það sé skemmtilegt að fylgjast með þessu,“ bætir Vala Bjarney við. Fuglarnir passa mjög vel upp á laupinn og sinna honum vel í trénu.Magnús Hlynur Hreiðarsson En á þetta ekki eftir að auka aðsóknina að lauginni? „Já það gæti verið. Við allavega fögnum þeim, sem koma og það er allavega nóg að gera hérna að fylgjast með hröfnum og taka því rólega í lauginni á meðan. Kannski sjáum við nokkra hrafnsunga vera hérna á sveimi á næstunni,“ segir Vala Bjarney. En hvað segja sundlaugargestir við Laupnum? „Það er algjört æði að hafa hrafnana hérna. Þeir eru hér á hverjum morgni með okkur“, segir Anna Helga Höskuldsdóttir, sundlaugargestur. Anna Helga Höskuldsdóttir, sundlaugargestur í Árbæjarlaug, sem segir æðislegt að hafa laupinn á laugarsvæðinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Já, já, ég hef orðið var við krumman, þeir láta vita af sér þarna, þeir er ekkert að fela sig. Þetta er virkilega gaman,“ segir Gunnar Haraldsson, sundlaugargestur. Gunnar Haraldsson, sundlaugargestur, segir virkilega gaman að fylgjast með fuglunum við laupinn þegar setið er í heita pottinum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og talandi um laupinn í Árbæjarlaug þá má geta þess að hrafnapar hefur líka komið sér upp laup við Byko á Selfossi en þar er hægt að fylgjast með parinu í beinni útsendingu í laupnum allan sólarhringinn í vefmyndavél frá Byko á heimasíðu fyrirtækisins. Laupurinn við verslun Byko á Selfossi en þar hefur verið laupur á vorin í nokkur ár með einhverjum hléum þó.Magnús Hlynur Hreiðarsson Laupurinn á Selfossi í beinni útsendingu allan sólarhringinn Hér er líka Laupur á mjög athyglisverðum stað eða á niðurfallsröri á Austurbæjarskóla í Reykjavík. Spurning hvernig fuglanir fengu fyrstu stráin til að tolla til að hlaða Laupnum upp,Jóhannes Hreiðar Símonarson Reykjavík Fuglar Sundlaugar og baðlón Dýr Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Árbæjarlaug er ein af vinsælustu sundlaugum höfuðborgarinnar en nú er það hins vegar laupur hrafnapars í sitkagrenitré á sundlaugalóðinni, sem á hug allra, sem fara í laugina. Laupurinn er reyndar mjög ofarlega í trénu svo það er erfitt að sjá hann en það leynir sér ekki að hann er þarna enda skiptast fuglarnir á að liggja á eggjunum. „Það er rosalega gaman hjá okkur þessa dagana og gestir og starfsfólk, við höfum öll gaman af því að fylgjast með parinu athafna sig hérna á sundlaugasvæðinu. Við sjáum fuglana fljúga og að vera að leita sér ætis og byggja meira við laupinn,“ segir Vala Bjarney Gunnarsdóttir, forstöðukona Árbæjarlaugar. Og þeir hugsa greinilega mjög vel um laupinn eða hvað? „Já, það virðist vera, það er alltaf verið að græja og gera á þessu heimili. Við erum öll bara mjög ánægð með þetta. Sundlaugargestir hafa alveg orð á því að það sé skemmtilegt að fylgjast með þessu,“ bætir Vala Bjarney við. Fuglarnir passa mjög vel upp á laupinn og sinna honum vel í trénu.Magnús Hlynur Hreiðarsson En á þetta ekki eftir að auka aðsóknina að lauginni? „Já það gæti verið. Við allavega fögnum þeim, sem koma og það er allavega nóg að gera hérna að fylgjast með hröfnum og taka því rólega í lauginni á meðan. Kannski sjáum við nokkra hrafnsunga vera hérna á sveimi á næstunni,“ segir Vala Bjarney. En hvað segja sundlaugargestir við Laupnum? „Það er algjört æði að hafa hrafnana hérna. Þeir eru hér á hverjum morgni með okkur“, segir Anna Helga Höskuldsdóttir, sundlaugargestur. Anna Helga Höskuldsdóttir, sundlaugargestur í Árbæjarlaug, sem segir æðislegt að hafa laupinn á laugarsvæðinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Já, já, ég hef orðið var við krumman, þeir láta vita af sér þarna, þeir er ekkert að fela sig. Þetta er virkilega gaman,“ segir Gunnar Haraldsson, sundlaugargestur. Gunnar Haraldsson, sundlaugargestur, segir virkilega gaman að fylgjast með fuglunum við laupinn þegar setið er í heita pottinum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og talandi um laupinn í Árbæjarlaug þá má geta þess að hrafnapar hefur líka komið sér upp laup við Byko á Selfossi en þar er hægt að fylgjast með parinu í beinni útsendingu í laupnum allan sólarhringinn í vefmyndavél frá Byko á heimasíðu fyrirtækisins. Laupurinn við verslun Byko á Selfossi en þar hefur verið laupur á vorin í nokkur ár með einhverjum hléum þó.Magnús Hlynur Hreiðarsson Laupurinn á Selfossi í beinni útsendingu allan sólarhringinn Hér er líka Laupur á mjög athyglisverðum stað eða á niðurfallsröri á Austurbæjarskóla í Reykjavík. Spurning hvernig fuglanir fengu fyrstu stráin til að tolla til að hlaða Laupnum upp,Jóhannes Hreiðar Símonarson
Reykjavík Fuglar Sundlaugar og baðlón Dýr Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira