Innlent

Datt og fékk skurð í and­litið

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti tveimur útköllum í gærkvöldi vegna þjófnaðar úr verslun og þá var tilkynnt um minniháttar skemmdarverk í póstnúmerinu 105.

Innlent

Heppni að ekki fór verr

Örn Úlfar Sævarsson texta- og hugmyndasmiður slapp vel þegar leigubíll keyrði á hann við Hringbraut síðdegis í dag. Hjól hans þarfnast viðgerðar en hann segir lærdóminn að vera ávallt á varðbergi í umferðinni – bæði ökumenn og hjólreiðamenn – sérstaklega nú þegar skammdegið er að skella á.

Innlent

Enn kviku­þrýstingur og hrinan kom á ó­vart

Kvikugangurinn við Grindavík gæti verið breiðari en áður var áætlað og storknun hans gæti tekið mun lengri tíma, miðað við nýjustu líkön. Jarðskjálftafræðingur segir nýjustu jarðskjálftahrinu sýna að enn sé kvikuþrýstingur á svæðinu.

Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Arndís Anna K. Gunnarsdóttir þingmaður Pírata hefur beðist afsökunar á framkomu sinni á skemmtistað í Reykjavík um helgina. Við verðum í beinni frá þinginu og förum yfir þetta mál og önnur sem hafa verið þar til umræðu í dag.

Innlent

Vilja ekki breyta nöfnum ráðs og sviðs

Meirihlutinn í menningar-, íþrótta- og tómstundaráði Reykjavíkurborgar ætlar ekki að breyta nafngift eins ráðs og eins sviðs innan borgarinnar. Sjálfstæðisflokkurinn segir það merki um að menningarlíf sé ofar í huga nefndarmanna en íþróttir. 

Innlent

Segist hafa drukkið of mikið: „Ég var dóna­leg“

Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, segist hafa beðist afsökunar á framkomu sinni á skemmtistaðnum Kíkí síðastliðið föstudagskvöld. Hún viðurkennir að hafa drukkið of mikið umrætt kvöld og verið dónaleg.

Innlent

Hafa yfir­heyrt vitni um helgina

Rannsókn lögreglu á hnífstunguárás í höfuðborginni á föstudagsmorgun hefur mjakast ágætlega yfir helgina að sögn yfirlögregluþjóns. Nokkrir hafa verið yfirheyrðir vegna málsins síðustu daga.

Innlent

Brotkast og Nú­tíminn í eina sæng

Frosti Logason hefur tekið að sér ritstjórn Nútímans. Hann er jafnframt skráður ábyrgðarmaður vefsins, er með einn blaðamann sér við hlið, Atla Má Gylfason, og saman ætla þeir að segja viðteknum fréttaflutningi stríð á hendur.

Innlent

Flúði á tveimur jafn­fljótum eftir rán í Fætur toga

Innbrotsþjófur braut rúðu í verslun Fætur toga á Höfðabakka í Reykjavík í nótt, og hafði með sér á brott peninga úr kassanum. Verslunareigandi segir málið hið leiðinlegasta enda um að ræða lítið fjölskyldufyrirtæki. Búðin er opin í dag eins og ekkert hafi í skorist.

Innlent

Segir at­vik aug­ljós í undar­legu máli

Björn Leví Gunnarsson, varaþingflokksformaður Pírata, segir mál Arndísar Önnu Kristínardóttur Gunnarsdóttur þingmanns flokksins, sem var handtekin á skemmtistaðnum Kíki við Klapparstíg um helgina, vera sérstakt. Hennar hafi ekki verið getið í dagbók lögreglunnar um ofurölvi einstakling umrædda nótt.

Innlent