„Okkur var haldið frá einum stærsta fréttaviðburði síðustu áratuga með valdi“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 23. mars 2025 00:23 Kjartan Þorbjörnsson ljósmyndari og formaður blaðaljósmyndarafélags Íslands gagnrýndi Úlfar Lúðvíksson harðlega í ræðu sinni við viðtökur á verðlaunum fyrir mynd ársins 2024. Fjölmiðlar hafi gert mikinn óleik að hafa hlýtt yfirvaldinu. Vísir/Vilhelm/Vilhelm Formaður blaðaljósmyndarafélags Íslands segir duttlunga Úlfars Lúðvíkssonar, lögreglustjóra á Suðurnesjum, hafa gert það að verkum að einn stærsti fréttaviðburður síðustu áratuga, tæming Grindvíkinga á húsum sínum, var nánast ekkert ljósmyndaður. Slík embættisafglöp megi ekki endurtaka sig. Kjartan Þorbjörnsson, betur þekktur sem Golli, gagnrýndi Úlfar í ræðu sinni eftir að hafa tekið á móti verðlaunum fyrir mynd ársins 2024 í Ljósmyndasafni Reykjavíkur í dag. Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, meinaði fjölmiðlafólki að fara inn í Grindavík í nóvember 2023 þegar Grindvíkingar fengu að fara inn í bæinn að sækja eigur sínar. Öllum fjölmiðlum nema einum var þá meinaður aðgangur að svæðinu og átti þessi eini fjölmiðill að deila myndefni með öðrum miðlum. Rökstuðningur lögreglunnar var að um viðkvæmar aðgerðir væri að ræða og að vernda þyrfti íbúa og viðbragðsaðila en Blaðamannafélagið kærði ákvörðun lögreglustjórans til dómsmálaráðuneytisins. Sjá einnig: Hart sótt að Úlfari á fundi með blaðamönnum Í febrúar 2024 fengu bæjarbúar Grindavíkur að vitja eigna sinna í nokkra daga í allt að sex klukkutíma í senn án eftirlits, og var þeim hleypt inn í bæinn í hópum. Var fjölmiðlum þá algjörlega meinaður aðgangur að svæðinu. Þessa ákvörðun tók Golli fyrir og gagnrýndi í ræðu sinni. Einum embættismanni fannst nóg komið „Þrátt fyrir að það hangi hundrað magnaðar fréttamyndir upp á veggjunum er samt ekki ein einasta mynd af stærsta fréttaatburði síðasta áratugs á Íslandi hér inni. Það er ekki dómefndunum að kenna því það kom engin þannig mynd til dómnefndarinnar,“ sagði Golli í upphafi ræðu sinnar. Hann sagði ástæðuna vera einfalda en um leið skelfilega fyrir fjölmiðla á Íslandi, ömurlega fyrir samfélagið og hræðilega fyrir sögu og menningu þjóðarinnar. „Ástæðan er sú að yfirvaldinu, einum embættismanni á Reykjanesi fannst við hafa myndað nóg. Það vantaði bara ekkert upp á heimildaöflun, það væri komið gott, það væri engin ástæða til að við fengjum að fylgja hundruðum íbúa Grindavíkur inn í bæinn dagana sem þeir tæmdu húsin sín, dagana sem þeir yfirgáfu margir heimili sín í síðasta sinn,“ sagði Golli í ræðunni. „Embættisafglöp sem ekki mega endurtaka sig“ „Okkur var haldið frá einum stærsta fréttaviðburði síðustu áratuga með valdi. Ástæðan var ekki til að tryggja öryggi okkar, það voru hundruðir manns inni í bænum á sama tíma. Þetta voru bara duttlungar eins manns með ofurvald á svæðinu,“ sagði hann. „Þetta er skandall, þetta er hreinn skandall. Við getum ekki leyft þjóðfélag þar sem pirraður embættismaður segir fjölmiðlafólki að það sé búið að ná í nægar upplýsingar, finna nægar sögur, fá nægar frásagnir og smella nægum myndum en hefur um leið vald til að halda okkur frá því sem þarf til að nauðsynlega dókúmentera.“ Sagði Golli að með því að hlýða slíku yfirvaldi værum við að gera samfélagi okkar og framtíð óleik. „Það getur vel verið að margir Grindvíkingar hafi á þessum tíma verið pirraðir út í fjölmiðla og einhverjir hvatt lögreglustjórann til að halda okkur frá. En það er algjörlega á hreinu að sagan mun ekki dæma okkur fyrir að hafa myndað of margar myndir og nógu margar myndir af því sem þarna gekk á þessa örlagaríku daga,“ sagði Golli. „Þegar loks jörðin hættir að rísa, hraunið að renna og rykið fellur þá áttar þjóðin sig á því að þetta voru embættisafglöp sem ekki mega endurtaka sig.“ Loks sagði hann að Íslendingar skulduðu framtíðinni að geta sagt sögu samtímans á skilmerkilegan hátt án þess að notað væri til þess myndefni búið til af gervigreind. Nógu erfið væri baráttan við falsið og gervið. Fréttin hefur verið uppfærð. Upphaflega stóð að Kjartan hefði í ræðu sinni fjallað um takmarkanir á aðgengi fjölmiðla að Grindavík í nóvember 2023. Hann átti hins vegar við takmarkanir þremur mánuðum síðar í febrúar 2024. Fjölmiðlar Lögreglan Eldgos og jarðhræringar Ljósmyndun Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Fleiri fréttir Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Sjá meira
Kjartan Þorbjörnsson, betur þekktur sem Golli, gagnrýndi Úlfar í ræðu sinni eftir að hafa tekið á móti verðlaunum fyrir mynd ársins 2024 í Ljósmyndasafni Reykjavíkur í dag. Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, meinaði fjölmiðlafólki að fara inn í Grindavík í nóvember 2023 þegar Grindvíkingar fengu að fara inn í bæinn að sækja eigur sínar. Öllum fjölmiðlum nema einum var þá meinaður aðgangur að svæðinu og átti þessi eini fjölmiðill að deila myndefni með öðrum miðlum. Rökstuðningur lögreglunnar var að um viðkvæmar aðgerðir væri að ræða og að vernda þyrfti íbúa og viðbragðsaðila en Blaðamannafélagið kærði ákvörðun lögreglustjórans til dómsmálaráðuneytisins. Sjá einnig: Hart sótt að Úlfari á fundi með blaðamönnum Í febrúar 2024 fengu bæjarbúar Grindavíkur að vitja eigna sinna í nokkra daga í allt að sex klukkutíma í senn án eftirlits, og var þeim hleypt inn í bæinn í hópum. Var fjölmiðlum þá algjörlega meinaður aðgangur að svæðinu. Þessa ákvörðun tók Golli fyrir og gagnrýndi í ræðu sinni. Einum embættismanni fannst nóg komið „Þrátt fyrir að það hangi hundrað magnaðar fréttamyndir upp á veggjunum er samt ekki ein einasta mynd af stærsta fréttaatburði síðasta áratugs á Íslandi hér inni. Það er ekki dómefndunum að kenna því það kom engin þannig mynd til dómnefndarinnar,“ sagði Golli í upphafi ræðu sinnar. Hann sagði ástæðuna vera einfalda en um leið skelfilega fyrir fjölmiðla á Íslandi, ömurlega fyrir samfélagið og hræðilega fyrir sögu og menningu þjóðarinnar. „Ástæðan er sú að yfirvaldinu, einum embættismanni á Reykjanesi fannst við hafa myndað nóg. Það vantaði bara ekkert upp á heimildaöflun, það væri komið gott, það væri engin ástæða til að við fengjum að fylgja hundruðum íbúa Grindavíkur inn í bæinn dagana sem þeir tæmdu húsin sín, dagana sem þeir yfirgáfu margir heimili sín í síðasta sinn,“ sagði Golli í ræðunni. „Embættisafglöp sem ekki mega endurtaka sig“ „Okkur var haldið frá einum stærsta fréttaviðburði síðustu áratuga með valdi. Ástæðan var ekki til að tryggja öryggi okkar, það voru hundruðir manns inni í bænum á sama tíma. Þetta voru bara duttlungar eins manns með ofurvald á svæðinu,“ sagði hann. „Þetta er skandall, þetta er hreinn skandall. Við getum ekki leyft þjóðfélag þar sem pirraður embættismaður segir fjölmiðlafólki að það sé búið að ná í nægar upplýsingar, finna nægar sögur, fá nægar frásagnir og smella nægum myndum en hefur um leið vald til að halda okkur frá því sem þarf til að nauðsynlega dókúmentera.“ Sagði Golli að með því að hlýða slíku yfirvaldi værum við að gera samfélagi okkar og framtíð óleik. „Það getur vel verið að margir Grindvíkingar hafi á þessum tíma verið pirraðir út í fjölmiðla og einhverjir hvatt lögreglustjórann til að halda okkur frá. En það er algjörlega á hreinu að sagan mun ekki dæma okkur fyrir að hafa myndað of margar myndir og nógu margar myndir af því sem þarna gekk á þessa örlagaríku daga,“ sagði Golli. „Þegar loks jörðin hættir að rísa, hraunið að renna og rykið fellur þá áttar þjóðin sig á því að þetta voru embættisafglöp sem ekki mega endurtaka sig.“ Loks sagði hann að Íslendingar skulduðu framtíðinni að geta sagt sögu samtímans á skilmerkilegan hátt án þess að notað væri til þess myndefni búið til af gervigreind. Nógu erfið væri baráttan við falsið og gervið. Fréttin hefur verið uppfærð. Upphaflega stóð að Kjartan hefði í ræðu sinni fjallað um takmarkanir á aðgengi fjölmiðla að Grindavík í nóvember 2023. Hann átti hins vegar við takmarkanir þremur mánuðum síðar í febrúar 2024.
Fjölmiðlar Lögreglan Eldgos og jarðhræringar Ljósmyndun Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Fleiri fréttir Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent