Innlent

Sundhnúkasprungan sögð hættu­legust fyrir Grinda­vík

Augu vísindamanna, almannavarna sem og almennings, ekki síst íbúa Suðurnesja, beinast núna að gígaröð og sprungu sem kennd eru við Sundhnúka norðaustan Grindavíkur. Frá því óvissustigi var lýst yfir fyrir hálfum mánuði hefur öll athyglin verið á svæðinu norðvestan við fjallið Þorbjörn og þar með Svartsengi og Bláa lóninu. Kastljósið færðist hins vegar í dag að Sundhnúkasvæðinu eftir að áköf skjálftahrina hófst þar í morgun, austan við fjallið Sýlingarfell.

Innlent

Auknar líkur á eld­gosi

Skýr merki koma nú fram á mælum Veðurstofu um myndun kvikugangs til yfirborðs. Enn eru mestar líkur á að kvika komi upp norðan vatnaskila við Sundhnúka og hraun muni því ekki renna til Grindavíkur í samræmi við hraunflæðilíkan sem keyrt var fyrr í kvöld.

Innlent

Tvær virkjanir HS Orku slógu út í skjálftunum

HS Orka missti út tvær virkjanir í jarðskjálftunum á Reykjanesskaga í dag. Báðar þeirra eru komnar í rekstur aftur en forstjóri HS Orku segir lítið hægt að gera annað en að bíða þar til hrinunni líkur. 

Innlent

Slökktu eld í Svarts­engi

Eldur kom upp í klæðningu á einni af byggingum HS Orku í kvöld. Þetta staðfestir Einar Jónsson slökkviliðsstjóri í Grindavík.

Innlent

Reikna frekar með dögum en klukku­stundum

Sérfræðingar Veðurstofunnar telja líklegra að nokkrir dagar líði frekar en klukkustundir áður en kvika nær til yfirborðs. Ef sprunga myndi myndast þar sem skjálftavirknin er hvað mest myndi hraun renna til suðausturs og vesturs en ekki í átt til Grindavíkur.

Innlent

Stöðugur straumur út úr Grinda­vík

Stöðug umferð hefur verið út úr Grindavík síðan stóru skjálftarnir byrjuðu að ríða yfir síðdegis. Hámarki var náð á sjötta tímanum og er umferð um Grindavíkurveg lokuð eftir að brotnaði upp úr malbiki.

Innlent

„Það er ekkert eld­gos að byrja“

Víðir Reynisson, yfirlögreglustjóri almannavarna segir eldgos ekki yfirvofandi þrátt fyrir snarpa skjálfta á Reykjanesi. Þrátt fyrir að Grindvíkingar hafi upplifað stanslausa skjálfta í þrjá klukkutíma sé engin ástæða til að yfirgefa bæinn.

Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Viðbúnaðarstig almannavarna var fært upp í hættustig nú síðdegis og skjálftavirkni á Reykjanesi jókst verulega upp úr miðjum degi. 

Innlent

Nauðgaði vin­konu sinni

Márcio José Caetano Vieira var í Landsrétti í dag dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir að nauðga kunningjakonu sinni fyrir fjórum árum. Landsréttur þyngdi dóminn um sex mánuði. Hann þarf að greiða konunni 1,8 milljónir króna í miskabætur. Márcio breytti framburði sínum verulega fyrir dómi og þótti ótrúverðugur í frásögn sinni.

Innlent

Reykjar­mökkur lík­lega ekki eld­gos

Ólíklegt er að reykur sem streymir úr hrauni við Litla-Hrút sé eldgos. Líklega sé um að ræða gas eða hita sem sé að losna úr nýlegu hrauni vegna jarðhræringanna sem hafa orðið í dag.

Innlent

„Þunn lína á milli þess að fræða og hræða“

Almannatengill segir þunna línu á milli þess að fræða fólk og hræða á óvissutímum sem þessum. Hann telur suma jarðvísindamenn hafa farið yfir þá línu síðustu daga. Misvísandi skilaboð geti valdið fólki miklu hugarangri og skapað upplýsingaóreiðu. 

Innlent

Annar stór skjálfti

Annar mikill jarðskjálfti fannst rétt sunnan við Sýlingarfell tuttugu mínútum eftir klukkan þrjú í dag. Samkvæmt fyrstu mælingum Veðurstofu er stærð hans 4,3.

Innlent

Sex­tíu prósent karl­manna hlynntir kvenna­verk­fallinu

Rúmlega 35 prósent kvenna sóttu samstöðufund Kvennaverkfallsins á Arnarhóli eða annars staðar á landinu. Mikill meirihluti landsmanna var hlynntur aðgerðunum. Sex af hverjum tíu körlum voru hlynntir aðgerðum en um fjórtán prósent þeirra andvígir.

Innlent