Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Tómas Arnar Þorláksson skrifar 28. febrúar 2025 15:07 Tómas Þór Þórðarsson, aðstoðarmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Mummi Lú/vilhelm Veður hefur áhrif á landsfund Sjálfstæðisflokksins, sem hófst í dag, eftir allt saman. Hópi frá Austurlandi seinkar vegna flugferða sem var aflýst í morgun og um þrettán manns frá Vestmannaeyjum hafa afboðað komu sína á fundinn þar sem vont verður í sjóinn á sunnudaginn. Þetta staðfestir Tómas Þór Þórðarson, aðstoðarmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, í samtali við Vísi. Eins og frægt er orðið var til umræðu í desember hvort fresta ætti landsfundi Sjálfstæðisflokksins og hafa hann nær sumri. Slæmt veðurfar í febrúar og mars var ein af ástæðunum sem voru nefndar á þeim tíma til stuðnings mögulegri frestun. „Veðrið er aðeins að stríða. Það er vesen með Egilsstaði. Það voru flugferðir felldar niður í morgun vegna veðurs. Það fólk er í brasi en það skilar sér þó það muni missa af setningunni og fyrsta deginum,“ segir Tómas í samtali við Vísi. Hann bætir við að um þrettán manns frá Vestmannaeyjum muni missa af fundinum. „Það var stór hópur af Eyjamönnum sem kom í gær og verða hér jafnvel eitthvað fram yfir helgi en það eru um þrettán manns sem eru búnir að afbóka sig því þau komast ekki heim á sunnudaginn vegna veðurs.“ Gular veðurviðvaranir voru gefnar út á Breiðafirði, Miðhálendi, Vestfjörðum og Ströndum og Norðurlandi vestra fyrir nóttina og morguninn í morgun. Fyrr í dag var talið að allir höfðu komist leiðar sinnar á fundinn. Eftir hádegi kom á daginn að svo væri ekki. „Það var rosalega íslensk umræða í annars langri röð í innganginum í morgun. Ef menn voru ekki að tala um Sjálfstæðisflokkinn eða kosninguna eða nefndirnar þá var það veðrið. Fólk var að tala um holt og heiðar og að veðrið hafi ekki verið gott en maður hefur ekki ennþá heyrt að einhver hafi ekki komist svo maður fagnar því,“ sagði Tómas fyrr í dag. Ljóst þykir að veðrið komi þó til með að hafa minniháttar áhrif á kosninguna sjálfa á sunnudaginn þegar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Guðrún Hafsteinsdóttir keppast um formannsembættið og Diljá Mist Einarsdóttir og Jens Garðar Helgason, þingmenn Sjálfstæðisflokksins, keppast um varaformannsembættið. Allir frá Austurlandi sem misstu af flugi sínu í morgun ættu að skila sér á fundinn í tæka tíð áður en atkvæði verða greidd á sunnudaginn. Óvíst er þó með þá þrettán frá Vestmannaeyjum sem hættu við för sína. Ólíklegt þykir að varamenn þeirra nái að leggja leið sína á fundinn. „Það verða varamenn kallaðir inn en veðrið mun hafa áhrif á þá líka.“ Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
Þetta staðfestir Tómas Þór Þórðarson, aðstoðarmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, í samtali við Vísi. Eins og frægt er orðið var til umræðu í desember hvort fresta ætti landsfundi Sjálfstæðisflokksins og hafa hann nær sumri. Slæmt veðurfar í febrúar og mars var ein af ástæðunum sem voru nefndar á þeim tíma til stuðnings mögulegri frestun. „Veðrið er aðeins að stríða. Það er vesen með Egilsstaði. Það voru flugferðir felldar niður í morgun vegna veðurs. Það fólk er í brasi en það skilar sér þó það muni missa af setningunni og fyrsta deginum,“ segir Tómas í samtali við Vísi. Hann bætir við að um þrettán manns frá Vestmannaeyjum muni missa af fundinum. „Það var stór hópur af Eyjamönnum sem kom í gær og verða hér jafnvel eitthvað fram yfir helgi en það eru um þrettán manns sem eru búnir að afbóka sig því þau komast ekki heim á sunnudaginn vegna veðurs.“ Gular veðurviðvaranir voru gefnar út á Breiðafirði, Miðhálendi, Vestfjörðum og Ströndum og Norðurlandi vestra fyrir nóttina og morguninn í morgun. Fyrr í dag var talið að allir höfðu komist leiðar sinnar á fundinn. Eftir hádegi kom á daginn að svo væri ekki. „Það var rosalega íslensk umræða í annars langri röð í innganginum í morgun. Ef menn voru ekki að tala um Sjálfstæðisflokkinn eða kosninguna eða nefndirnar þá var það veðrið. Fólk var að tala um holt og heiðar og að veðrið hafi ekki verið gott en maður hefur ekki ennþá heyrt að einhver hafi ekki komist svo maður fagnar því,“ sagði Tómas fyrr í dag. Ljóst þykir að veðrið komi þó til með að hafa minniháttar áhrif á kosninguna sjálfa á sunnudaginn þegar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Guðrún Hafsteinsdóttir keppast um formannsembættið og Diljá Mist Einarsdóttir og Jens Garðar Helgason, þingmenn Sjálfstæðisflokksins, keppast um varaformannsembættið. Allir frá Austurlandi sem misstu af flugi sínu í morgun ættu að skila sér á fundinn í tæka tíð áður en atkvæði verða greidd á sunnudaginn. Óvíst er þó með þá þrettán frá Vestmannaeyjum sem hættu við för sína. Ólíklegt þykir að varamenn þeirra nái að leggja leið sína á fundinn. „Það verða varamenn kallaðir inn en veðrið mun hafa áhrif á þá líka.“
Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira