Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Jón Þór Stefánsson og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 28. febrúar 2025 11:46 Myndin er úr safni. Getty Einn Íslendingur var handtekinn í aðgerðum Europol vegna rannsóknar á hópi manna sem er sagður hafa átt þátt í dreifingu á barnaníðsefni sem var búið til af gervigreind. Þessi aðgerð Europol, sem er kölluð Cumberland-aðgerðin, náðu til nítján landa um allan heim og leiddu til að 25 voru handteknir, meðal annars á Íslandi. Handtökurnar áttu sér flestar stað í fyrradag, 26 febrúar. Þá er búist við því að fleiri verði handteknir á næstu dögum. „Við fórum í húsleit og handtöku og svo í skýrslutöku, og tókum muni af vettvangi,“ segir Bylgja Hrönn Baldursdóttir, hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar, í samtali við fréttastofu. Hún segir að lagt hafi verið hald á tölvur og tölvutengda muni. Ekki var farið fram á gæsluvarðhald yfir manninum. Veistu meira um málið? Sendu okkur ábendingu á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið. Er þetta fyrsta verkefnið af þessu tagi sem kemur inn á ykkar borð? „Ég get ekki sagt að þetta sé fyrsta málið. Við höfum séð í myndskoðun efni sem er gert með gervigreind. En þetta er fyrsta af þessari stærðargráðu. En við höfum rekist á svona myndefni áður, nýlega.“ Er þetta raunverulegt efni? „Þetta er gríðarlega raunverulegt. það getur verið erfitt að meta hvort þetta er alvöru eður ei,“ segir Bylgja. Það er mat lögreglunnar að íslenska löggjöfin nái utan um gervigreindarmyndað barnaníðsefni. Grunaður höfuðpaur danskur Í tilkynningu frá Europol segir að búið sé að bera kennsl á 273 sakborninga. Þá hafi 33 húsleitir farið fram og 173 munir haldlagðir. Grunaður höfuðpaur er Dani, en fram kemur að danska lögreglan sé búin að vera leiðandi í málinu. Daninn er sagður hafa haldið úti vettvangi á netinu þar sem hann deildi gervigreindarefninu sem hann sjálfur framleiddi. Aðrir sakborningar hafi greitt málamyndagreiðslu og fengið lykilorð að vettvanginum þar sem þeir gátu séð börn búin til af gervigreind vera misnotuð. Málið er sagt hafa verið afskaplega flókið í rannsókn. Það mun hafa verið vegna þess að regluverk varðandi gervigreindarmyndað barnaníðsefni sé ábótavant. Lögregluyfirvöld í Ástralíu, Austurríki, Belgíu, Bosníu og Herzegóviníu, Tékklandi, Danmörku, Finlandi, Frakklandi, Þýskalandi, Ungverjalandi, Hollandi, Nýja Sjálandi, Noregi, Póllandi, Spáni, Svíþjóð, Sviss og Bretlandi, tóku þátt ásamt Íslandi. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur sent frá sér tilkynningu vegna málsins, en hún er svohljóðandi: Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og embætti ríkislögreglustjóra tóku þátt í alþjóðlegri lögregluaðgerð á dögunum, en hún snéri að barnaníðsefni sem var búið til með gervigreind. Aðgerðin gekk undir nafninu Cumberland, en hana leiddu dönsk lögregluyfirvöld. Meintur höfuðpaur í málinu er danskur ríkisborgari, sem var handtekinn í lok síðasta árs. Hann er sagður hafa búið til barnaníðsefni og notað til þess gervigreind og síðan selt aðgang að efninu á netinu. Tuttugu og fimm voru handteknir í aðgerðunum, langflestir í fyrradag. Einn þeirra var handtekinn hér á landi og framkvæmd var húsleit í híbýlum hans. Þar var lagt hald á búnað sem er nú til rannsóknar hjá lögreglu. Um var að ræða samræmdar aðgerðir með fulltingi Europol í sautján Evrópulöndum, auk Ástralíu og Nýja-Sjálands. Fréttin hefur verið uppfærð. Lögreglumál Gervigreind Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
Þessi aðgerð Europol, sem er kölluð Cumberland-aðgerðin, náðu til nítján landa um allan heim og leiddu til að 25 voru handteknir, meðal annars á Íslandi. Handtökurnar áttu sér flestar stað í fyrradag, 26 febrúar. Þá er búist við því að fleiri verði handteknir á næstu dögum. „Við fórum í húsleit og handtöku og svo í skýrslutöku, og tókum muni af vettvangi,“ segir Bylgja Hrönn Baldursdóttir, hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar, í samtali við fréttastofu. Hún segir að lagt hafi verið hald á tölvur og tölvutengda muni. Ekki var farið fram á gæsluvarðhald yfir manninum. Veistu meira um málið? Sendu okkur ábendingu á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið. Er þetta fyrsta verkefnið af þessu tagi sem kemur inn á ykkar borð? „Ég get ekki sagt að þetta sé fyrsta málið. Við höfum séð í myndskoðun efni sem er gert með gervigreind. En þetta er fyrsta af þessari stærðargráðu. En við höfum rekist á svona myndefni áður, nýlega.“ Er þetta raunverulegt efni? „Þetta er gríðarlega raunverulegt. það getur verið erfitt að meta hvort þetta er alvöru eður ei,“ segir Bylgja. Það er mat lögreglunnar að íslenska löggjöfin nái utan um gervigreindarmyndað barnaníðsefni. Grunaður höfuðpaur danskur Í tilkynningu frá Europol segir að búið sé að bera kennsl á 273 sakborninga. Þá hafi 33 húsleitir farið fram og 173 munir haldlagðir. Grunaður höfuðpaur er Dani, en fram kemur að danska lögreglan sé búin að vera leiðandi í málinu. Daninn er sagður hafa haldið úti vettvangi á netinu þar sem hann deildi gervigreindarefninu sem hann sjálfur framleiddi. Aðrir sakborningar hafi greitt málamyndagreiðslu og fengið lykilorð að vettvanginum þar sem þeir gátu séð börn búin til af gervigreind vera misnotuð. Málið er sagt hafa verið afskaplega flókið í rannsókn. Það mun hafa verið vegna þess að regluverk varðandi gervigreindarmyndað barnaníðsefni sé ábótavant. Lögregluyfirvöld í Ástralíu, Austurríki, Belgíu, Bosníu og Herzegóviníu, Tékklandi, Danmörku, Finlandi, Frakklandi, Þýskalandi, Ungverjalandi, Hollandi, Nýja Sjálandi, Noregi, Póllandi, Spáni, Svíþjóð, Sviss og Bretlandi, tóku þátt ásamt Íslandi. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur sent frá sér tilkynningu vegna málsins, en hún er svohljóðandi: Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og embætti ríkislögreglustjóra tóku þátt í alþjóðlegri lögregluaðgerð á dögunum, en hún snéri að barnaníðsefni sem var búið til með gervigreind. Aðgerðin gekk undir nafninu Cumberland, en hana leiddu dönsk lögregluyfirvöld. Meintur höfuðpaur í málinu er danskur ríkisborgari, sem var handtekinn í lok síðasta árs. Hann er sagður hafa búið til barnaníðsefni og notað til þess gervigreind og síðan selt aðgang að efninu á netinu. Tuttugu og fimm voru handteknir í aðgerðunum, langflestir í fyrradag. Einn þeirra var handtekinn hér á landi og framkvæmd var húsleit í híbýlum hans. Þar var lagt hald á búnað sem er nú til rannsóknar hjá lögreglu. Um var að ræða samræmdar aðgerðir með fulltingi Europol í sautján Evrópulöndum, auk Ástralíu og Nýja-Sjálands. Fréttin hefur verið uppfærð.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og embætti ríkislögreglustjóra tóku þátt í alþjóðlegri lögregluaðgerð á dögunum, en hún snéri að barnaníðsefni sem var búið til með gervigreind. Aðgerðin gekk undir nafninu Cumberland, en hana leiddu dönsk lögregluyfirvöld. Meintur höfuðpaur í málinu er danskur ríkisborgari, sem var handtekinn í lok síðasta árs. Hann er sagður hafa búið til barnaníðsefni og notað til þess gervigreind og síðan selt aðgang að efninu á netinu. Tuttugu og fimm voru handteknir í aðgerðunum, langflestir í fyrradag. Einn þeirra var handtekinn hér á landi og framkvæmd var húsleit í híbýlum hans. Þar var lagt hald á búnað sem er nú til rannsóknar hjá lögreglu. Um var að ræða samræmdar aðgerðir með fulltingi Europol í sautján Evrópulöndum, auk Ástralíu og Nýja-Sjálands.
Lögreglumál Gervigreind Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira