Innlent

Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, varaformaður Vinstri grænna, fór hörðum orðum um Jóhann Pál Jóhannsson umhverfisráðherra í setningarræðu flokksráðsfundar Vinstri grænna í dag og sagði hann ganga á náttúru Íslands í nafni fjárhagslegra hagsmuna.

Innlent

Boðar sumar­veður inn í septem­ber

Blíðviðri er í kortunum á suðvesturhluta landsins. Búist er við miklu sólskini í dag og á morgun, þótt einhverjar síðdegisskúrir gætu látið á sér kræla. Veðurfræðingur segir spána afar hagstæða á höfuðborgarsvæðinu, og á Suður- og Vesturlandi.

Innlent

Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga er­lendum fánum

Reykjavíkurborg mun endurskoða fánareglur sínar meðal annars til að gera það auðveldara að „sýna þjóðum stuðning“. Sjálfstæðismenn í borginni vilja frekar að glænýr „friðarfáni Reykjavíkur“ sé hannaður svo ekki þurfi að flagga erlendum þjóðfánum við húsið. Auk þess vilja þeir að íslenskum fána sé flaggað við ráðhúsið nær alla daga.

Innlent

„Dökk að utan en mjólkur­hvít að innan“

Ung íslensk kona af tógóskum uppruna telur almenning ekki átta sig á þeim fordómum sem hörundsdökkt fólk upplifir á Íslandi. Jafnvel þó hún hafi alltaf upplifað sig sem Íslending segist hún stöðugt vera minnt á hvað hún sé „öðruvísi“.

Innlent

Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi

Sjálfstæðisflokkurinn skipti um þingflokksformann í dag. Formaður flokksins segir breytinguna ekki tengjast ólíkum fylkingum innan flokksins. Nýi þingflokksformaðurinn telur að þjóðin sé orðin þreytt á málþófi.

Innlent

Skorar á verk­taka að lækka íbúða­verð

Húsnæðismálaráðherra boðar breytingar á greiðslumati til að auðvelda fólki að eignast húsnæði. Þá stefnir hún á að einfalda regluverk í kringum íbúðauppbyggingu og skorar á verktaka að lækka verð á óseldum íbúðum.

Innlent

Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í dag tilkynning um kött sem var fastur inni í bíl á Seltjarnarnesi. Lögregla gaf kettinum harðfisk til að róa hann niður svo auðveldara væri að fjarlægja hann úr bifreiðinni.

Innlent

Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu

Lögreglan í Búlgaríu leitar að Ólafi Austmann Þorbjörnssyni sem sást síðast fyrir tæplega tveimur vikum. Aðstandendur hafa ekki heyrt frá honum síðan 18. ágúst og systir hans biðlar til fólks að hafa samband ef það veit meira.

Innlent

Fjallað um Skjöld Ís­lands í for­síðu­grein stórblaðs

Skjöldur Íslands hefur vakið athygli stórblaða úti í heimi. Í dag birti Guardian forsíðufrétt þar sem fjallað er um samtökin og „systursamtök“ þeirra víða um Evrópu. Yfirlýstir hollvinir þjóðlegra gilda og verndarar kvenna sem vilja taka lögin í eigin hendur fylkja um götur borga um alla álfuna en Skildirnir svokölluðu virðast hafa vakið sérstaka athygli.

Innlent

„Erfið stund en mikil­væg“

Prestur segir röð áfalla á Austurlandi síðasta rúma árið hafa mikil áhrif á samfélagið þar. Mikilvægt sé að svara ákalli fjölskyldu konu sem féll fyrir eigin hendi, um úrbætur í geðheilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni svo fleiri fjölskyldur þurfi ekki að upplifa slíkan harmleik. 

Innlent

Þor­gerður á ó­form­legum fundi ESB

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra, sat óformlegan fund utanríkisráðherra Evrópusambandsins í Kaupmannahöfn í dag. Þar var til umræðu innrás Rússlands í Úkraínu og það hvernig hægt væri að herða refsiaðgerðir gegn Rússum og grípa mögulega til aðgerða gegn skuggaflota Rússlands.

Innlent

Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði sak­sóknara og PPP

Starfsmaður Héraðssaksóknara sem er með stöðu sakbornings í PPP málinu svokallaða, vann um árabil á sama tíma fyrir bæði Sérstakan saksóknara og svo Héraðssaksóknara og PPP. Hann er tölvusérfræðingur, heitir Heiðar Þór Guðnason, og vinnur enn hjá Héraðssaksóknara.

Innlent

Leggja til breytingar á gatna­mótum í kjöl­far bana­slyss

Umhverfis- og skipulagssvið og skrifstofa samgangna og borgarhönnunar leggur til að þar til ljósastýringu verður komið upp á gatnamótum Lækjargötu og Vonarstrætis verði settar upp þrengingar og gatnamótunum breytt þannig að fléttun akreina gerist fyrr. Banaslys varð á gatnamótunum fyrir tveimur árum þegar ökumaður sendibíls lést í kjölfar áreksturs við lyftara.

Innlent