Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 23. nóvember 2025 19:02 Alma Ýr Ingólfsdóttir formaður Öryrkjabandalagsins Ríflega helmingur allra sveitarfélaga á landinu hefur enga stefnu í málefnum fatlaðs fólks samkvæmt nýrri úttekt. Þetta er fjórða opinbera rannsóknin á þessu ári sem sýnir alvarlega stöðu í málaflokknum. Formaður Öryrkjabandalagsins segir brýnt að yfirvöld bregðist við sláandi stöðu fatlaðra. Í enn einni úttekt Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála (GEV) í málefnum fatlaðra koma fram verulegar brotalamir. Þar kemur fram að engin stefna er í málaflokknum hjá meira en helmingi sveitarfélaga. Svipað hlutfall hefur hvorki fræðsluáætlun fyrir starfsfólk né viðbragðsáætlun komi upp grunur um ofbeldi gagnvart notendum þjónustu. Þá hefur þriðjungur ekkert viðmið um hámarksfjölda í hverjum íbúðakjarna. GEV brýnir sveitarfélög til að gera úrbætur. Fjórða úttektin um slæma stöðu Þetta er fjórða úttektin á þessu ári um bága stöðu málaflokksins. Í febrúar benti ríkisendurskoðun á að ráðast þurfi í margvíslegar úrbætur varðandi þjónustu við fatlað fólk. Í mars skilaði GEV tveimur skýrslum, önnur fjallaði um nauðsyn úrbóta í akstursþjónustu og hin um vankanta í stoð -og stuðningsþjónustu fatlaðra. Formaður Þroskahjálpar sagði þetta óásættanlega stöðu í hádegisfréttum Bylgjunnar. Alma Ýr Ingólfsdóttir formaður Öryrkjabandalagsins er á sama máli. „Þetta eru sláandi niðurstöður en því miður kemur þetta ekki á óvart og það er svolítið sorgleg staðreynd. Þegar hver frumkvæðisathugunin á fætur annarri sýnir þessa niðurstöðu þá erum við ekki á góðri leið,“ segir Alma. „Býður hættunni heim“ Skortur á fagmennsku í málaflokknum bjóði hættunni heim. „Maður óttast þegar það eru ekki verklagsreglur hjá sveitarfélögum að þar þrífist eitthvað slæmt og það er ekki gott,“ segir hún. Ríkið og sveitarfélög hafa tekist á um fjármagn til málaflokksins síðustu ár, án árangurs. Þetta ástand er engum hollt og býður hættunni heim og mín brýning er að nú verða stjórnvöld þá ríki og sveitarfélög að tala saman,“ segir hún að lokum. Málefni fatlaðs fólks Sveitarstjórnarmál Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Fleiri fréttir Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Sjá meira
Í enn einni úttekt Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála (GEV) í málefnum fatlaðra koma fram verulegar brotalamir. Þar kemur fram að engin stefna er í málaflokknum hjá meira en helmingi sveitarfélaga. Svipað hlutfall hefur hvorki fræðsluáætlun fyrir starfsfólk né viðbragðsáætlun komi upp grunur um ofbeldi gagnvart notendum þjónustu. Þá hefur þriðjungur ekkert viðmið um hámarksfjölda í hverjum íbúðakjarna. GEV brýnir sveitarfélög til að gera úrbætur. Fjórða úttektin um slæma stöðu Þetta er fjórða úttektin á þessu ári um bága stöðu málaflokksins. Í febrúar benti ríkisendurskoðun á að ráðast þurfi í margvíslegar úrbætur varðandi þjónustu við fatlað fólk. Í mars skilaði GEV tveimur skýrslum, önnur fjallaði um nauðsyn úrbóta í akstursþjónustu og hin um vankanta í stoð -og stuðningsþjónustu fatlaðra. Formaður Þroskahjálpar sagði þetta óásættanlega stöðu í hádegisfréttum Bylgjunnar. Alma Ýr Ingólfsdóttir formaður Öryrkjabandalagsins er á sama máli. „Þetta eru sláandi niðurstöður en því miður kemur þetta ekki á óvart og það er svolítið sorgleg staðreynd. Þegar hver frumkvæðisathugunin á fætur annarri sýnir þessa niðurstöðu þá erum við ekki á góðri leið,“ segir Alma. „Býður hættunni heim“ Skortur á fagmennsku í málaflokknum bjóði hættunni heim. „Maður óttast þegar það eru ekki verklagsreglur hjá sveitarfélögum að þar þrífist eitthvað slæmt og það er ekki gott,“ segir hún. Ríkið og sveitarfélög hafa tekist á um fjármagn til málaflokksins síðustu ár, án árangurs. Þetta ástand er engum hollt og býður hættunni heim og mín brýning er að nú verða stjórnvöld þá ríki og sveitarfélög að tala saman,“ segir hún að lokum.
Málefni fatlaðs fólks Sveitarstjórnarmál Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Fleiri fréttir Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Sjá meira