Golf

Donald tryggði sér 100 milljónir kr. með öruggum sigri í Skotlandi

Luke Donald sigraði með nokkrum yfirburðum á opna skoska meistaramótinu í golfi á Evrópumótaröðinni sem lauk í dag. Enski kylfingurinn hefur nú sigrað á þremur atvinnumótum á þessu ári en hann er í efsta sæti heimslistans og til alls líklegur á opna breska meistaramótinu sem hefst á fimmtudaginn. Donald lék samtals á -19 en hann lék lokahringinn á 63 höggum, eða -9, og gerði engin mistök.

Golf

Golflandsliðin töpuðu bæði gegn Ítalíu

Íslensku landsliðin í golfi töpuðu viðureignum sínum á EM áhugamanna í golfi í gær. Íslenska kvennalandsliðið sem spilar í Austurríki beið lægri hlut gegn Ítalíu, 2:3. Signý Arnórsdóttir og Valdís Þóra Jónsdóttir unnu sína leiki í tvímenningi.

Golf

EM í golfi: Ísland þarf að vinna Ítalíu

Íslenska karlalandsliðið í golfi þarf að vinna Ítalíu í dag til þess að halda keppnisrétti sínum á næsta Evrópumeistaramóti áhugamanna. Ísland tapaði í gær, 4-1, gegn Norðmönnum í B-riðli keppninnar en í þeim riðli leika þjóðirnar sem enduðu í 9.-16. sæti eftir höggleikinn á mótinu sem fram fer í Portúgal.

Golf

Læknir Tiger Woods játar sök í lyfjahneykslismáli

Kanadíski læknirnir Anthony Galea hefur játað að hafa smyglað ólöglegum lyfjum til Bandaríkjanna. Galea sem starfar í Toronto í Kanada hefur haft íþróttamenn á borð við Tiger Woods og hafnarboltastjörnuna Alex Rodriguez á sínum snærum.

Golf

Guðmundur og Ólafur í 4. sæti á EM - Ísland mætir Noregi í dag

Íslenska karlalandsliðið í golfi mætir Norðmönnum í dag í fyrstu umferð í B-riðli á Evrópumeistaramóti áhugakylfinga sem fram fer í Portúgal. Íslendingar enduðu í 10. sæti eftir höggleikinn sem fram fór fyrstu tvo keppnisdagana. Samtals lék íslenska liðið á 2 höggum undir pari en Guðmundur Ágúst Kristjánsson úr GR fór á kostum í gær þegar hann lék á 5 höggum undir pari eða 67 höggum. Guðmundur og Ólafur Björn Loftsson deildu fjórða sætinu í einstaklingskeppninni á samtals -6 höggum undir pari.

Golf

Íslenska kvennaliðið í B-riðil

Íslenska kvennalandsliðið í golfi hafnaði í 14. sæti á Evrópumóti landsliða en mótið fer fram í Austurríki. Liðið fer því í B-riðil.

Golf

Ólafur Björn lék frábært golf á EM - Ísland í góðri stöðu

Ólafur Björn Loftsson lék frábært golf á fyrsta keppnisdegi Evrópumeistaramóts áhugamanna sem fram fer í Portúgal. Ólafur lék á 66 höggum eða 6 höggum undir pari og er hann í þriðja sæti í einstaklingskeppninni. Íslenska landsliðið er í 9. sæti af alls 20 þjóðum sem taka þátt á 4 höggum undir pari samtals.

Golf

Konurnar byrjuðu illa á EM í Austurríki

Íslenska kvennalandsliðið í golf lék ekki vel á fyrsta keppnisdeginum á Evrópumeistaramóti áhugakylfinga sem fram fer í Austurríki. Fimm bestu skorin af alls sex gilda í höggleiknum fyrstu tvo keppnisdagana og er Ísland í 17. sæti af allls 20 liðum. Samtals er Ísland á +17 höggum yfir pari en Danir eru í sérflokki í efsta sæti á -15.

Golf

Tiger Woods verður ekki með á opna breska

Tiger Woods hefur ákveðið að taka ekki þátt á opna breska meistaramótinu í golfi sem fram fer á Royal St. George's vellinum í næstu viku. Bandaríski kylfingurinn hefur ekkert keppt að undanförnu vegna meiðsla og í dag gaf hann það út að hann yrði ekki með á stórmótinu.

Golf

Rory McIlroy er með frábært æfingasvæði í bakgarðinum

Norður –Írinn Rory McIlroy hefur vakið gríðarlega athygli frá því hann sigraði á opna bandaríska meistaramótinu í golfi á dögunum. Hinn 22 ára gamli kylfingur veit vart aura sinna tal eftir velgengnina undanfarin ár og hann hefur látið útbúa magnað æfingasvæði í bakgarðinum á heimili sínu.

Golf

Kvennalandsliðið í golfi hefur keppni á EM í Austurríki

Íslenska kvennalandsliðið í golfi hefur leik á morgun á EM sem fram fer í Austurríki. Alls hafa 20 þjóðir keppnisrétt á þessu móti og fyrstu tvo keppnisdagana er keppt í höggleik. Að því loknum er þjóðunum skipt í þrjá riðla eftir skori – og holukeppni ræður úrslitum um lokastöðuna á síðustu tveimur keppnisdögunum.

Golf

Golfskóli Birgis Leifs: Takturinn er mikilvægur

Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur og Íslandsmeistari í golfi, fer hér yfir hve mikilvægt það er að vera með góðan takt í golfsveiflunni. Birgir sýnir æfingar sem flestir kylfingar geta nýtt sér en þær eru úr þáttunum Golfskóli Birgis Leifs sem sýndir eru á Stöð 2 sport.

Golf

Golfíþróttin þarf á Tiger að halda - aðsóknin hrundi á AT&T

Það er alveg ljóst að golfíþróttin þarf á Tiger Woods að halda en hann hefur verið fjarverandi að undanförnu vegna meiðsla. Woods var ekki með á AT&T meistaramótinu sem lauk á sunnudaginn en hann vann það mót árið 2009. Í ár vantaði um 40.000 áhorfendur á mótið miðað við í fyrra og er fækkunin um 22%.

Golf

Birgir Leifur úr leik í Svíþjóð

Birgir Leifur Hafþórsson, Íslandsmeistari í golfi karla, er úr leik að loknum niðurskurði á áskorendamótaröðinni sem fram fer í Svíþjóð. Birgir leifur lék annan hringinn á sex höggum yfir pari.

Golf

Birgir lék á 73 höggum á fyrsta keppnisdegi í Svíþjóð

Birgir Leifur Hafþórsson, Íslandsmeistari í golfi karla, lék á einu höggi yfir pari á fyrsta keppnisdegi á áskorendamótaröðinni sem fram fer í Svíþjóð. Birgir lék á 73 höggum en hann hóf leik á 10. braut og fékk fugl á 12. sem var þriðja hola dagsins.

Golf

Fær draumahöggið á par 4 holu ekki viðurkennt

Kylfingurinn Ragnar Davíð Riordan, klúbbmeistari Golfklúbbs Vatnsleysustrandar, getur sagt afkomendum sínum góða sögu af eftirminnilegu golfhöggi sem hann sló á 6. braut á Garðavelli á Akranesi síðastliðinn laugardag.

Golf

Tinna vann upp forskot Valdísar á lokadeginum

Tinna Jóhannsdóttir úr Keili vann upp sex högga forskot Valdísar Þóru Jónsdóttur úr Leyni á lokakeppnisdegi Eimskipsmótaraðarinnar í golfi. Tinna lék Hvaleyraholtsvöllinn á 70 höggum eða -1 í dag og var samtals á 7 höggum yfir pari eftir þrjá hringi. Valdís Þóra varð önnur á +8 og Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr GK varð þriðja á +9.

Golf

Haraldur Franklín sigraði Guðmund í bráðabana

Mikil spenna var á lokadegi Eimskipsmótaraðarinnar á Hvaleyrarvelli í Hafnarfirði í dag þar sem að úrslit réðust í karlaflokki í bráðbana. Haraldur Franklín Magnús úr GR tryggði sér sigur í bráðabana gegn Guðmundi Ágústi Kristjánssyni sem er einnig úr GR.

Golf

Valdís Þóra með örugga forystu

Valdís Þóra Jónsdóttir jók forystu sína á öðrum keppnisdegi þriðja stigamóts ársins í Eimskipsmótaröðinni. Mótið fer fram á Hvaleyrarvelli í Hafnarfirði.

Golf

Andri Már og Valdís Þóra leiða

Þriðja stigamót ársins á Eimskipsmótaröðinni í golfi hófst í gær á Hvaleyrarvelli í Hafnarfirði. Ungir kylfingar gáfu tóninn í karlaflokknum þar sem að Andri Már Óskarsson úr GHR á Hellu lék best allra á 68 höggum eða 3 höggum undir pari.

Golf

Enn bið eftir Tiger

Það gengur illa hjá kylfingnum Tiger Woods að koma sér í form og hann hefur nú neyðst til þess að draga sig úr AT&T-mótinu í næstu viku vegna meiðsla.

Golf

Stenson braut 7-járnið í bræðiskasti, myndband

Henrik Stenson var allt annað en ánægður með eitt högg hjá sér á lokadegi opna bandaríska meistaramótsins á sunnudaginn. Sænski kylfingurinn tók 7-járnið og braut járnskaftið á því en hann skar sig nokkuð illa á fingri við þær æfingar.

Golf

Golfskóli Birgis Leifs: Stöðugleiki í púttunum

Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur og Íslandsmeistari í golfi, fer hér yfir jafnvægi í púttum og hvernig hægt er að þjálfa upp gott jafnvægi. Gauti Grétarsson sjúkraþjálfari fer yfir æfingar með Birgi en farið er yfir þessi atriði í þáttunum Golfskóli Birgis Leifs sem sýndir eru á Stöð 2 sport.

Golf