Golf

Þetta verður golfsýning

Við stefnum á að halda flottasta Íslandsmót sem haldið hefur verið. Það er því mikil spenna í loftinu,“ segir Margeir Vilhjálmsson, mótsstjóri Íslandsmótsins í höggleik sem hefst í dag. Mótið fer fram á Grafarholtsvelli og fyrstu kylfingarnir verða ræstir út kl. 8 í dag en leiknar verða 72 holur á fjórum dögum og Íslandsmeistarar í karla- og kvennaflokki svo krýndir á sunnudag.

Golf

GPS vinsælt á golfvellinum

Farsímar með innbyggðu GPS hafa verið mjög vinsælir á golfvöllum í sumar en hægt er að hlaða niður forriti með mörgum golfvöllum Íslands í símann.

Golf

Örvar og Eygló unnu Berserkinn 2009

Í kvöld fór fram keppnin „Berserkur“ þar sem högglengstu kylfingar landsins í karla -og kvennaflokki öttu kappi. Í karlaflokki fór Örvar Samúelsson úr GA með sigur af hólmi en Eygló Myrra Óskarsdóttir úr GO vann í kvennaflokki.

Golf

Spánverjinn Miguel Angel Jimenez efstur eftir fyrsta daginn

Spánverjinn Miguel Angel Jimenez lék manna best á fyrsta degi 138. opna breska meistaramótsins í golfi sem stendur nú yfir á Turnberry-golfvellinum í Skotlandi. Jimenez lék fyrstu 18 holurnar á 64 höggum eða einu höggi betur en þeir Tom Watson, Ben Curtis og Kenichi Kuboya.

Golf

Hver er sá högglengsti á Íslandi í dag?

Íslandsmótið í höggleik fer að þessu sinni fram á Grafarholtsvelli í Reykjavík 23.-26. júlí og er undirbúningur mótsins í fullum gangi. Við þetta tilefni ætla mótshaldarar að finna út hver sé högglengsti kylfingur Íslands 2009.

Golf

Tiger og Westwood saman

Ljóst er að flest augu munu beinast að þeim Tiger Woods og Lee Westwood fyrstu tvo keppnisdagana á Opna breska meistaramótinu. Þeir munu leika saman þá daga en mótið hefst á fimmtudag.

Golf

Tiger fagnaði sigri

Tiger Woods fagnaði sigri á PGA National-mótinu sem fór fram í Maryland í Bandaríkjunum í gær. Þetta var hans 68. sigur á ferlinum á PGA-mótaröðinni og hans þriðji í ár.

Golf

Woods og Kim deila toppsætinu

Þeir Tiger Woods og Anthony Kim eru efstir og jafnir fyrir lokahringinn á AT&T-National golfmótinu á Congressional vellinum. Báðir eru á tíu höggum undir pari.

Golf

Tiger í forystu á AT&T

Tiger Woods situr í toppsæti AT&T National golfmótsins á Congressional vellinum. Hann lék annan hringinn á 66 höggum eða fjórum höggum undir pari og er a samtals tíu höggum undir pari eftir tvo hringi.

Golf

Signý og Einar unnu

Þriðja stigamót Golfsambandsins fór fram um helgina á Urriðavelli. Vallarmet féllu af bláum og hvítum teigum um helgina. Vallarmet sem Signý Arnórsdóttir GK setti gær stóð ekki lengi því Eygló Myrra Óskarsdóttir GO, lék á 69 höggum í dag og bætti þar með vallarmet Signýar um 1 högg.

Golf

Vallarmet á Urriðavelli

Einar Haukur Óskarsson, Golfklúbbi Bakkakots, setti vallarmet á Urriðavelli á þriðja stigamóti Íslensku mótaraðarinnar í dag. Hann fékk einn skolla og sex fugla og lék á 65 höggum. Hlynur Geir Hjartarson úr GK átti vallarmetið sem var 67 högg.

Golf

Glover: Ætti að geta spilað svona í hverri viku

Bandaríkjamaðurinn Lucas Glover náði að standa af sér áhlaup frá reynsluboltunum Phil Mickelson og David Duval á lokahringnum á Opna-bandaríska meistaramótinu á Bethpage Black-vellinum og vann frækinn sigur í dag.

Golf

Lucas Glover vann á Opna-bandaríska meistaramótinu

Bandaríkjamaðurinn Lucas Glover fór með sigur af hólmi á Opna-bandaríska meistaramótinu í golfi sem lauk í dag en hann kláraði lokahringinn á 73 höggum og samanlagt á fjórum höggum undir pari Bethpage Black-vallarins. Phil Mickelson, David Duval og Ricky Barnes voru jafnir í öðru sæti á tveimur höggum undir pari.

Golf

Barnes enn með forystu

Ricky Barnes er enn með forystu á opna bandaríska meistaramótinu í golfi eftir að keppendur kláruðu þriðja hringinn sinn í kvöld.

Golf

Slæmur dagur hjá Birgi Leif

Birgir Leifur Hafþórsson náði sér illa á strik á lokakeppnisdegi móts í Frakklandi sem er hluti af Evrópumótaröðinni í golfi.

Golf

Fínn hringur hjá Birgi Leif

Birgir Leifur Hafþórsson lék í dag á einu höggi undir pari á móti í Frakklandi sem er hluti af Evrópumótaröðinni í golfi.

Golf

Leik hætt á Opna bandaríska

Hætta varð keppni snemma eftir miklar rigningar á Bethpage Black-vellinum á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi í nótt.

Golf

Chelsea jafnar tilboð Liverpool í Johnson

Portsmouth hefur nú samþykkt tilboð Chelsea í bakvörðinn Glen Johnson upp á 17,5 milljónir punda. Félagið var þegar búið að taka jafn háu boði Liverpool í kappann og allt útlit fyrir að Johnson væri á leið þangað.

Golf

Fjölskylduhátíð hjá Golfklúbbi Reykjavíkur

Golfklúbbur Reykjavíkur, GR, blæs til mikillar fjölskylduhátíðar í Grafarholtinu á laugardag í tilefni af 75 ára afmæli klúbbsins. Hátíðin byrjar klukkan 11 um morguninn og lýkur klukkan 16.00.

Golf

Birgir Leifur slakur

Kylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson er ekki beint að kveikja í Evrópumótaröðinni þessa dagana en hann átti afar dapran dag aftur í dag og er á meðal neðstu manna á Saint-Omer Open.

Golf