Íslenski boltinn

„Er hrika­lega stoltur af leik­mönnum liðsins “

„Ég vil óska Valskonum til hamingju með Íslands- og bikarmeistaratitilinn, þær eru vel að þessu komnar,“ sagði Alexander Aron Davorsson, þjálfari Aftureldingar, eftir leik dagsins þar sem Valur tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í knattspyrnu en Afturelding féll úr Bestu deildinni.

Íslenski boltinn

Ís­lands­meistarinn Þór­dís Hrönn: „Alveg sama hvort ég skori eða leggi upp svo lengi sem við vinnum“

„Mér líður svo vel, stórskrítið að taka ekki á móti bikarnum og svoleiðis núna en við bíðum spenntar eftir að taka á móti bikarnum í heimaleiknum 1. október. Þetta er bara geggjuð tilfinning,“ sagði sigurreif Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir eftir að Valur tryggði sér sinn annan Íslandsmeistaratitil á jafn mörgum árum með sigri á Aftureldingu í Bestu deild kvenna í fótbolta í dag.

Íslenski boltinn

„Ósköp fátt sem stoppar hana“

Landsliðskonan Agla María Albertsdóttir stal senunni í leik Breiðabliks og Aftureldingar í Bestu deildinni og skoraði tvö markanna í 3-0 sigri Blika. Hún gladdi augu sérfræðinganna í Bestu mörkunum.

Íslenski boltinn

Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Þróttur 2-0 | Stjarnan heldur áfram að setja pressu á Breiðablik

Stjarnan vann afar mikilvægan sigur á Þrótti 2-0. Betsy Hasett kom Stjörnunni yfir með afar laglegu marki í fyrri hálfleik. Í seinni hálfleik fékk Stjarnan víti og Gyða Kristín bætti við örðu marki Stjörnunnar og þar við sat.Stjarnan heldur þriðja sætinu og er aðeins tveimur stigum frá Breiðabliki sem er í öðru sæti deildarinnar. Umfjöllun og viðtöl væntanleg.

Íslenski boltinn

Víkingar mest með boltann | ÍBV með flestar langar sendingar og brot

Líkt og undanfarin ár heldur WyScout utan um alla tölfræði tengda Bestu deildar karla og kvenna í fótbolta. Þegar tölfræði Bestu deildar karla er skoðuð eru nokkrir hlutir sem koma á óvart, til að mynda að Breiðablik sé með næstflestar langar sendingar í deildinni og að Stjarnan sé aðeins með fjórða lægsta meðalaldurinn.

Íslenski boltinn