Íslenski boltinn

„Betra að segja sem minnst“

Valur er ellefu stigum frá toppsætinu í Bestu deildinni eftir að 21. umferð lauk í kvöld. Liðið tapaði 3-2 gegn Víkingum í tíðindamiklum leik.Srdjan Tufagdzic þjálfari Vals var til tals eftir tapið á Stöð 2 eftir leik og var gríðarlega ósáttur með tapið.

Íslenski boltinn

„Fannst við aldrei bogna“

Sölvi Geir Ottesen stýrði Víkingum í kvöld í fjarveru Arnars Gunnlaugssonar sem tekur út leikbann. Víkingur vann ótrúlegan endurkomusigur 3-2 gegn Val eftir að hafa lent 0-2 undir í fyrri hálfleik.

Íslenski boltinn

„Fyrir KR stoltið“

Ástbjörn Þórðarson lék sinn fyrsta leik í byrjunarliði eftir skiptin til KR í kvöld þegar liðið fékk ÍA í heimsókn í Vesturbæinn. KR vann 4-2 sigur og Ástbjörn var stoltur og ánægður í leikslok.

Íslenski boltinn

„Ekki oft sem maður skorar“

„Ég held að við getum ekki verið annað en sáttar með þessi úrslit,“ sagði Álfhildur Rósa Kjartansdóttir, fyrirliði og markaskorari Þróttar, í 1-1 jafntefli liðsins gegn Val í Bestu deild kvenna í fótbolta í kvöld.

Íslenski boltinn

„Þetta er næsta skref“

„Ég verð að segja að ég sé stoltur. Þetta var erfiður leikur síðasta sunnudag, við komumst aldrei nálægt þeim þá og höfðum engin áhrif á leikinn. Mér fannst við mun nær þeim í öllum aðgerðum í kvöld,“ sagði John Andrews, þjálfari Víkings, þegar hann var búinn að fara yfir málin inni í búningsherbergi eftir 4-0 tap gegn Breiðabliki á Kópavogsvelli í kvöld.

Íslenski boltinn