Íslenski boltinn

Þyngri sekt eftir ummæli Davíðs um dómara
Vestramenn hafa verið sektaðir af KSÍ í þriðja sinn á þessu ári, og í annað sinn vegna ummæla sem tengjast dómgæslu, eftir að aga- og úrskurðarnefnd tók fyrir ummæli þjálfarans Davíðs Smára Lamude.

Sjáðu öll mörkin og þegar Arnar Gunnlaugsson missir sig á hliðarlínunni
Tveir leikir fóru fram í Bestu deild karla í fótbolta í gærkvöldi og nú má sjá mörkin úr báðum leikjunum hér inn á Vísi.

Umfjöllun: FH - Víkingur 1-3 | Birnir Snær skoraði tvö mörk í sigri Víkings gegn FH
Víkingur náð sex stiga forskoti í Bestu deild karla í fótbolta með því að leggja FH að velli með þremur mörkum gegn einu í leik liðanna sem fram fór á Kaplakrikavelli í kvöld. Birnir Snær Ingason skoraði tvö marka Víkings í leiknum.

Umfjöllun og viðtöl: Tindastóll - Selfoss 0-0 | Markalaust í mikilvægum botnslag
Tindastóll og Selfoss gerðu markalaust jafntefli er liðin mættust á Sauðárkróki í Bestu-deild kvenna í dag. Liðin eru í harðri fallbaráttu og hefðu því bæði þurft á þremur stigum að halda.

„Ég veit ekki einu sinni hvernig útiklefinn lítur út“
Matthías Vilhjálmsson heldur á fornar slóðir þegar hans menn í Víkingi heimsækja FH í Kaplakrika í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld. Matthías var fyrirliði FH en skipti til Víkinga í vor og mun spila sinn fyrsta leik sem leikmaður gestaliðs í Krikanum í kvöld.

Danskur sóknarmaður til HK
Danski sóknarmaðurinn Anton Söjberg er genginn til liðs við Bestu deildar lið HK í fótbolta.

„Andleg þynnka í mönnum eftir að hafa komist áfram“
Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, kenndi andlegri þynnku um tap liðsins gegn Val í Bestu deild karla í dag.

Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Þór/KA 4-2 | Blikar skutu sér á toppinn
Breiðablikskonur unnu sigur á Þór/KA í markaleik í Bestu deild kvenna í dag.

Umfjöllun og viðtöl: Valur - KA 4-2 | Þægilegur heimasigur Vals
Valsmenn unnu öruggan sigur á KA í eina leik dagsins í Bestu deild karla í fótbolta í dag.

LASK bíður Blika komist þeir áfram gegn Zrinjski
Dregið var í næstu umferð Evrópudeildarinnar í dag.

„Við vinnum oft hérna“
„Mér er smá létt eftir þessa dramatík hérna í restina,“ sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, eftir 4-3 sigur hans manna á Breiðabliki í eina leik dagsins í Bestu deild karla sem fram fór á Kópavogsvelli.

Sjáðu hvernig KR kláraði meistarana
Það var boðið til veislu á Kópavogsvelli í dag er Breiðablik tók á móti KR. Sjö mörk voru skoruð í leiknum.

Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - KR 3-4 | KR-sigur í lygilegum leik
KR vann 4-3 sigur á Breiðabliki í eina leik dagsins í Bestu deild karla í fótbolta. Blikar komust nærri því að stela stigi á lokakaflanum.

Óskar seldur til Sogndal
Fylkismaðurinn Óskar Borgþórsson hefur spilað sinn síðasta leik fyrir liðið enda hefur hann verið seldur til norska liðsins Sogndal.

Umfjöllun: ÍBV - Stjarnan 0-2 | Stjörnumenn fara kátir í brekkuna
Stjarnan gerði góða ferð til Eyja í dag og skellti ÍBV á sjálfum Þjóðhátíðarleiknum í dag.

Íslandsmeistararnir sækja liðsstyrk í hollensku B-deildina
Sóknarmaðurinn Kristófer Ingi Kristinsson er genginn til liðs við Íslandsmeistara Breiðabliks og mun leika með liðinu út tímabilið í Bestu deild karla.

Umfjöllun og viðtöl: Valur - Þróttur 2-1 | Valskonur halda toppsætinu
Topplið Vals fékk Þrótt, sem er í 3. sæti Bestu deildar kvenna, í heimsókn í stórleik 14. umferðar í sannkölluðum Reykjavíkurslag. Valur fór með 2-1 sigur af hólmi og heldur því toppsætinu.

Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Selfoss 4-0 | Öruggur heimasigur í Kópavoginum
Breiðablik vann þægilegan sigur á botnliði Selfoss í kvöld í Bestu deild kvenna. Liðið heldur því áfram spennu í toppbaráttunni en Blikakonur eru tveimur stigum á eftir Valskonum.

Morten ósáttur og málinu ekki lokið: „Algjörlega fráleit vinnubrögð“
„Það er búið að skekkja keppnina í Bestu deildinni með þessari löglausu ákvörðun,“ segir Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður Mortens Beck Guldsmed, sem gagnrýnir harðlega niðurstöðu áfrýjunardómstóls KSÍ um að aflétta félagaskiptabanni FH, í viðtali við Dr. Football í dag.

„Maður sá atburði sem maður á ekki að sjá inni á vellinum“
Guðni Eiríksson, annar þjálfara FH, var ekki sáttur með frammistöðu síns liðs gegn Þór/KA, sérstaklega ekki í fyrri hálfleik. FH tapaði leiknum, 0-1.

Umfjöllun, viðtöl og myndir: FH - Þór/KA 0-1 | Akureyringar upp fyrir FH-inga
Þór/KA komst upp fyrir FH í 4. sæti Bestu deildar kvenna með 0-1 sigri í leik liðanna í Kaplakrika í kvöld. Karen María Sigurgeirsdóttir skoraði eina mark leiksins á 58. mínútu.

„Þegar það er verið að mismuna stelpum þá þarf að segja eitthvað“
„Þetta er búinn að vera minn skemmtilegasti tími í þjálfun í fótboltanum. Ég mæli með því að fleiri þjálfarar taki sig til og þjálfi kvennaliðin,“ segir Pétur Pétursson, þjálfari Íslandsmeistara Vals, í ítarlegu spjalli við Helenu Ólafsdóttur í upphitun fyrir 15. umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta.

Bleikar línur, búningar og hornfánar í Vesturbæ í kvöld
Bleiki liturinn verður áberandi á Meistaravöllum í Vesturbænum í kvöld þegar grannliðin KR og Grótta mætast í Lengjudeild kvenna í fótbolta.

Brynjar Björn tekinn við Grindvíkingum
Brynjar Björn Gunnarsson hefur verið ráðinn þjálfari karlaliðs Grindavíkur í fótbolta. Hann samdi við félagið út næsta tímabil.

Dipló Gummi leysti deiluna með óvæntu útspili
„Það er ósætti í þættinum, og búið að vera í allan dag,“ sagði Guðmundur Benediktsson sposkur á svip í Stúkunni á Stöð 2 Sport í gærkvöld, þegar kom að því að tilkynna um mann leiksins í stórsigri Víkings gegn ÍBV.

Sjáðu mörkin: Tryggvi klobbaði tvo KR-inga og Björn bjargaði FH
Valsmenn tóku KR-inga í aðra kennslustund í sumar og FH vann Keflavík í spennuleik, í Bestu deild karla í fótbolta í gærkvöldi. Öll mörkin má nú sjá á Vísi.

Ágúst sagður taka við eftir brottreksturinn: „Held að Gústi smellpassi“
Ágúst Gylfason, sem fyrr í sumar var rekinn frá Stjörnunni, mun að öllum líkindum snúa aftur í Bestu deildina í fótbolta sem þjálfari Fram. Þetta kom fram í Stúkunni á Stöð 2 Sport í gærkvöld.

Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Valur 0-4 | Valur valtaði aftur yfir KR
Valur vann 4-0 stórsigur á KR fyrr í kvöld. Valur minnkar forskot Víkinga á toppnum niður í sex stig en KR fellur niður í 6. sæti deildarinnar eftir sigur FH gegn Keflavík.

Umfjöllun: Keflavík - FH 2-3 | Fyrirliðinn sá til þess að FH komst aftur á sigurbraut
FH marði Keflavík í kaflaskiptum leik á HS Orku vellinum í Bestu deild karla í kvöld. Leikurinn endaði 3-2 þar sem fyrirliði FH, Björn Daníel Sverrisson, reyndist hetja liðsins þegar hann skoraði sigurmarkið á 87. mínútu leiksins. Eftir þrjú töp í röð náði FH loks að sigra og lyftir sér upp í fjórða sætið í Bestu deild karla en Keflavík vermir botnsætið sem áður.

Erkifjendurnir í Val mæta vestur í bæ: „Alltaf örlítið meira blóð á tennurnar“
Theódór Elmar Bjarnason, einn reynslumesti leikmaður Bestu deildar liðs KR í fótbolta, segist alltaf fá meira blóð á tennurnar fyrir leiki gegn erkifjendunum í Val en liðin mætast á Meistaravöllum í stórleik umferðarinnar en KR-ingar eiga harma að hefna eftir skell í fyrri leik liðanna á Origovellinum