Jól

Skrúfum fyrir kranann

Hildur Dagbjört Arnardóttir og fjölskylda hennar hafa fyrir sið að gefa aðeins þeim jólagjafir sem halda með þeim upp á jólin. Þetta er liður í því að fækka gjöfum og minnka þannig það neyslubrjálæði sem við Íslendingar virðumst föst í, sérstaklega um hátíðirnar.

Jól

Eins og jólasveinninn á sterum

Hrönn Bjarnadóttir kann að gera sér og öðrum dagamun og þá sérstaklega í kringum jól. Hún gefur öllum sem hún þekkir heimagert konfekt, sendir hátt í hundrað jólakort og sér til þess að öll fjölskyldan, og þar með talið hundurinn, eigi samstæð jólanáttföt.

Jól

Jólin eru á leið inn í breytingaskeið

Séra Sigurður Árni Þórðarson, sóknarprestur í Hallgrímskirkju, hefur ekki áhyggjur af jólahaldi Íslendinga þótt fleiri gangi af trúnni. Hann segir hægt að halda jól á mismunandi forsendum og að jólin geti verið hátíð allra, hvort sem fólk trúi á Guð eða ekki.

Jól

Skrautáskorun úr pappír

Hjörtu og hjartakeðjur úr pappírsrenningum eru fljótlegt föndur fyrir krakka og setja afar jólalegan svip á glugga eða herbergi hengt upp í miklu magni.

Jól

Alltaf aukadiskur og extrastóll

Ewa Kromer er ein þeirra fjölmörgu Pólverja sem sest hafa að á Íslandi og halda í sínar jólahefðir frá heimalandinu. Þar sem Ewa er kaþólsk fer hún í Landakotskirkju í messu á aðfangadagskvöld en fyrst ber hún fram dýrindis máltíð sem samanstendur af rauðrófusúpu og margs konar fiskréttum.

Jól

Mikilvægt að opna sig

Jólin eru fjölskylduhátíð og þeim fylgja miklar væntingar. Einmitt þess vegna geta þau reynst þeim sem standa í erfiðum sporum kvíðvænleg og þungbær. Það veit áfengis- og vímuefnaráðgjafinn Guðrún Björg Ágústsdóttir en hún aðstoðar meðal annars foreldra barna í neyslu og þekkir erfiðleika.

Jól

Jólatréð í forgrunni

Jana Rut Magnúsdóttir er mikið jólabarn og skreytir mikið. Hún hefur gaman af því að skreyta jólaborð en reynir þó að stilla skreytingunum í hóf til að það sé pláss fyrir matinn. Þessi borðskreyting er innblásin af jólatrénu og öllu því sem fylgir.

Jól

Sykurlausar sörur hinna lötu

Hafdís Priscilla Magnúsdóttir, sem heldur úti kökublogginu Dísukökur, bakar alltaf sykurlaust. Hún rakst á uppskrift að sörum hinna uppteknu fyrir einhverjum árum og ákvað að útbúa sykurlausa útgáfu sem slegið hefur í gegn.

Jól

Umstangið á aðfangadag í lágmarki

Kraftlyftingakonan Hulda B. Waage er alltaf með hnetusteik á jólunum. Í henni er ýmislegt jólakrydd sem gerir hana hátíðlega. Hún segir best að gera hana nokkrum dögum fyrir jól, þá sé hún best.

Jól

Aldrei verið einmana á jólanótt

Söngkonan Diddú var 23 ára ástfanginn söngnemi í Lundúnum þegar hún var fengin til að syngja svo eftirminnilega tregafullt jólaballöðuna Einmana á jólanótt í hljóðveri á enskri grundu. Hún vonar að fólk í ástarsorg eigi góða ættingja og vini um jólin.

Jól

Jólaþorp úr mjólkurfernum

Tómar fernur eru fyrirtaks efniviður í föndur. Þær eru úr stífum pappa sem klippa má í ýmis form og yfirleitt er nóg til af þeim á hverju heimili. Lagið á fernunum býður sérstaklega upp á að forma úr þeim hús með hallandi þaki.

Jól

Jólatrén fimm þegar mest var

Ásrún Aðalsteinsdóttir gengur alla leið í skreytingum um hver jól. Hún er komin í bann þegar velja á jólatré eftir að hífa þurfti tréð eitt árið inn um svalirnar. Hún safnar bollastellum og ýmsum gömlum munum og stillir upp litlum sviðsmyndum um allt hús.

Jól

46 Jesúbörn færa jólin í bæinn

Sigurveig Huld Sigurðardóttir hefur safnað jólajötum síðan um aldamót og á orðið dágott safn sem vinir og velunnarar hafa fært henni úr öllum heimshornum. Hin heilaga fjölskylda er til í ýmsum útgáfum og færir jólaandann í hvern krók og kima á heimilinu.

Jól

Saknar fjölskyldunnar alltaf sárt

Það fer geðshræring um marga þegar þeir heyra söngkonuna Svölu Björgvins syngja jólalagið Þú og ég og jól, af sárri tilfinningu þess sem saknar æskujólanna og fólksins síns á jólum. Svala heldur jólin í Kaliforníu en heldur enn í jólasiði frá æskuheimilinu.

Jól

Einhver hamingja er í loftinu

Á mótþróaskeiðinu fannst Sigvalda Ástríðarsyni, stjórnanda harðkjarnatónlistarþáttarins Dordinguls, jólin bæði hallærisleg og tilgangslaus.

Jól

Góð samvera besta jólagjöfin

Hreindís Ylfa Garðarsdóttir Holm, söng- og leikkona, minnist þess hvernig skortur á götulýsingu var notaður sem afsökun fyrir því að setja upp jólaljós í nóvember.

Jól

Heklar flestar jólagjafirnar sjálf

Ella Helgadóttir gefur nær eingöngu jólagjafir sem hún heklar. Hún segir það mjög skemmtilegt að gefa gjafir sem séu sérsniðnar að viðtakandanum og að viðbrögðin sem hún fái séu eitt það besta við jólin.

Jól

Fátt skemmtilegra en jólasokkur

Nichole Leigh Mosty, leikskólakennari og fyrrverandi þingmaður Bjartrar framtíðar, kom fyrst til Íslands um jól. Hún heillaðist af jólahaldi Íslendinga og heldur aðfangadagskvöld heilagt að íslenskum sið en heldur í bandarískar jólahefðir á jóladag.

Jól

Glæsilegir smáréttir Guðrúnar

Guðrún S. Magnúsdóttir er jólabarn og leggur mikið upp úr góðum mat um jólin. Hún á stóra fjölskyldu sem kemur saman um hátíðirnar og nýtur þessara góðu uppskrifta. Hér eru nokkrir frábærir vinsælir jólaréttir.

Jól

Perlan sem eldist eins og gott vín

Fimm af ástsælustu tónlistarmönnum og leikurum þjóðarinnar komu að gerð lags og myndbands við jólalagið sígilda Er líða fer að jólum árið 1980.

Jól

Með jólin alls staðar

Guðrún Árný Karls­dóttir, söngkona og tónlistarkennari, segist taka jólin alla leið. Hún skreytir húsið hátt og lágt, ekkert herbergi verður út undan. Svo syngur hún inn jólin á mörgum jólatónleikum. Guðrún Árný á mörg uppáhaldsjólalög.

Jól

Syngja inn jólin á keltnesku

Birna Bragadóttir, garðyrkjumaður og söngkona með Söngfjelaginu, hlakkar mikið til jólatónleika kórsins, enda segir hún keltnesku lögin sem flutt verða ótrúlega falleg.

Jól

Öðruvísi jól eftir fráfall Jóns

Jólin hjá Ólöfu Kolbrúnu Harðardóttur, óperusöngkonu og söngkennara, hafa breyst eftir að eiginmaður hennar, Jón Stefánsson organisti og kórstjóri í Langholtskirkju, féll frá á síðasta ári. Hún reynir engu að síður að halda í hefðirnar og halda gleðileg jól.

Jól

Ljúf jólastemning á ströndinni

Frænkurnar Ástrós Hilmarsdóttir og Rebekka Jaferian eyddu jólunum 2016 á Langkawieyjum sem tilheyra Malasíu og liggja við norðvesturhluta landsins.

Jól

Sparistellið og kisi með í bústaðinn

Undanfarin ár hafa Elsa Sif Guðmundsdóttir og Birgir Bragason haldið jólin hátíðleg í sumarbústað í Borgarfirðinum. Þau höggva sjálf grenitré úti í skógi, fara í skötuveislu í Baulu og hafa það kósí með börnunum sínum.

Jól

Orðið hluti af jólahefðum fólks

Að fara á jólaleikritið Ævintýrið um Augastein er löngu orðið hluti af jólahefðum margra. Aðalhöfundinum, Felix Bergssyni, þykir mjög vænt um verkefnið, sem er í hópi með öðrum skemmtilegum jólahefðum.

Jól

Hlýjar minningar gamalla jólakorta á borðstofuborðinu

Fjölskylda Ragnheiðar Bjarkar Guðmundsdóttur hefur haldið jólin viku fyrr en aðrir í meira en áratug. Ragnheiður og Kolka Hvönn Ágústsdóttir, stjúpdóttir hennar, pakka alltaf inn einni hurð á heimilinu og við matarborðið yljar fjölskyldan sér við minningar gamalla jólakorta.

Jól