Körfubolti

„Þarf að sjá eld í staðinn fyrir einhverja hræðslu“
Rúnar Ingi Erlingsson þjálfari Njarðvíkur kallar eftir meira hugrekki í leik sinna leikmanna en Njarðvík tapaði 2-0 gegn Keflavík í kvöld í úrslitaeinvígi Subway-deildar kvenna.

Uppgjör: Njarðvík - Keflavík 71-81 | Keflvíkingar nálgast titilinn
Keflavík er komið í lykilstöðu í úrslitaeinvígi liðsins gegn Njarðvík í Subway-deild kvenna. Liðið vann 81-71 sigur í Ljónagryfjunni í kvöld og er komið í 2-0 í einvígi liðanna. Þrjá sigra þarf til að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn.

Martin og félagar einum sigri frá undanúrslitum
Martin Hermannsson og félagar hans í Alba Berlin eru í góðum málum í átta liða úrslitum þýsku deildarinnar í körfubolta eftir 13 stiga sigur gegn Bonn í dag, 83-70.

Dallas komið í úrslit Vestursins
Dallas Mavericks er komið í úrslit Vesturdeildar NBA í annað sinn á þremur árum eftir sigur á Oklahoma City Thunder, 117-116, í nótt. Dallas vann einvígið, 4-2.

Elvar stigahæstur í grátlegu tapi
Elvar Már Friðriksson var stigahæsti maður vallarins er PAOK mátti þola grátlegt þriggja stiga tap í framlengdum leik gegn Panathinaikos í úrslitakeppni gríska körfuboltans í kvöld, 96-99.

Indiana svaraði fyrir og knúði fram oddaleik
Indiana Pacers knúði fram oddaleik í einvíginu gegn New York Knicks í undanúrslitum Austurdeildar NBA með sigri í sjötta leik liðanna, 116-103.

Jóhann: Brotnuðum auðveldlega
Þjálfari Grindvíkinga þótti sínir menn slakir og var það varnarfærslurnar sem voru ekki góðar þegar hans menn lutu í gras fyrir Val í fyrsta leiknum um Íslandsmeistaratitilinn. Lokatölur 89-79 og Grindvíkingar þurfa að kvitta fyrir frammistöðuna í næsta leik.

Kristinn: Varnarleikur, varnarleikur og varnarleikur
Valur leiðir einvígið um Íslandsmeistaratitilinn og stigahæsti leikmaður þeirra Kristinn Pálsson var að sjálfsögðu ánægður með sína menn. Hann sagði tímabært að einhver vinni í Smáranum. Lokastaðan 89-79 fyrir Val og átti Kristinn 18 stig af þeim.

Valsmenn endurheimta Kára á besta tíma
Deildarmeisturum Vals hefur borist gríðarlegur liðsstyrkur fyrir úrslitaeinvígi Subway-deildar karla í körfubolta sem hefst nú í kvöld. Kári Jónsson, sem hefur verið meiddur undanfarna mánuði, er snúinn aftur í leikmannahóp liðsins.

Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - Grindavík 89-79 | Valsmenn leiða í baráttunni um titilinn
Frábær byrjun á seinni hálfleik lagði grunninn að góðum sigri Valsmanna á Grindavík í fyrsta leiknum um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik karla. Staðan var jöfn í hálfleik en Valsmenn keyrðu fram úr gestunum í upphafi þess seinni. Staðan 89-79 í leiknum og 1-0 í einvíginu.

Martin og félagar hófu úrslitakeppnina á stórsigri
Martin Hermannsson og félagar hans í Alba Berlin fara vel af stað í úrslitakeppni þýska körfuboltans, en liðið vann 26 stiga sigur gegn Bonn í dag, 94-68.

92 prósent sigurvegara leiks eitt frá árinu 2011 hafa orðið Íslandsmeistarar
Hversu mikilvægur er fyrsti leikur Vals og Grindavíkur í úrslitaeinvígi Subway deildar karla í körfubolta í kvöld? Ef við skoðum síðustu tólf lokaúrslit þá er mikilvægið gríðarlegt.

„Það helltust yfir mann bara alls konar tilfinningar“
Kristófer Acox er mættur í sín sjöttu lokaúrslit á síðustu sjö árum. Úrslitaeinvígið á móti Grindavík hefst á Hlíðarenda í kvöld en Stefán Árni Pálsson ræddi við fyrirliða Valsmanna um komandi einvígi.

Jafnaði met mömmu sinnar 29 árum síðar
Björg Hafsteinsdóttir varð fyrsta íslenska konan til að skora bæði fimm og sex þrista í einum leik í lokaúrslitum kvenna í körfubolta. Hún hefur átt metið hjá íslenskum leikmanni frá árinu 1993 en í gær bættist fjölskyldumeðlimur í hópinn.

Stærsta tap meistara í sögu úrslitakeppninnar
Með bakið upp við vegginn fræga vann Minnesota Timberwolves 45 stiga sigur á Denver Nuggets, 115-70, í sjötta leik liðanna í undanúrslitum Vesturdeildar NBA í nótt. Staðan í einvíginu er 3-3 og úrslit þess ráðast í oddaleik.

„Frábært að ná sigri í fyrsta leik og í svona svakalegum leik“
Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur, gat að lokum fagnað sigri í kvöld gegn Njarðvík en það tók sinn tíma. Framlengja þurfti leikinn í tvígang og spennustigið var hátt, lokatölur í Keflavík 94-91.

„Svíður mjög mikið að við séum ekki nógu klókar til að klára“
Sjaldan eða aldrei hefur þjálfari mætt í viðtal jafn augljóslega brjálaður yfir úrslitum leiks og Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur í kvöld, en hans konur máttu þola tap í Keflavík 94-91 eftir tvíframlengdan leik.

Uppgjörið og viðtöl: Keflavík - Njarðvík 94-91 | Tvíframlengdur spennutryllir
Keflavík er komið 1-0 yfir í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í Subway deild kvenna í körfubolta eftir ótrúlegan sigur á Njarðvík í tvíframlengdum leik. Ef marka má leik kvöldsins verður einvígið algjör veisla allt til enda.

Besti Belginn í Subway deildinni samdi við Hauka
Haukar hafa fengið öflugan liðstyrk í kvennakörfunni með því að semja við einn besta evrópska leikmann deildarinnar.

Hafa aðeins meiri trú á Keflavík en Njarðvík í úrslitaeinvíginu
Keflavík og Njarðvík hefja í kvöld úrslitaeinvígi sitt um Íslandsmeistaratitilinn í Subway deild kvenna í körfubolta.

Feðgar þjálfa Breiðablik: „Gott fyrir okkur báða að vera saman“
Feðgarnir Hrafn Kristjánsson og Mikael Máni Hrafnsson munu saman þjálfa karlalið Breiðabliks í fyrstu deildinni í körfubolta á næsta tímabili. Eðlileg lokun á einhvers konar hring segir faðirinn en Mikael hefur verið, frá sex ára aldri, með einhverjum hætti viðloðandi hans þjálfaraferil.

Doncic rankaði við sér og Dallas einum sigri frá úrslitum Vestursins
Eftir að hafa átt misjafna leiki í einvíginu gegn Oklahoma City Thunder átti Luka Doncic, aðalstjarna Dallas Mavericks, stórleik í nótt. Dallas vann þá 92-104 sigur og er aðeins einum sigri frá því að komast í úrslit Vesturdeildar NBA.

Einbeitir sér að því að komast í NBA frekar en að spila með pabba sínum
Bronny James, sonur körfuboltagoðsagnarinnar LeBron James, segist aldrei hafa leitt hugann að því að spila í sama liði og pabbi sinn. Hann einbeiti sér frekar að því að komast í NBA-deildina.

Birna með slitið krossband og missir af úrslitaeinvíginu
Landsliðskonan Birna Valgerður Benónýsdóttir mun ekki geta tekið þátt í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitil kvenna í körfubolta með Keflavík.

Coach K aðstoðar Lakers í þjálfaraleit
Mike Krzyzewski, betur þekktur sem Coach K, aðstoðar Los Angeles Lakers í leit sinni að nýjum aðalþjálfara.

Rúnar Ingi skiptir um stól í Njarðvík
Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari kvennaliðs Njarðvíkur verður næsti þjálfari karlaliðs félagsins í körfubolta. Þetta herma heimildir Vísis og sömuleiðis bendir margt til þess að Einar Árni Jóhannsson taka við kvennaliði Njarðvíkur af Rúnari Inga.

Jokic tók við MVP-styttunni og sýndi svo hver er bestur
Nikola Jokic og Jalen Brunson voru aðalmennirnir í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Þeir skoruðu báðir grimmt þegar Denver Nuggets og New York Knicks unnu andstæðinga sína.

Óbein yfirlýsing frá DeAndre Kane
Mikið hefur verið hvíslað og kvabbað um liðsandann hjá Grindavík og hvort DeAndre Kane sé mögulega að hafa neikvæð áhrif á liðsfélaga sína. Kane sendi óbeina yfirlýsingu í viðtali eftir leik í kvöld þegar hann mætti með öllum liðsfélögum sínum í viðtalið.

Hvað var LeBron að gera í Cleveland?
LeBron James, stórstjarna Los Angeles Lakers, var staddur í heimaborg sinni Cleveland nýverið þar sem Cleveland Cavaliers mættu Boston Celtics í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta. Það vakti athygli þar sem LeBron gæti fengið sig lausan frá Lakers í sumar.

Benedikt Guðmundsson hættur með Njarðvík: Ofboðslega þakklátur
Þjálfari Njarðvíkinga var að sjálfsögðu súr í bragði þegar hann talaði við Andra Má Eggertsson skömmu eftir leik. Hann mun ekki halda áfram með Njarðvík eftir tímabilið.