Lífið

Halla og Biden hittust í útför páfans
Halla Tómasdóttir forseti Íslands birti í dag mynd af sér ásamt Joe Biden fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Þau eru stödd í Páfagarði og voru viðstödd útför páfans ásamt fjölda annarra þjóðarleiðtoga.

Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna
Tónlistarmaðurinn Friðrik Dór býður landsmönnum í einstaka tónlistarveislu í haust þegar hann hyggst flytja allar plöturnar sínar í heild sinni í Bæjarbíói í Hafnarfirði. Tónleikaröðin markar tímamót á ferli hans þar sem hann gefur aðdáendum tækifæri til að heyra öll lögin sín í lifandi flutningi.

Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar
Hversu vel fylgdist þú með fréttum í vikunni sem líður? Spreyttu þig á Fréttatíunni til þess að komast að því. Sem fyrr er aðeins montréttur að launum fyrir góða frammistöðu.

Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge
Hildur Vala Baldursdóttir og Mikael Kaaber munu fara með burðarhlutverkin þeirra Satine og Christian í Moulin Rouge! sem Borgarleikhúsið frumsýnir í haust á stóra sviðinu.

Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal
Sund og leikir hafa alla tíð verið mikilvægur þáttur í starfsemi Reykjadals þar sem starfræktar hafa verið sumarbúðir fyrir fötluð börn og ungmenni í yfir sextíu ár. Sundlaug sumarbúðanna þarf nú verulega á viðgerðum að halda og ýttu forsvarsmenn sumarbúðanna sérstakri söfnun úr vör fyrir tveimur dögum síðan.

Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó
Bandaríska danshljómsveitin Hercules & Love Affair stígur á svið í Austurbæjarbíói í kvöld klukkan 22 en húsið opnar tveimur tímum fyrr með plötusnúðsupphitun. Áhorfendur fá tækifæri til að upplifa lifandi flutning frá einni áhrifamestu hljómsveit síðustu tveggja áratuga í raf- og danstónlist.

Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga
Ungfrú Ísland hefur kynnt nýtt vörumerki keppninnar, Ungfrú Ísland Teen, sem er keppni ætluð stúlkum á aldrinum 16 til 19 ára. Keppnin verður í anda hefðbundnu Ungfrú Ísland keppninnar en með breyttum áherslum sem hæfa þessum aldurshópi.

Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja
Tveir sérfræðingar í Bayeux-reflinum deila nú um hvort typpin sem finna má á þessum frægasta refli heims séu 93 eða 94 talsins. Hvort er ógreinilegt form á reflinum rýtingur eða getnaðarlimur? Rithöfundurinn Sigríður Hagalín segist búin að telja.

Ein glæsilegasta kona landsins á lausu
Birgitta Líf Björnsdóttir, athafnakona og World Class-erfingi, er orðin einhleyp. Nýverið slitnaði upp úr sambandi hennar og Enoks Jónssonar eftir rúmlega þriggja ára samband. Saman eiga þau einn dreng, Birni Boða, sem kom í heiminn þann 8. febrúar 2024.

Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir
Við Vallarbraut á Seltjarnarnesi stendur glæsilegt einbýlishús á einni hæð, teiknað af Kjartani Sveinssyni. Húsið er 264 fermetrar og stendur á 800 fermetra eignarlóð. Ásett verð er 240 milljónir króna.

Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum
Á einum degi í október fór Viktor Heiðdal Andersen í tvær lýtaaðgerðir. Bæði fitusog á maga og mjöðmum og lyftingu á efri vör.

Á eiginmann og kærasta og allir sáttir
Þórhildur Magnúsdóttir er menntaður verkfræðingur og hagfræðingur en einnig sambandsmarkþjálfi og jógakennari.

Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin
Lar Park Lincoln, sem er þekktust fyrir hlutverk sín í sápuóperunni Knots Landing og hrollvekjunni Friday the 13th Part VII: The New Blood, er látinn 63 ára að aldri eftir glímu við brjóstakrabbamein.

Sautján langveik börn fengu ferðastyrk
Sautján börnum og fjölskyldum þeirra, samtals um 70 manns, var í gær, á fyrsta degi sumars, afhentur ferðastyrkur úr sjóði Vildarbarna Icelandair. Afhendingin fór fram í Icelandair húsinu í Hafnarfirði.

Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum
Tónlistarmyndbandið fyrir „Húsavík (My Hometown)“ í flutningi Remember Monday, sem keppir fyrir hönd Bretlands í Eurovision 2025, er komið út. Myndbandið er tekið upp á Húsavík og syngur stúlknakór Húsavíkur með þríeykinu.

Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum
Tvíburarsysturnar Laufey Lín og Júnía Lín Jónsdætur fögnuðu 26 ára afmæli sínu saman síðastliðinn miðvikudag, þann 23. apríl, í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Báðar deildu myndum frá deginum með fylgjendum sínum á Instagram.

Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar
Egill Logi Jónasson er bæjarlistamaður Akureyrar 2025. Þetta var kunngjört á Vorkomu Akureyrarbæjar var haldin í Menningarhúsinu Hofi í dag.

Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg
Það verður líf og fjör í Árborg næstu fjóra daga því bæjarhátíðin „Vor í Árborg“ hefst formlega í dag, sumardaginn fyrsta og stendur fram á sunnudag. Fjölbreytt dagskrá verður i boði fyrir alla aldurshópa enda um sannkallaða fjölskylduhátíð að ræða.

Frægustu vinslit Íslandssögunnar
Fréttir af vinslitum Patriks Atlasonar, Prettyboitjokkó, og Ágústs Beinteins Árnasonar, Gústa B. vöktu athygli í síðustu viku. Það er ekki í fyrsta skipti sem vinslit frægra Íslendinga vekja athygli og eru til umfjöllunar fjölmiðla.

Stefán Einar og Sara Lind í sundur
Stefán Einar Stefánsson fjölmiðlamaður og Sara Lind Guðbergsdóttir, framkvæmdastjóri Climeworks á Íslandi, hafa ákveðið að halda hvort í sína áttina eftir þrettán ára samband og ellefu ára hjónaband.

Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með
Bíl Starkaðs Péturssonar var stolið og fannst hann þremur vikum síðar þegar vinkona leikarans rambaði á ólæstan bílinn. Það eina sem fannst í bílnum var lögfræðibók og pennaveski. Spurningin er hvort þjófurinn hafi stolið hlutunum úr öðrum bíl eða eigi þá sjálfur.

Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn
Vinir á Akureyri, annar tólf ára og hinn þrettán hafa hannað sína eigin fatalínu, sem þeir ætla að koma á markað. Þeir sjá um allt sjálfir og eru til dæmis mjög liðtækir við saumaskapinn og að sýna fötin sín á allskonar uppákomum.

Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað
„Það er alltaf hægt að rækta neistann. Við erum alveg funheit í dag,“ segja hjónin Theodór Francis Birgisson, klínískur félagsráðgjafi og fjölskylduráðgjafi, og Katrín Katrínardóttir, klínískur félagsráðgjafi, áfallasérfræðingur og myndlistarkona. Þau hafa verið par í fjörutíu ár og ræddu við Bítið um hver lykillinn sé að langlífu hjónabandi.

Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir
Í litlu fjölbýlishúsi við Miðtún í Reykjavík er að finna bjarta og sjarmerandi 59,5 fermetra kjallaraíbúð. Um er að ræða ósamþykkta eign sem hefur verið mikið endurnýjuð. Ásett verð er 44,5 milljónir króna.

Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt
Hvaða hljómsveit hvatti fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt?

Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina
Evrópska tónlistarhátíðin Big Bang fer fram í Hörpu á morgun, sumardaginn fyrsta. Listrænn stjórnandi segir hátíðina skipulagða í kringum yngstu kynslóðina en henti flestum aldurshópum.

Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella
Tónlistarkonan Laufey Lín Jónsdóttir kom fram á hinni vinsælu tónlistarhátíð Coachella í Kaliforníu síðustu tvær helgar. Hún deildi myndasyrpu frá hátíðinni á Instagram þar sem má sjá hana meðal annars klædda í hvítan hlýrabol með íslenska fánanum frá íslenska fatamerkinu Takk Takk.

Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni
Knattspyrnumaðurinn Viðar Örn Kjartansson og kærastan hans, Sylvía Rós flugfreyja hjá Play, eiga von á sínu fyrsta barni saman. Viðar á einn dreng úr fyrra sambandi.

Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar
Á eftirsóttum stað við Laugalæk í Reykjavík stendur einstaklega fallegt og vel skipulagt raðhús, teiknað af Kjartani Sveinssyni. Húsið var byggt árið 1973 og hefur verið vel við haldið í gegnum árin. Ásett verð er 185 milljónir.

Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara
Hjartaknúsarinn Bryan Adams tók alla sína bestu slagara, söng Don Juan ballöðu til íslenskrar fyrirsætu og laumaði því til tónleikagesta að hann hefði skellt sér nakinn í íslenska náttúrulaug. Þá upplýsti hann að einn af hans helstu slögurum hefði verið saminn fyrir bíómynd um karlkyns strippara, eitthvað sem reyndist honum erfitt að sækja innblástur fyrir ástarlag.