Lífið

Bara 33 ára og lífið á eftir að koma í ljós

Það þekkja flestir Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur ráðherra sem vakti fyrst athygli þegar hún nýskriðin út úr Versló gerði allt brjálað með ummælum sínum um hvítvín í búðum. Áslaug segist ekki ætla að verða í stjórnmálum til eilífðarnóns og segist alltaf hafa haldið einkalífi sínu út af fyrir sig.

Lífið

Daði keypti hús Jóns Jóns­sonar með mömmu sinni á yfirverði

Daði Laxdal Gautason, fyrrverandi handboltamaður og framkvæmdarstjóri viðskiptaþróunar hjá Sisu Group, festi kaup á húsi tónlistarmannsins Jóns Jónssonar og eiginkonu hans Hafdísar Bjarkar Jónsdóttur tannlæknis. Móðir Daða, Hildigunnur Hilmarsdóttir, á rúmlega tuttugu prósent í húsinu með honum. Uppsett verð var 182 milljónir en mæðginin borguðu 185 millónir fyrir húsið.

Lífið

„Ég væri ekkert án þeirra“

„Ég væri aldrei í jafnmiklu stuði og að finna jafn mikla gleði og hamingju ef þær væru ekki þarna. Þær eru mesti drifkrafturinn minn, ég held að ég myndi aldrei nenna að gera þetta ef þær væru ekki þarna,“ segir ofurhlaupakonan Mari Järsk um einstaka vináttu sína við hóp kvenna sem fylgja henni í flestöll hlaup. Mari er viðmælandi í Einkalífinu.

Lífið

Gekk í tvo tíma að flug­vellinum til að komast hjá leigubílagjaldi

Ástralskur ferðalangur sem heimsótti Ísland nýlega vekur athygli á því að engar almenningssamgöngur ganga frá Reykjanesbæ að Keflavíkurflugvelli á næturnar og þar af leiðandi hafi hún ákveðið að ganga á flugvöllinn, þar sem hún átti bókað morgunflug, í stað þess að borga fyrir leigubíl. 

Lífið

Linda lætur sér Lindarbraut lynda

Linda Jó­hanns­dótt­ir, hönnuður og myndlistarkona, og eig­inmaður henn­ar, Rún­ar Karl Kristjáns­son bif­véla­virki, hafa fest kaup á 183 fermetra einbýlishúsi í 70' stíl við Lindarbraut á Seltjarnarnesi. 

Lífið

Áttaði sig á stöðunni á fundi með Höllu

Eliza Reid forsetafrú Íslands segist fyrst hafa áttað sig á stöðu jafnréttismála hér á landi þegar hún sat stjórnarfund með Höllu Tómasdóttur verðandi forseta Íslands þar sem hún gaf barn á brjósti á sama tíma og hún stýrði fundinum. Eliza segist stolt af síðustu átta árum á Bessastöðum

Lífið

Françoise Har­dy er látin

Franska tónlistarkonan Françoise Har­dy lést í gær áttræð að aldri. Sonur hennar, Thomas Dutronc, greindi frá þessu á samfélagsmiðlum.

Lífið

Spacey á barmi gjald­þrots

Leikarinn Kevin Spacey er á barmi gjaldþrots og hefur selt heimili sitt í Baltimore svo hann geti borgað reikninga. Leikarinn galopnaði sig í viðtali við breska sjónvarpsmanninn Piers Morgan sem sýnt var í kvöld á Talk TV. 

Lífið

Lit­rík hlaupagleði í Laugar­dalnum

Líf og fjör var í Laugardalnum síðastliðna helgi þegar hið árlega Litahlaup, eða Color Run, var haldið í áttunda sinn. Hlaupið er fimm kíló­metrar þar sem þátt­tak­end­ur eru litaðir með lita­púðri eft­ir hvern kíló­metra. Sannkölluð fjölskylduveisla!

Lífið

Andrea Róberts keypti ein­býli sem þarfnast ástar

Andrea Róbertsdóttir, framkvæmdastjóri hjá FKA, og eiginmaður hennar Jón Þór Eyþórs­son fram­kvæmda­stjóri hafa fest kaup á ein­býl­is­húsi við Dalsbyggð 15 í Garðabæ. Hjónin greiddu 141 milljónir fyrir húsið.

Lífið

Katrín Edda og Markus opin­bera kynið

Katrín Edda Þorsteinsdóttir, áhrifavaldur og verkfræðingur, og eiginmaður hennar Markus Wasserbaech eiga von á dreng. Fyrir eiga þau eina dóttur, Elísu Eyþóru sem er eins árs.

Lífið

Einn handritshöfunda Simpsons á Ís­landi

Handritshöfundurinn og framleiðandinn Mike L. Reiss er staddur á Íslandi. Á Twitter birti hann í dag mynd af sér við regnbogagötuna á Skólavörðustíg og óskaði fólki til hamingju með hinseginmánuðinn sem haldinn er í Bandaríkjunum í júnímánuði.

Lífið

Hefur ekki hug­mynd um hvað tekur nú við

Kristbjörg Jónasdóttir einkaþjálfari segir marga hafa spurt sig að því hvað taki nú við hjá henni og Aroni Einari Gunnarssyni fótboltamanni nú þegar samningur hans er runninn út hjá Al Arabi. Sannleikurinn sé sá að hún hafi ekki hugmynd og viðurkennir Kristbjörg að hún eigi erfitt með óvissuna.

Lífið

Grínaðist með yfir­lið Binna í Köben

Rapparinn og samfélagsmiðlastjarnan Bassi Maraj ferðaðist til Kaupmannahafnar í morgun. Þar gerði hann góðlátlegt grín að einum af sínum bestu vinum og kollega í Æði, Binna Glee og endurlék atvik fyrir samfélagsmiðla þar sem Binni féll í yfirlið á lestarstöð í borginni.

Lífið

Kennari hljóp til þegar Sushi læstist inni eftir skóla­slit

Hinn víðfrægi köttur Sushi læstist inni í Garðaskóla eftir skólaslit um helgina. Kötturinn þurfti þó ekki að dúsa lengi í skólanum en kennari í skólanum var fljótur að hlaupa til og hleypa kettinum út eftir að íbúi í bæjarfélaginu vakti athygli á kettinum á Facebook. 

Lífið

Hækkandi sól, sumar­frí og Bríet á bossanum

Létt er yfir landanum þessa dagana þar sem sólin hefur heiðrað okkur Íslendinga með nærveru sinni. Samfélagsmiðlarnir eru skreyttir sólbrúnum kroppum, ferðalögum og öðrum herlegheitum hvort sem er innanlands eða erlendis.

Lífið

Annie Mist og Frederik nefna soninn

Crossfit-parið Annie Mist Þórisdóttir og Frederik Emil Aeg­idius létu skíra son sinn viðhátíðlega athöfn um helgina. Drengurinn, sem kom í heim­inn í apríl, fékk nafnið Atlas Týr. Annie Mist greinir frá gleðitíðindunum á samfélagsmiðlum.

Lífið

Þurfum að vera til­búin að deyja á hverjum degi

Egill Ólafsson segist þakka fyrir hvern dag og lifa lífi sínu af æðruleysi eftir að hann greindist með Parkinson´s sjúkdóminn. Egill, sem er nýjasti gesturinn í podcasti Sölva Tryggvasonar, segist strax hafa ákveðið að tala opinskátt um veikindi sín og að það hafi hjálpað. Hann segir tilveruna orðna mun hægari en áður, en kosturinn við það sé að hann taki betur eftir litlu hlutunum í lífinu og hjálpi til við að finna bæði þakklæti og auðmýkt.

Lífið

Pönnukökumeistari með kaffi í pönnukökunum

Pönnukökumeistari Íslands var krýndur um helgina á landsmóti 50 plús en pönnukökur, sem meistarinn bakaði eru eftir uppskrift frá mömmu viðkomandi. Þá er leyndarmál í pönnukökunum því meistarinn notar kaffi út í þær, sem þykir mjög sérstakt.

Lífið

Myndaveisla: Eliza og Lilja Al­freðs í af­mæli Karls Breta­konungs

Breska sendiráðið fagnaði afmæli Karls Bretakonungs í hópi góðra gesta í veislusal Center Hotels Plaza við Aðalstræti í gær. Afmæli þjóðhöfðingja í Bretlandi er vanalega haldið í júní þó afmæli þeirra séu á öllum tímum árs. Þema veislunnar var sustainability eða sjálfbærni og umhverfisvernd, sem hafa lengi verið áhersluatriði konungsins.

Lífið