Lífið

Leið yfir gest á Kannibalen

„Við vitum að textinn er afar grófur. Þó að það sjáist aldrei neitt blóð eru lýsingarnar grafískar,“ segir Fjölnir Gíslason, einn aðalleikari sýningarinnar Kannibalen í Tjarnarbíói.

Lífið

Þyrluflugstjórinn kom ó­vænt og gladdi Vig­dísi

„Vigdís, ef ég segi þér núna að þyrluflugstjórinn sem bjargaði þér stendur við hliðina á þér?“ spyr Óttar Sveinsson Vigdísi Elísdóttur í nýjasta þætti Útkalls, þar sem henni var komið algjörlega á óvart með því að Bogi Agnarsson þyrluflugstjóri kom að hitta hana í lok viðtals.

Lífið

For­seta­hjónin fagna sprengidegi

Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Eliza Reid forsetafrú fagna sprengideginum eins og fjölmargir Íslendingar. Hjónin kíktu í heimsókn til Sjálfsbjargar á höfuðborgarsvæðinu í dag og fengu sér saltkjöt og baunir.

Lífið

Jon Stewart snýr aftur: „Hvað erum við að gera?“

Sjónvarpsmaðurinn Jon Stewart sneri aftur í sett The Daily Show í gærkvöldi, í fyrsta sinn frá því hann hætti árið 2015. Fyrir það hafði hann og rithöfundar hans á sextán árum gert þáttinn að ákveðnu stórveldi á sviði pólitískrar satíru.

Lífið

Seiðandi öskudagshugmyndir fyrir Valentínusar­daginn

Valentínusar- og öskudagurinn lenda á sama degi í ár þann 14. febrúar og geta pör því slegið tvær flugur í einu höggi. Hvað er betra en rómantísk samvera með ástinni í seiðandi búning? Hér að neðan má sjá hugmyndir að búningum fyrir fullorðna.

Lífið

Búin að hugsa mikið um skyldu­bundna gagn­kyn­hneigð

„Ég er búin að vera að hugsa mikið um ástina og sambönd. Skyldubundna gagnkynhneigð, hvernig samfélagið er hannað í kringum fólk af gagnstæðu kyni í parasambandi, sem eignast börn og hús. Það er alveg mjög áhugavert að verða þrítug á Íslandi og vera ekki í þessum pakka,“ segir Lóa Björk Björnsdóttir, útvarpskona á Rás 1 og sviðslistakona. 

Lífið

Brókarlalli kenndur við Windows fær traust Finna

Finnski tónlistarmaðurinn Windows95man flytur framlag þjóðar sinnar í Eurovision í Malmö í ár. Hann byrjar atriðið inni í eggi og neitar að vera í buxum þar til undir lok atriðisins, enda engar reglur hjá honum. 

Lífið

Fékk að heyra átta ára frá kennara að hann yrði aldrei neitt

Davíð Bergmann var hafnað af menntakerfinu sem barni eftir að hann höfuðkúpubrotnaði sem barn og átti erfitt með lestur. Hann hefur í áratugi unnið með afbrotaunglingum og krökkum sem hafa orðið utanveltu í kerfinu. Hann segir ástríðuna á málaflokknum koma vegna eigin æsku og eigin sögu.

Lífið

Allar aug­lýsingar Super Bowl á einum stað

Kansas City Chiefs vann Ofurskáina í annað sinn í röð í nótt. Leikurinn var æsispennandi og fór í framlengingu en í huga margra skipta auglýsingarnar meira máli en leikurinn, þar sem um er að ræða heimsins dýrustu auglýsingapláss.

Lífið

Piparsprey, brotin bílrúða og gáttaðir ís­lenskir krakkar

Sumum kvöldum gleymir maður aldrei. Ég upplifði eitt slíkt með börnunum mínum í gær. Í hinu fallega landi Chile, þar sem stéttaskiptingin og reiðin kraumar undir niðri og bullur taka völdin á fótboltaleik í Santiago. Rúmum fimmtíu árum eftir að fólk var tekið af lífi á sama vettvangi fyrir „rangar“ skoðanir.

Lífið