Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 2. júlí 2025 13:13 Elísabet Gunnars og Gunnar Steinn hafa ákveðið að flytja aftur til Svíþjóðar með fjölskylduna eftir fjögur ár á Íslandi. Hjónin Elísabet Gunnarsdóttir, tískudrottning og athafnakona, og eiginmaður hennar, Gunnar Steinn Jónsson, handboltamaður, hafa ákveðið að flytja aftur til Svíþjóðar eftir fjögurra ára dvöl á Íslandi. Ástæðan er löngun þeirra til að njóta hægara og einfaldara lífs með börnunum sínum. Elísabet og Gunnar bjuggu erlendis í um þrettán ár og hafa flutt landanna á milli áður en þau fluttu til Íslands árið 2021, þar sem Gunnar var atvinnumaður í handbolta og á samningi víðs vegar um Evrópu, síðast í Danmörku. Saman eiga þau þrjú börn á aldrinum tveggja til sextán ára. Eldri börnin eru fædd á meginlandinu en sú yngsta hér á landi. „Ástæðan fyrir flutningunum núna er einföld. Við erum einfaldlega að sækja í hægari takt á meðan börnin eru enn lítil,“ segir Elísabet í samtali við Vísi. Elísabet og Gunnar fluttu ung að aldri erlendis og höfðu því ekki áður upplifað það að vera fullorðið fólk með börn búsett hér heima á Íslandi. Elísabet segir síðastliðin fjögur ár hafa einkennst af framkvæmdum og hröðum hversdagsleika og frá því að þau fluttu heim hafi það blundað í henni að fara aftur út einhvern daginn. „Við höfum fengið að upplifa hvernig hlutirnir ganga úti á meginlandinu og ákveðið að breyta til. Ég get unnið áfram hvar sem er með tölvuna í fanginu, en þráum einfaldlega meiri ró, hægari daga og fleiri sunnudaga þar sem við hjólum út með börnunum í stað þess að vera í þremur barnaafmælum á dag,“ segir hún og hlær. Dreymir um að búa á tveimur stöðum Hjónin eru mjög samstíga í ákvörðuninni, og Elísabet segir börnin taka vel í flutningana. Gunnar Steinn mun áfram sinna starfi sínu hjá Sjöstrand, þar sem hann situr einnig í stjórn félagsins en hjónin eru bæði í eigendahópi félagsins hér á landi og í Svíþjóð. Spurð hversu lengi þau ætli að vera úti segir Elísabet að þau ætli að byrja á því að vera í eitt til tvö ár. „Það fer allt eftir því hvernig öllum líður. Þetta snýst ekki um að flýja Ísland, heldur frekar um að finna jafnvægið á ný. Ef þetta gengur ekki þá komum við bara aftur heim,“ segir Elísabet og bætir við: „Draumurinn væri að geta verið 50/50 bæði hér og úti en það gengur kannski ekki alveg upp þegar kemur að skólagöngu barna. Kannski í framtíðinni.“ Mikilvægi hringrásarinnar Í tilefni flutninganna mun Elísabet standa fyrir markaði í verslun Sjöstrand við Borgartún á morgun. Þar mun hún selja fatnað og ýmislegt annað og bjóða gestum upp á lífrænt kaffi. „Við ætlum ekki að flytja allt með okkur, aðeins persónulega hluti. Ég er að minnka fataskápinn og hef selt mikið af fötunum mínum,“ segir Elísabet og leggur áherslu á að hún fylgi þeirri reglu að selja eitthvað áður en hún kaupir nýtt. „Framtíðin er í hringrásinni – líka í tískunni,“ bætir hún við. View this post on Instagram A post shared by Elísabet Gunnars (@elgunnars) Íslendingar erlendis Tímamót Mest lesið „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Lífið Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Tíska og hönnun Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Lífið Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Tónlist Fleiri fréttir „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Hvorki síldarævintýri né gervigreind Krakkatían: Pizza, leikhús og þjóðfáni Vill hvetja mæður til að segja eigin sögu Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Fréttatía vikunnar: Dreki, HúbbaBúbba og verðbólgan Júlí Heiðar og Dísa byrja með hlaðvarp Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Sjá meira
Elísabet og Gunnar bjuggu erlendis í um þrettán ár og hafa flutt landanna á milli áður en þau fluttu til Íslands árið 2021, þar sem Gunnar var atvinnumaður í handbolta og á samningi víðs vegar um Evrópu, síðast í Danmörku. Saman eiga þau þrjú börn á aldrinum tveggja til sextán ára. Eldri börnin eru fædd á meginlandinu en sú yngsta hér á landi. „Ástæðan fyrir flutningunum núna er einföld. Við erum einfaldlega að sækja í hægari takt á meðan börnin eru enn lítil,“ segir Elísabet í samtali við Vísi. Elísabet og Gunnar fluttu ung að aldri erlendis og höfðu því ekki áður upplifað það að vera fullorðið fólk með börn búsett hér heima á Íslandi. Elísabet segir síðastliðin fjögur ár hafa einkennst af framkvæmdum og hröðum hversdagsleika og frá því að þau fluttu heim hafi það blundað í henni að fara aftur út einhvern daginn. „Við höfum fengið að upplifa hvernig hlutirnir ganga úti á meginlandinu og ákveðið að breyta til. Ég get unnið áfram hvar sem er með tölvuna í fanginu, en þráum einfaldlega meiri ró, hægari daga og fleiri sunnudaga þar sem við hjólum út með börnunum í stað þess að vera í þremur barnaafmælum á dag,“ segir hún og hlær. Dreymir um að búa á tveimur stöðum Hjónin eru mjög samstíga í ákvörðuninni, og Elísabet segir börnin taka vel í flutningana. Gunnar Steinn mun áfram sinna starfi sínu hjá Sjöstrand, þar sem hann situr einnig í stjórn félagsins en hjónin eru bæði í eigendahópi félagsins hér á landi og í Svíþjóð. Spurð hversu lengi þau ætli að vera úti segir Elísabet að þau ætli að byrja á því að vera í eitt til tvö ár. „Það fer allt eftir því hvernig öllum líður. Þetta snýst ekki um að flýja Ísland, heldur frekar um að finna jafnvægið á ný. Ef þetta gengur ekki þá komum við bara aftur heim,“ segir Elísabet og bætir við: „Draumurinn væri að geta verið 50/50 bæði hér og úti en það gengur kannski ekki alveg upp þegar kemur að skólagöngu barna. Kannski í framtíðinni.“ Mikilvægi hringrásarinnar Í tilefni flutninganna mun Elísabet standa fyrir markaði í verslun Sjöstrand við Borgartún á morgun. Þar mun hún selja fatnað og ýmislegt annað og bjóða gestum upp á lífrænt kaffi. „Við ætlum ekki að flytja allt með okkur, aðeins persónulega hluti. Ég er að minnka fataskápinn og hef selt mikið af fötunum mínum,“ segir Elísabet og leggur áherslu á að hún fylgi þeirri reglu að selja eitthvað áður en hún kaupir nýtt. „Framtíðin er í hringrásinni – líka í tískunni,“ bætir hún við. View this post on Instagram A post shared by Elísabet Gunnars (@elgunnars)
Íslendingar erlendis Tímamót Mest lesið „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Lífið Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Tíska og hönnun Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Lífið Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Tónlist Fleiri fréttir „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Hvorki síldarævintýri né gervigreind Krakkatían: Pizza, leikhús og þjóðfáni Vill hvetja mæður til að segja eigin sögu Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Fréttatía vikunnar: Dreki, HúbbaBúbba og verðbólgan Júlí Heiðar og Dísa byrja með hlaðvarp Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Sjá meira