Lífið

Rithöfundurinn Julie Powell er látin

Rithöfundurinn Julie Powell, sem best er þekkt fyrir að hafa eldað allar uppskriftir í bók kokksins Juliu Child, „Mastering the Art of French Cooking“ er látin 49 ára að aldri. Powell lést úr hjartastoppi á heimili sínu í New York.

Lífið

ILVA þjófstartar jólunum

Hefð er fyrir því að þjófstarta jólunum í ILVA og halda árlegt Open by Night kvöld verslunarinnar. Það er nú komið að þessum skemmtilega viðburði sem verður haldinn á morgun miðvikudaginn 2. nóvember í versluninni í Kauptúni á milli kl. 18-22.

Lífið samstarf

Tónleikar í heimahúsum Skagamanna

Tónlistarhátíðin HEIMA-SKAGI á Akranesi er einstök hátíð sem fer fram á heimilum Skagamanna. Hún er haldin er í tengslum við Vökudaga, menningarhátíð Akurnesinga. Á henni spila tíu listamenn í tíu heimahúsum tvisvar sinnum yfir laugardaginn 5. nóvember. 

Lífið

„Nú er ég meira að skrifa um persónulega hluti“

Ungstirnið Guðlaug Sóley, jafnan þekkt sem Gugusar, er ein af þeim upprennandi íslensku söngkonum sem koma fram á Iceland Airwaves hátíðinni í ár. Gugusar semur tónlistina sína alla sjálf ásamt því að pródúsera og fær innblásturinn víða. Blaðamaður hitti hana í kaffi og tók á henni púlsinn.

Tónlist

Heidi Klum mætti sem ormur

Fyrirsætan Heidi Klum er þekkt fyrir það að klæðast stórkostlegum búningum á hrekkjavöku sem eru í raun listaverk. Í ár hélt hún í hefðina og mætti klædd sem ormur og lá á gólfinu í viðtölunum sem hún fór í. 

Lífið

„Maður er viðkvæmari fyrir þessu en mörgu öðru“

Út er komin glæpasagan Reykjavík eftir þau Ragnar Jónasson og Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra. Það er alvanalegt að stjórnmálamenn sendi frá sér ævisögur um tíma sinn í pólitíkinni en fáheyrt að þeir sendi frá sér skáldsögur og það á meðan þeir sitja í embætti.

Menning

„Hvorug glöð en bæði falleg“

Tvítugi tónlistarmaðurinn Kári Egilsson byrjaði í tónlist sjö ára gamall og hefur farið í ýmsar áttir síðan þá í ævintýralegum heimi tónlistarinnar. Hann var að senda frá sér sína fyrstu smáskífu sem heitir Something Better/Moonbeams og er hluti af væntanlegri plötu sem kemur út í janúar.

Tónlist

Bros: Enginn er annars bróðir í leik

Fyrir tveimur vikum kom kvikmyndin Smile í bíó, en nú er farið að sýna gamanmyndina Bros. Hver er tengingin? Auðvitað engin nema hvað titlarnir eru sama orðið á íslensku og ensku (svo er Bros auðvitað ekki vísun í bros, heldur stytting á orðinu brothers). 

Gagnrýni

Rosa­legur lúxus í einka­þotu Icelandair

Gríðarlegur lúxus er um borð í einkaflugvél Icelandair og eru innanstokksmunir langt frá því sem farþegar í hefðbundnu áætlunarflugi kunna að hafa vanist. Fyrirtækið Abercrombie & Kent, sem sérhæfir sig í lúxusferðalögum, leigir vélina af flugfélaginu en áhöfnin er íslensk.

Lífið

Afmælisveisla hjá GameTíví

Mikill fögnuður mun einkenna streymi GameTíví í kvöld. Þar munu strákarnir nefnilega fagna fimmtíu ára afmælis Óla Jóels, auk sem þeir munu spila Modern Warfare 2 og Warzone.

Leikjavísir

Tökum á Snertingu lokið í London

Tökum á kvikmyndinni Snertingu, í leikstjórn Baltasars Kormáks, lauk í London í mánuðinum. Tökur halda áfram á Íslandi í kvikmyndaveri RVK Studios í nóvember. Þaðan verður haldið til Japans eftir áramót þar sem tökum lýkur.

Bíó og sjónvarp

Fljótabóndinn segir svínin vera gáfuðustu húsdýrin

„Þetta eru bráðgáfuð kvikindi. Af húsdýrunum, þá eru svínin langgáfuðust. Það er svo auðvelt að kenna þeim allt,“ segir Jóhannes Ríkharðsson, bóndi á Brúnastöðum í Fljótum, en svínin eru meðal dýranna í húsdýragarðinum sem þar er rekinn samhliða sauðfjár- og geitabúi ásamt ferðaþjónustu.

Lífið

Egill Ólafsson með Parkinsons

Tónleikum Stuðmanna í Hörpu sem áttu að fara fram í þarnæstu viku hefur verið aflýst. Í tilkynningu frá tónleikahöldurum segir að ástæða frestunarinnar séu veikindi söngvara Stuðmanna, Egils Ólafssonar. 

Lífið