Lífið

Robert Downey Jr snýr aftur í Marvel-heima

Stórleikarinn Robert Downey Jr mun fara með hlutverk í tveimur væntanlegum bíómyndum Marvel. Um er að ræða tvíleikinn Avengers: Doomsday og Avengers: Secret Wars, og mun Downey fara með hlutverk skúrksins Victor Von Doom, eða Doctor Doom, í þeim báðum. 

Bíó og sjónvarp

Ná­granna­stjarnan Janet Andrewartha látin

Leikkonan Janet Andrewartha sem fór með hlutverk Lyn Scully í sápuóperunni Nágrönnum er látin, 72 ára að aldri. Greint er frá fráfalli hennar á Instagram-síðu sjónvarpsþáttanna vinsælu en persónan Lyn Scully var móðir Stephanie, Felicity og Michelle, og var gift Joe, í um tuttugu ár frá árinu 1999.

Lífið

Guðni hljóp í Kerlingar­fjöllum og flutti sitt síðasta á­varp

Fjallahlaupið Kerlingarfjöll ULTRA var haldið í fyrsta skiptið í blíðskaparveðri í gær. Keppendur spreyttu sig á þremur vegalengdum á miðhálendinu og tókust á við krefjandi aðstæður með bros á vör. Guðni fráfarandi forseti var meðal þátttakenda og flutti þar sitt síðasta formlega ávarp.

Lífið

Þurfti að hætta eftir sex tíma í sjónum

Sjósundkappinn Sigurgeir Svanbergsson ætlaði að synda um 17 kílómetra leið frá Akranesi til Reykjavíkur í gær, en þurfti að hætta á miðri leið vegna veðurs. Hann er svekktur en ætlar að reyna aftur. Tilefnið var áheitasöfnun fyrir börn á Gasa í samstarfi við Barnaheill.

Lífið

„Þetta er ekki jafn svaka­legt og maður í­myndar sér“

 „Þetta var svo fallegt einhvern veginn, að vera í öðru landi og tengjast einhverjum,“segir Sigurbjörg Erna Halldórsdóttir. Bróðir hennar, Hlynur Halldórsson greindist með bráðahvítblæði árið 2018 og þurfti í kjölfarið að ganga í gegnum stofnfrumuskipti, þar sem blóð er sótt í beinmerg úr heilbrigðum einstaklingi og fært yfir í þann greinda. Það var úr að Sigurbjörg varð stofnfrumugjafi og tók þannig beinan þátt í krabbameinsmeðferð bróður síns.

Lífið

Ein­tóm gleði á Bræðslunni

Tónlistarhátíðin Bræðslan er haldin á Borgarfirði Eystri um helgina. Bræðslustjóri segir stemninguna með allra besta móti, og eintóm gleði og hamingja sé við völd. Í bænum er ógrynni af fólki og tjaldstæðið er orðið vel þétt.

Lífið

„Næst á svið er Mammaðín!“

Tvíeykið Mammaðín, sem samanstendur af fyrrum óvinkonunum Elínu Hall og Kötlu Njálsdóttur, gaf í gær út sitt fyrsta lag, Frekjukast. Flugbeitt kaldhæðni og pönk í poppuðum búningi er þeirra tilraun til að vera mótspyrna við hættulegri þróun í heiminum.

Tónlist

Birtu nýja stiklu fyrir Rings of Power

Lord of the Rings aðdáendur geta hlakkað til haustsins enda mun það færa þeim nýja þáttaröð af Rings of Power sem fer í sýningar á Amazon Prime Video þann 29. ágúst.

Lífið

Segir lúsmýið ekki biðja um of mikið

„Lúsmýið er ekki að biðja um mikið. Bara pínulítið blóð,“ segir tónlistarmaðurinn Sváfnir Sigurðarson sem var að gefa út lagið Söngur lúsmýsins. Lagið var samið fyrir splunkunýtt gamanleikrit og setur sig í spor grey lúsmýsins sem flest allir hata.

Tónlist

Arna Ýr uppljóstrar um kostnað brúð­kaupsins

Brúðkaup Örnu Ýrar Jónsdóttur, fegurðardrottningar og hjúkrunarfræðinema, og eiginmanns hennar Vignis Þór Bollasonar kírópraktors, kostaði rúmar átta milljónir. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýjasta hlaðvarpsþætti Stöllur í öllu sem er í umsjón Örnu Ýrar og Chrissie Thelmu.

Lífið

Hefur lifað tveimur lífum

„Þegar ég var yngri langaði mig alltaf að keppa en hafði aldrei sjálfstraustið í það, svo mörgum árum síðar fæ ég skemmtileg skilaboð þar sem mér er boðið í viðtal til að taka þátt í Ungfrú Ísland,“ segir Sunna Líf Guðmundsdóttir sem hélt í fyrstu að um grín væri að ræða. Sunna Líf er þrítug móðir búsett í Borgarnesi og meðal keppenda í Ungfrú Ísland sem verður haldin í Gamla Bíó 14. ágúst næstkomandi.

Lífið

Hass, rokk og hósta­saft

Leðjurokkssveitin Weedeater frá suðurríkjum Bandaríkjanna treður upp á Gauknum sunnudagskvöldið 28. júlí næstkomandi. Sveitin hefur verið starfandi frá árinu 1998 og er með þeim þekktari innan leðjurokksgeirans, en þetta er þó í fyrsta sinn sem hún spilar hérlendis. 

Tónlist

Nýtur lífsins á­hyggju­laus í áhrifavaldaferð í Króatíu

„Þetta snýst um að hafa ekki áhyggjur, þetta græjast,“ segir áhrifavaldurinn og athafnamaðurinn Arnar Gauti, jafnan þekktur sem Lil Curly. Hann var að senda frá sér lagið Ekki hafa áhyggjur og nýtur sömuleiðis lífsins áhyggjulaus í hópi íslenskra stjarna í Króatíu um þessar mundir.

Tónlist

Björk með besta at­riði í sögu Ólympíu­leikanna

Fyrir tuttugu árum steig Björk Guðmunsdóttir á stokk með tónlistaratriði á Ólympíuleikunum í Aþenu 2004 og sló í gegn. Á nýjum lista tímaritsins Dig skýtur Björk kanónum á borð við Pavarotti og Paul McCartney ref fyrir rass og landar fyrsta sæti yfir besta tónlistaratriði í sögu Ólympíuleikanna.

Tónlist

Allt á fullri ferð á Húsa­vík um helgina

Búist er við allt að fjögur þúsund gestum á Húsavík um helgina, þegar bæjarhátíðin Mærudagar fer fram. Karnivalstemning og tónlistarveisla verður meðal þess sem hátíðargestir fá að njóta á Húsavíkurbryggju.

Menning

Hvernig skal takast á við slæma veðrið

Veðrið á Íslandi í sumar hefur vægast sagt valdið vonbrigðum. Fullyrðingar um frábært sumar gerði landsmenn spennta og vonbrigðin vegna sólarleysis leyna sér ekki. Sálfræðingar segja þó að ýmislegt sé hægt að gera til að auka hamingjuna í slæma veðrinu.

Lífið

Tískan á Ólympíu­leikunum

Sumarólympíuleikarnir 2024 verða settir með pomp og prakt í dag í París. Tískurisinn Louis Vuitton tók forskot á sæluna og bauð í fyrirpartý fyrir leikana í gær í höfuðstöðvum sínum þar sem stórstjörnur, hátískubransinn og atvinnu íþróttafólk kom saman í sínu alflottasta pússi.

Tíska og hönnun

Ó­gleyman­leg gleðivíma að koma út

„Ég fór strax að hugsa um litlu Margréti sem var að fara á sitt fyrsta Pride. Tilfinningin var bara gleðivíma,“ segir tónlistarkonan Margrét Rán sem er á bak við Pride lagið í ár. Hún er sömuleiðis að fara af stað með nýtt sólóverkefni undir nafninu Rán en blaðamaður ræddi við hana um listina og hinseginleikann.

Tónlist

Fimm heillandi ein­býli á Akur­eyri

Á fasteignavef Vísis er að finna fjölbreytt framboð af eignum af öllum stærðum og gerðum. Lífið á Vísi tók saman lista sem samanstendur af fimm glæsilegum einbýlishúsum á Akureyri sem eiga það sameiginlegt að vera með stórkostleg útsýni.

Lífið