Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Magnús Jochum Pálsson skrifar 4. september 2025 13:04 Saddur köttur og óhrædd rotta? Eða kannski bara tveir góðir félagar? Vesturbæingar sem áttu ferð um Hofsvallagötuna síðdegis í gær ráku eflaust upp stór augu þegar við blasti friðsæll fundur kattar og rottu. Kötturinn virtist saddur og rottan óhrædd. En hvað entist friðurinn lengi? Sunna Guðnadóttir birti mynd af fundi dýranna á Vesturbæjar-grúppunni á Facebook rétt fyrir sex í gær. Myndin vakti skiljanlega mikil viðbrögð, grínistar fóru á stjá og ýmsar kenningar spunnar um fundinn. „Þarna er örugglega verið að taka upp einhverja Hollywood- eða Disneymynd!“ skrifaði Bryndís Björgvins við færsluna. Atli Björnsson tók í svipaðan streng: „Íslensku Tommi og Jenni á ferð um Reykjavíkina.“ „Rottan er eins og hún sé að kalla á félaga sína að koma,“ skrifaði Egill Helgason, menningarspekúlant, sem hafði greinilega rýnt í líkamstjáninguna. Eiríkur Garðar Einarsson hafði séð rottu og kött á Hofsvallagötu nema hvað hlutverkin voru þar öfugsnúin: „Ég sá einu sinni risastóra rottu hlaupa á eftir ketti á harðahlaupum niður þessa götu, var alveg mögnuð sjón.“ Linda Jóhannsdottir var með svör á reiðum höndum um af hverju kisinn óð ekki í rottuna: „Kettir veiða ekki fullvaxnar rottur, þær eru of óhræddar og kötturinn ekki svangur. No worries nema ef manneskja skyldi keyra yfir rottugreyið.“ Ekki með neitt „brjálað veiðieðli“ Stóra spurningin er: Hvað varð um félagana tvo eftir að myndin var tekin? Fréttastofa heyrði hljóðið í Vesturbæingnum Sunnu Guðnadóttur sem sagði fósturmóður sína, sem er í heimsókn frá Kanada, hafði fangað þessa skemmtilegu sýn þar sem þær voru á göngu um hverfið. „Rottuunginn hljóp inn í garð og kisa reyndi að elta hann en stoppaði við garðvegginn,“ sagði Sunna um hvað gerðist næst og bætti við: „Kisinn virtist ekki vera með neitt brjálað veiðieðli.“ Og þannig fór um sjóferð þá. Umferð stöðvuð á Snorrabraut Í miðjum skrifum um vinina í Vesturbæ heyrði blaðamaður af annarri skemmtilegri uppákomu sem tengdist rottu og ketti á Snorrabraut. Þar hafði rólyndisrotta plantað sér milli akreina á miðri götunni, vakið forvitni kattar í hverfinu og um leið stöðvað ferð sjúkrabíls. Kötturinn beið og beið eftir því að bílarnir keyrðu framhjá og rottan ætlaði ekki að haggast. Á endanum ákvað rottan að flýja af vettvangi og fylgdi kötturinn á hæla hennar eins og sjá má hér að neðan: Dýr Umferð Reykjavík Kettir Grín og gaman Tengdar fréttir Vöknuðu með rottu upp í rúmi Sara Bjarney Ólafsdóttir og maður hennar fengu afar óvelkominn gest heim til sín í nótt, þegar stærðarinnar rotta var komin til þeirra upp í rúm. Maður hennar fór fram, náði í brauðbretti og afgreiddi málið. 19. ágúst 2025 10:08 Mest lesið „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ Lífið Musk æstur í Reðasafnið Lífið Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Lífið „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Bíó og sjónvarp „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Tíska og hönnun Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Tónlist Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Lífið „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lífið Heitasta listapar landsins á djamminu Lífið Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið Fleiri fréttir Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sjá meira
Sunna Guðnadóttir birti mynd af fundi dýranna á Vesturbæjar-grúppunni á Facebook rétt fyrir sex í gær. Myndin vakti skiljanlega mikil viðbrögð, grínistar fóru á stjá og ýmsar kenningar spunnar um fundinn. „Þarna er örugglega verið að taka upp einhverja Hollywood- eða Disneymynd!“ skrifaði Bryndís Björgvins við færsluna. Atli Björnsson tók í svipaðan streng: „Íslensku Tommi og Jenni á ferð um Reykjavíkina.“ „Rottan er eins og hún sé að kalla á félaga sína að koma,“ skrifaði Egill Helgason, menningarspekúlant, sem hafði greinilega rýnt í líkamstjáninguna. Eiríkur Garðar Einarsson hafði séð rottu og kött á Hofsvallagötu nema hvað hlutverkin voru þar öfugsnúin: „Ég sá einu sinni risastóra rottu hlaupa á eftir ketti á harðahlaupum niður þessa götu, var alveg mögnuð sjón.“ Linda Jóhannsdottir var með svör á reiðum höndum um af hverju kisinn óð ekki í rottuna: „Kettir veiða ekki fullvaxnar rottur, þær eru of óhræddar og kötturinn ekki svangur. No worries nema ef manneskja skyldi keyra yfir rottugreyið.“ Ekki með neitt „brjálað veiðieðli“ Stóra spurningin er: Hvað varð um félagana tvo eftir að myndin var tekin? Fréttastofa heyrði hljóðið í Vesturbæingnum Sunnu Guðnadóttur sem sagði fósturmóður sína, sem er í heimsókn frá Kanada, hafði fangað þessa skemmtilegu sýn þar sem þær voru á göngu um hverfið. „Rottuunginn hljóp inn í garð og kisa reyndi að elta hann en stoppaði við garðvegginn,“ sagði Sunna um hvað gerðist næst og bætti við: „Kisinn virtist ekki vera með neitt brjálað veiðieðli.“ Og þannig fór um sjóferð þá. Umferð stöðvuð á Snorrabraut Í miðjum skrifum um vinina í Vesturbæ heyrði blaðamaður af annarri skemmtilegri uppákomu sem tengdist rottu og ketti á Snorrabraut. Þar hafði rólyndisrotta plantað sér milli akreina á miðri götunni, vakið forvitni kattar í hverfinu og um leið stöðvað ferð sjúkrabíls. Kötturinn beið og beið eftir því að bílarnir keyrðu framhjá og rottan ætlaði ekki að haggast. Á endanum ákvað rottan að flýja af vettvangi og fylgdi kötturinn á hæla hennar eins og sjá má hér að neðan:
Dýr Umferð Reykjavík Kettir Grín og gaman Tengdar fréttir Vöknuðu með rottu upp í rúmi Sara Bjarney Ólafsdóttir og maður hennar fengu afar óvelkominn gest heim til sín í nótt, þegar stærðarinnar rotta var komin til þeirra upp í rúm. Maður hennar fór fram, náði í brauðbretti og afgreiddi málið. 19. ágúst 2025 10:08 Mest lesið „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ Lífið Musk æstur í Reðasafnið Lífið Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Lífið „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Bíó og sjónvarp „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Tíska og hönnun Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Tónlist Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Lífið „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lífið Heitasta listapar landsins á djamminu Lífið Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið Fleiri fréttir Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sjá meira
Vöknuðu með rottu upp í rúmi Sara Bjarney Ólafsdóttir og maður hennar fengu afar óvelkominn gest heim til sín í nótt, þegar stærðarinnar rotta var komin til þeirra upp í rúm. Maður hennar fór fram, náði í brauðbretti og afgreiddi málið. 19. ágúst 2025 10:08
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?”