Menning Ljósmyndari þjóðarinnar Á laugardag verður opnuð í Þjóðminjasafninu sýning á ljósmyndum Vigfúsar Sigurgeirssonar frá árunum 1928-1958 en á því tímabili var hann einn afkastamesti ljósmyndari landsins. Menning 26.9.2008 04:30 Myndbandalist í Gerðubergi Opnuð var yfirlitssýning á verkum myndbandslistakonunnar Steinu – Steinunnar Briem Bjarnadóttur Vasulka – í menningarmiðstöðinni Gerðubergi um síðustu helgi. Menning 26.9.2008 02:45 Engisprettur koma aftur á svið Leikhúsunnendum sem misstu af Engisprettum á liðnu leikári gefst nú tækifæri til að sjá þessa rómuðu leiksýningu, en efnt verður til fimm aukasýninga á verkinu nú í haust. Menning 26.9.2008 02:45 Katrín á sigurbraut Katrín Elvarsdóttir ljósmyndari hefur verið tilnefnd til Deutsche Börse Photographic Prize fyrir sýningu sína Margsaga sem nú er uppi í Gallerí Ágúst á Baldursgötunni í Reykjavík. Verðlaunin eru veitt fyrir framúrskarandi framlag til samtímaljósmyndunar í Evrópu á síðastliðnu ári. Meðal þeirra sem hlotið hafa verðlaunin eru listamennirnir Esko Männikkö, Rineke Dijkstra og Andreas Gursky. Menning 26.9.2008 01:15 100 myndir frá 27 löndum Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, hefst annað kvöld með sýningu norsku opnunarmyndarinnar O"Horten í Regnboganum. Þetta verður í fimmta sinn sem hátíðin er haldin og geta gestir nú valið úr um hundrað myndum, þar af 74 í fullri lengd, frá 27 löndum. Menning 24.9.2008 07:00 Vox vantar raddir Kórinn Vox academica er að hefja sitt 13. starfsár. Vox academica er blandaður 60 manna kór skipaður tónlistarmenntuðu fólki og þrautreyndum kórsöngvurum. Æfingar eru einu sinni í viku, á þriðjudagskvöldum og fyrsta mánudag hvers mánaðar. Menning 24.9.2008 07:00 Tilbrigðatónsmíðar í kvöld Kammerhópurinn Nordic Affect hefur vetrartónleikaröð sína í Þjóðmenningarhúsinu við Hverfisgötu í kvöld kl. 20. Á þessum fyrstu tónleikum starfsvetrarins, sem bera yfirskriftina „Fram og til baka", verður efnisskráin tileinkuð tilbrigðatónsmíðum. Menning 24.9.2008 04:00 Norrænir tónar á haustjafndægrum Kammerhópurinn Camerarctica kemur fram á tónleikum í Norræna húsinu í kvöld kl. 20, á haustjafndægrum, og leikur norræna tónlist. Menning 22.9.2008 04:00 Gefur út tvær kynlífsbækur Kynlífsfræðingurinn Yvonne Kristín Fulbright, sem á íslenska móður og bandarískan föður, hefur gefið út tvær nýjar bækur sem nefnast Pleasuring: The Secrets to Sexual Satisfaction og Your Orgasmic Pregnancy: Little Secrets Every Hot Mama Should Know. Menning 21.9.2008 08:00 Afmæli Atla fagnað Einn merkasti listamaður þjóðarinnar, tónskáldið Atli Heimir Sveinsson, fagnar sjötugsafmæli sínu á sunnudag. Af því tilefni fer fram glæsileg tónleikadagskrá nú um helgina sem teygir anga sína nokkuð inn í næstu viku og meira að segja lengra inn í haustið. Menning 18.9.2008 08:00 Perlur frumsýndar í kvöld Tvær sígildar og vinsælar óperur verða frumsýndar í Gamla bíói í kvöld, Cavalleria Rusticana og Il Pagliacci. Frumsýningin sætir tíðindum því þar eru samankomnir sterkir kraftar; Kristján Jóhannsson og Sólrún Bragadóttir, Tómas Tómasson og Auður Gunnarsdóttir eru komin heim til að syngja. Menning 18.9.2008 05:00 Hvalreki í Grindavík Leiklistarfólk sem á ættir sínar að rekja til Grindavíkur vill koma þar í gang reglulegu leiklistarstarfi. Nýverið hófust æfingar á 21 manns saknað sem Grindvíska atvinnuleikhúsið frumsýnir í lok október. Menning 18.9.2008 03:00 Dómari kallar sprengjulist Þórarins „heimskulega“ Þórarinn Ingi Jónsson, íslenski listamaðurinn sem olli uppnámi með listaverki sínu í líki sprengju í miðbæ Toronto í Kanada í fyrra, hlaut níu mánaða skilorð þegar hann kom fyrir rétt í Toronto á föstudag. Menning 16.9.2008 07:00 Endurútgefur Ólaf Jóhann „Þetta er gamall draumur sem hefur blundað í mér lengi,“ segir Pétur Már Ólafsson, útgefandi hjá bókaforlaginu Veröld, sem mun endurútgefa þríleik Ólafs Jóhanns Sigurðssonar um Pál Jónsson blaðamann á komandi mánuðum. Þríleikurinn hefur verið ófáanlegur um árabil, en bækurnar, Gangvirkið, Seiður og hélog og Drekar og smáfuglar, komu út á árunum 1955-1983. Menning 11.9.2008 06:00 Svartir þræðir Gunnhildur Þórðardóttir opnar sýninguna Svartir þræðir á laugardag kl. 14 í Grafíksafni Íslands, hafnarmegin í Hafnarhúsinu. Á sýningunni verða ætingar og skúlptúr. Menning 11.9.2008 06:00 Fýsn frumsýnd í kvöld Annað kvöld frumsýnir Leikfélag Reykjavíkur á Nýja sviði Borgarleikhússins nýtt íslenskt verk, Fýsn eftir Þórdísi Elvu Þorvaldsdóttur Bachmann. Leikritið vann leikritasamkeppnina „Sakamál á svið“ sem LR stóð fyrir árið 2006. Menning 11.9.2008 06:00 Ástarflónið norður Leikritið Fool for Love eftir bandaríska leikskáldið Sam Shepard, í uppsetningu leikhópsins Silfurtunglið, verður frumsýnt á Akureyri í kvöld. Fyrirhugaðar eru tólf sýningar á leikritinu fyrir norðan; uppselt er á fyrstu sex sýningarnar og er óðum að seljast upp á þær sex sem eftir standa. Menning 11.9.2008 05:00 Saga flóttamanna og hælisleitenda Sýningin Heima - heiman verður opnuð í Ljósmyndasafni Reykjavíkur á laugardag. Á sýningunni má sjá ljósmyndir Katrínar Elvarsdóttur af flóttamönnum og hælisleitendum á Íslandi, ásamt textabrotum og hljóðverki sem unnið er upp úr viðtölum Sigrúnar Sigurðardóttur menningarfræðings við fólkið. Menning 11.9.2008 04:00 Óður Birtu til jarðarinnar Myndlistarkonan Birta Guðjónsdóttir opnar sýninguna Heim í Gallery Turpentine á morgun kl. 18. Með sýningunni er Birta að velta fyrir sér hugtakinu heima; hvenær maður er heima og hvenær maður kemur heim. Menning 11.9.2008 04:00 Fyrirlestrar og afmæli kartöflunnar Akureyrarakademían, Félag sjálfstætt starfandi fræðimanna á Norðurlandi, hleypir í vikunni vetrarfyrirlestraröð sinni af stað á ný. Fyrirlestraröðinni var vel tekið síðasta vetur og sóttu erindin á þriðja hundrað manns, bæði félagar í Akademíunni og aðrir áhugasamir. Menning 11.9.2008 04:00 Ólöf opnar sýningu Sýning á verkum myndlistarkonunnar Ólafar Bjargar Björnsdóttur verður opnuð í dag kl. 17 í Artóteki, sem er á jarðhæð aðalsafns Borgarbókasafns Reykjavíkur, Tryggvagötu 15. Nefnist sýningin „Áttavitinn sjálfsnánd og mild mýkingarefni". Menning 11.9.2008 03:00 Gylfi semur um Breiðavík Breiðavíkurmálið hefur verið flestum landsmönnum hugleikið. Gylfi Ægisson hefur nú samið ljóð um Breiðavíkurdrengina, sem hann kallar einfaldlega Breiðavíkurdrengirnir. Menning 9.9.2008 05:00 Þjóðleikhúsið opið Boðið verður upp á opið hús í Þjóðleikhúsinu í dag á milli kl. 13 og 16. Þar verður margt skemmtilegt um að vera; Tinna Gunnlaugsdóttir þjóðleikhússtjóri mun taka á móti gestum í sínu fínasta leikhúspússi, ræningjarnir úr Kardemommubænum ætla að grilla á tröppum Þjóðleikhússins og starfsfólk og leikarar hússins verða á ferð og flugi um alla bygginguna, uppáklædd í tilefni dagsins, leitandi að ísbirni sem ku hafa tekið sér bólfestu í húsinu. Menning 6.9.2008 05:00 Píanóverk Þorkels í Salnum Tónleikar til heiðurs tónskáldinu Þorkeli Sigurbjörnssyni sjötugum fara fram í Salnum annað kvöld. Þar mun píanóleikarinn Kristín Jónína Taylor leika öll verk Þorkels fyrir píanó. Menning 6.9.2008 04:00 Safnarar selja eigur sínar Menningarmiðstöðin Gerðuberg í Breiðholti er uppátækjasöm með meiru og stendur oft fyrir viðburðum sem hressa verulega upp á gráan hversdaginn. Í dag verður þar margt um dýrðir þegar haldinn verður safnaramarkaður í tengslum við sýninguna Stefnumót við safnara III Menning 6.9.2008 04:00 Dansarar funda í Höfn Um tuttugu íslenskir danshöfundar eru samankomnir í Kaupmannahöfn nú um helgina til að minnast Reykjavík Dance Festival. Hátíðin, sem halda átti í sjötta sinn þessa helgi, er í uppnámi eftir að menntamálaráðuneytið hætti stuðningi við hana í vor. Menning 6.9.2008 04:00 Örlög guðanna í myndum Sýning á myndskreytingum Kristínar Rögnu Gunnarsdóttur fyrir barnabókina Örlög guðanna, sem kom út fyrir hálfum mánuði á vegum Máls og menningar, verður opnuð í Þjóðminjasafninu í dag kl. 14. Bók þessi, sem er samstarfsverkefni myndskreytisins Kristínar og Ingunnar Ásdísardóttur sem skrifar textann, setur fram allar helstu sögur af norrænum goðum og gyðjum á þann hátt að bæði börn og fullorðnir geta haft gagn og gaman af. Menning 6.9.2008 03:00 Ímynd Reykjavíkur í kreppu Sviðslistahópurinn 16 elskendur býður áhorfendum á ferðaskrifstofuna Íkea-ferðir í dag. „Við lögðum upp með að fjalla um ímynd Reykjavíkur og út frá því fórum við að skoða ímynd og yfirborð annarra staða," segir Eva Rún Snorradóttir, ein elskendanna. Menning 6.9.2008 03:00 List gerir heimilið Fimmta einkasýning Rakelar S. Steinþórsdóttur, Ævintýri á Ljósanótt, var opnuð á Flughóteli í Keflavík í gær. „Þetta er rosalega skemmtilegt verkefni og ég er ægilega ánægð með þetta. Ég er að sýna myndir sem ég er búin að vera að mála þetta árið. Menning 5.9.2008 06:15 Prufur í dansflokk Stúdentadansflokkurinn er nú að hefja sitt þriðja starfsár og munu inntökupróf í flokkinn fara fram á morgun kl. 16 í húsnæði Klassíska listdansskólans að Grensásvegi 14. Menning 5.9.2008 06:00 « ‹ 177 178 179 180 181 182 183 184 185 … 334 ›
Ljósmyndari þjóðarinnar Á laugardag verður opnuð í Þjóðminjasafninu sýning á ljósmyndum Vigfúsar Sigurgeirssonar frá árunum 1928-1958 en á því tímabili var hann einn afkastamesti ljósmyndari landsins. Menning 26.9.2008 04:30
Myndbandalist í Gerðubergi Opnuð var yfirlitssýning á verkum myndbandslistakonunnar Steinu – Steinunnar Briem Bjarnadóttur Vasulka – í menningarmiðstöðinni Gerðubergi um síðustu helgi. Menning 26.9.2008 02:45
Engisprettur koma aftur á svið Leikhúsunnendum sem misstu af Engisprettum á liðnu leikári gefst nú tækifæri til að sjá þessa rómuðu leiksýningu, en efnt verður til fimm aukasýninga á verkinu nú í haust. Menning 26.9.2008 02:45
Katrín á sigurbraut Katrín Elvarsdóttir ljósmyndari hefur verið tilnefnd til Deutsche Börse Photographic Prize fyrir sýningu sína Margsaga sem nú er uppi í Gallerí Ágúst á Baldursgötunni í Reykjavík. Verðlaunin eru veitt fyrir framúrskarandi framlag til samtímaljósmyndunar í Evrópu á síðastliðnu ári. Meðal þeirra sem hlotið hafa verðlaunin eru listamennirnir Esko Männikkö, Rineke Dijkstra og Andreas Gursky. Menning 26.9.2008 01:15
100 myndir frá 27 löndum Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, hefst annað kvöld með sýningu norsku opnunarmyndarinnar O"Horten í Regnboganum. Þetta verður í fimmta sinn sem hátíðin er haldin og geta gestir nú valið úr um hundrað myndum, þar af 74 í fullri lengd, frá 27 löndum. Menning 24.9.2008 07:00
Vox vantar raddir Kórinn Vox academica er að hefja sitt 13. starfsár. Vox academica er blandaður 60 manna kór skipaður tónlistarmenntuðu fólki og þrautreyndum kórsöngvurum. Æfingar eru einu sinni í viku, á þriðjudagskvöldum og fyrsta mánudag hvers mánaðar. Menning 24.9.2008 07:00
Tilbrigðatónsmíðar í kvöld Kammerhópurinn Nordic Affect hefur vetrartónleikaröð sína í Þjóðmenningarhúsinu við Hverfisgötu í kvöld kl. 20. Á þessum fyrstu tónleikum starfsvetrarins, sem bera yfirskriftina „Fram og til baka", verður efnisskráin tileinkuð tilbrigðatónsmíðum. Menning 24.9.2008 04:00
Norrænir tónar á haustjafndægrum Kammerhópurinn Camerarctica kemur fram á tónleikum í Norræna húsinu í kvöld kl. 20, á haustjafndægrum, og leikur norræna tónlist. Menning 22.9.2008 04:00
Gefur út tvær kynlífsbækur Kynlífsfræðingurinn Yvonne Kristín Fulbright, sem á íslenska móður og bandarískan föður, hefur gefið út tvær nýjar bækur sem nefnast Pleasuring: The Secrets to Sexual Satisfaction og Your Orgasmic Pregnancy: Little Secrets Every Hot Mama Should Know. Menning 21.9.2008 08:00
Afmæli Atla fagnað Einn merkasti listamaður þjóðarinnar, tónskáldið Atli Heimir Sveinsson, fagnar sjötugsafmæli sínu á sunnudag. Af því tilefni fer fram glæsileg tónleikadagskrá nú um helgina sem teygir anga sína nokkuð inn í næstu viku og meira að segja lengra inn í haustið. Menning 18.9.2008 08:00
Perlur frumsýndar í kvöld Tvær sígildar og vinsælar óperur verða frumsýndar í Gamla bíói í kvöld, Cavalleria Rusticana og Il Pagliacci. Frumsýningin sætir tíðindum því þar eru samankomnir sterkir kraftar; Kristján Jóhannsson og Sólrún Bragadóttir, Tómas Tómasson og Auður Gunnarsdóttir eru komin heim til að syngja. Menning 18.9.2008 05:00
Hvalreki í Grindavík Leiklistarfólk sem á ættir sínar að rekja til Grindavíkur vill koma þar í gang reglulegu leiklistarstarfi. Nýverið hófust æfingar á 21 manns saknað sem Grindvíska atvinnuleikhúsið frumsýnir í lok október. Menning 18.9.2008 03:00
Dómari kallar sprengjulist Þórarins „heimskulega“ Þórarinn Ingi Jónsson, íslenski listamaðurinn sem olli uppnámi með listaverki sínu í líki sprengju í miðbæ Toronto í Kanada í fyrra, hlaut níu mánaða skilorð þegar hann kom fyrir rétt í Toronto á föstudag. Menning 16.9.2008 07:00
Endurútgefur Ólaf Jóhann „Þetta er gamall draumur sem hefur blundað í mér lengi,“ segir Pétur Már Ólafsson, útgefandi hjá bókaforlaginu Veröld, sem mun endurútgefa þríleik Ólafs Jóhanns Sigurðssonar um Pál Jónsson blaðamann á komandi mánuðum. Þríleikurinn hefur verið ófáanlegur um árabil, en bækurnar, Gangvirkið, Seiður og hélog og Drekar og smáfuglar, komu út á árunum 1955-1983. Menning 11.9.2008 06:00
Svartir þræðir Gunnhildur Þórðardóttir opnar sýninguna Svartir þræðir á laugardag kl. 14 í Grafíksafni Íslands, hafnarmegin í Hafnarhúsinu. Á sýningunni verða ætingar og skúlptúr. Menning 11.9.2008 06:00
Fýsn frumsýnd í kvöld Annað kvöld frumsýnir Leikfélag Reykjavíkur á Nýja sviði Borgarleikhússins nýtt íslenskt verk, Fýsn eftir Þórdísi Elvu Þorvaldsdóttur Bachmann. Leikritið vann leikritasamkeppnina „Sakamál á svið“ sem LR stóð fyrir árið 2006. Menning 11.9.2008 06:00
Ástarflónið norður Leikritið Fool for Love eftir bandaríska leikskáldið Sam Shepard, í uppsetningu leikhópsins Silfurtunglið, verður frumsýnt á Akureyri í kvöld. Fyrirhugaðar eru tólf sýningar á leikritinu fyrir norðan; uppselt er á fyrstu sex sýningarnar og er óðum að seljast upp á þær sex sem eftir standa. Menning 11.9.2008 05:00
Saga flóttamanna og hælisleitenda Sýningin Heima - heiman verður opnuð í Ljósmyndasafni Reykjavíkur á laugardag. Á sýningunni má sjá ljósmyndir Katrínar Elvarsdóttur af flóttamönnum og hælisleitendum á Íslandi, ásamt textabrotum og hljóðverki sem unnið er upp úr viðtölum Sigrúnar Sigurðardóttur menningarfræðings við fólkið. Menning 11.9.2008 04:00
Óður Birtu til jarðarinnar Myndlistarkonan Birta Guðjónsdóttir opnar sýninguna Heim í Gallery Turpentine á morgun kl. 18. Með sýningunni er Birta að velta fyrir sér hugtakinu heima; hvenær maður er heima og hvenær maður kemur heim. Menning 11.9.2008 04:00
Fyrirlestrar og afmæli kartöflunnar Akureyrarakademían, Félag sjálfstætt starfandi fræðimanna á Norðurlandi, hleypir í vikunni vetrarfyrirlestraröð sinni af stað á ný. Fyrirlestraröðinni var vel tekið síðasta vetur og sóttu erindin á þriðja hundrað manns, bæði félagar í Akademíunni og aðrir áhugasamir. Menning 11.9.2008 04:00
Ólöf opnar sýningu Sýning á verkum myndlistarkonunnar Ólafar Bjargar Björnsdóttur verður opnuð í dag kl. 17 í Artóteki, sem er á jarðhæð aðalsafns Borgarbókasafns Reykjavíkur, Tryggvagötu 15. Nefnist sýningin „Áttavitinn sjálfsnánd og mild mýkingarefni". Menning 11.9.2008 03:00
Gylfi semur um Breiðavík Breiðavíkurmálið hefur verið flestum landsmönnum hugleikið. Gylfi Ægisson hefur nú samið ljóð um Breiðavíkurdrengina, sem hann kallar einfaldlega Breiðavíkurdrengirnir. Menning 9.9.2008 05:00
Þjóðleikhúsið opið Boðið verður upp á opið hús í Þjóðleikhúsinu í dag á milli kl. 13 og 16. Þar verður margt skemmtilegt um að vera; Tinna Gunnlaugsdóttir þjóðleikhússtjóri mun taka á móti gestum í sínu fínasta leikhúspússi, ræningjarnir úr Kardemommubænum ætla að grilla á tröppum Þjóðleikhússins og starfsfólk og leikarar hússins verða á ferð og flugi um alla bygginguna, uppáklædd í tilefni dagsins, leitandi að ísbirni sem ku hafa tekið sér bólfestu í húsinu. Menning 6.9.2008 05:00
Píanóverk Þorkels í Salnum Tónleikar til heiðurs tónskáldinu Þorkeli Sigurbjörnssyni sjötugum fara fram í Salnum annað kvöld. Þar mun píanóleikarinn Kristín Jónína Taylor leika öll verk Þorkels fyrir píanó. Menning 6.9.2008 04:00
Safnarar selja eigur sínar Menningarmiðstöðin Gerðuberg í Breiðholti er uppátækjasöm með meiru og stendur oft fyrir viðburðum sem hressa verulega upp á gráan hversdaginn. Í dag verður þar margt um dýrðir þegar haldinn verður safnaramarkaður í tengslum við sýninguna Stefnumót við safnara III Menning 6.9.2008 04:00
Dansarar funda í Höfn Um tuttugu íslenskir danshöfundar eru samankomnir í Kaupmannahöfn nú um helgina til að minnast Reykjavík Dance Festival. Hátíðin, sem halda átti í sjötta sinn þessa helgi, er í uppnámi eftir að menntamálaráðuneytið hætti stuðningi við hana í vor. Menning 6.9.2008 04:00
Örlög guðanna í myndum Sýning á myndskreytingum Kristínar Rögnu Gunnarsdóttur fyrir barnabókina Örlög guðanna, sem kom út fyrir hálfum mánuði á vegum Máls og menningar, verður opnuð í Þjóðminjasafninu í dag kl. 14. Bók þessi, sem er samstarfsverkefni myndskreytisins Kristínar og Ingunnar Ásdísardóttur sem skrifar textann, setur fram allar helstu sögur af norrænum goðum og gyðjum á þann hátt að bæði börn og fullorðnir geta haft gagn og gaman af. Menning 6.9.2008 03:00
Ímynd Reykjavíkur í kreppu Sviðslistahópurinn 16 elskendur býður áhorfendum á ferðaskrifstofuna Íkea-ferðir í dag. „Við lögðum upp með að fjalla um ímynd Reykjavíkur og út frá því fórum við að skoða ímynd og yfirborð annarra staða," segir Eva Rún Snorradóttir, ein elskendanna. Menning 6.9.2008 03:00
List gerir heimilið Fimmta einkasýning Rakelar S. Steinþórsdóttur, Ævintýri á Ljósanótt, var opnuð á Flughóteli í Keflavík í gær. „Þetta er rosalega skemmtilegt verkefni og ég er ægilega ánægð með þetta. Ég er að sýna myndir sem ég er búin að vera að mála þetta árið. Menning 5.9.2008 06:15
Prufur í dansflokk Stúdentadansflokkurinn er nú að hefja sitt þriðja starfsár og munu inntökupróf í flokkinn fara fram á morgun kl. 16 í húsnæði Klassíska listdansskólans að Grensásvegi 14. Menning 5.9.2008 06:00