Menning

Söngverk Karólínu og tónskáldaspjall

Ásgerður Júníusdóttir mezzo-sópran þekkir vel til söngverka Karólínu Eiríksdóttur. Í dag verða síðdegistónleikar í Safnahúsinu við Hverfisgötu, þar flytur hún nokkur þeirra, meðal annars tvö ný.

Menning

Þórbergur sá komu tölvupóstsins fyrir

Nýtt leikverk um hugarheim, ritsnilld og ástir Þórbergs Þórðarsonar verður frumsýnt í Tjarnarbíói í kvöld af leikhópnum Edda Productions. Friðrik Friðriksson leikari er í hlutverki meistarans.

Menning

Leikgerðir sagna á sviði

Hvernig ferðast skáldsaga frá blaðsíðum bókar yfir á leiksvið? Um það spjallar Melkorka Tekla Ólafsdóttir leiklistarráðunautur í Bókakaffi Gerðubergs annað kvöld.

Menning

Lýst upp með listaverkum

Seyðfirðingar fagna komu sólar, eftir þriggja mánaða fjarveru hennar, með hátíðinni List í ljósi sem nýlega hlaut tilnefningu til Eyrarrósarinnar 2017.

Menning

Engin betri menntun fyrir rithöfund en að þýða

Kristof Magnusson, rithöfundur og þýðandi íslenskra bókmennta á þýsku, hlaut á dögunum virt þýðingarverlaun. Hann segir að þýðingar séu stærri hluti af bókmenntaheiminum í Þýskalandi en víða annars staðar í veröldinni.

Menning

Sjálfstæðir menn

„Eftilvill er hinn hvíti maður, einsog hann mótast og þjálfast undir áhrifum hins ríkjandi þjóðskipulags á Vesturlöndum, hin ömurlegasta manntegund sem sögur fara af á Jarðríki.“ – Þannig lýsti Halldór Laxness auðvaldssamfélaginu árið 1929 í grein um "vestheimska alheimsku“.

Menning

Reiðin kraumar í Næturdrottningu

Nemendaópera Söngskólans í Reykjavík flytur Töfraflautuna eftir Mozart í Norðurljósasal Hörpu á sunnudaginn. Harpa Ósk Björnsdóttir fer með hið krefjandi hlutverk Næturdrottningarinnar en samhliða fullu söngnámi stundar Harpa nám í rafmagnsverkfræði.

Menning

Rýnir í íslensk örnefni

Helgi Skúli Kjartansson sagnfræðingur flytur fyrirlestur í Odda í dag um Landnámabók og nafnfræði Þórhalls Vilmundarsonar íslenskuprófessors.

Menning

Þessi verkefni eru tilnefnd til Eyrarrósarinnar í ár

Alþýðuhúsið á Siglufirði, tónlistarhátíðin Eistnaflug á Neskaupsstað, List í ljósi á Seyðisfirði, Nes – Listamiðstöð á Skagaströnd, Rúllandi snjóbolti á Djúpavogi og Vesturfarasetrið á Hofsósi eru tilnefndi til Eyrarrósarinnar í ár.

Menning

Viljum leggja okkar af mörkum

Styrktarsýning verður á leikverkinu Andaðu í Iðnó annað kvöld. Öll innkoma rennur til Landsbjargar, í minningu Birnu Brjánsdóttur, í tilefni söfnunar Fésbókarsíðunnar Góðu systur.

Menning

Letiframburður áberandi í borginni

Orðafátækt er varasöm, segir Bragi Valdimar Skúlason sem vonar að færeyska verði þjóðtungan deyi íslenskan út. Hann segir leitt að mismunandi framburður eftir landshlutum heyrist lítið lengur en á móti komi að letiframburðurinn sé orðinn áberandi í höfuðborginni.

Menning