Syngja á latínu, katalónsku og oksítönsku Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 12. október 2017 10:15 Guðbjörg Hlín, Arngerður María, Lilja Dögg og Alexandra mynda Umbru. Þær nota allar röddina, auk annarra hljóðfæra. Svo fá þær til sín fleira listafólk á tónleika kvöldsins. Það eru fjölbreytt lög sem við flytjum, þar má nefna munkasöngva í rólegri kantinum og hringdansalög,“ segir Alexandra Kjeld, tónlistarkona í kvartettinum Umbru, sem endurvekur katalónska miðaldasöngva í kvöld í Landakotskirkju. Yfirskriftin er Þeir vilja stundum syngja og dansa og þar er átt við pílagrímana sem höfðu Montserrat-klaustrið í Katalóníu sem fastan viðkomustað á ferðum sínum. Þar fannst handrit með söngvunum á 12. öld. Í Umbru eru auk Alexöndru sem leikur á kontrabassa þær Arngerður María Árnadóttir á orgeli og keltneskri hörpu, Guðbjörg Hlín Guðmundsdóttir sem strýkur fiðlustrengi og Lilja Dögg Gunnarsdóttir flautuleikari. Allar syngja þær svo, en á hvaða tungumáli? „Að megninu til latínu en í handritinu eru líka tvö lög á katalónsku og eitt á oksítönsku, sem er eldgamalt mál frá Suður-Frakklandi,“ upplýsir Alexandra. „Við höfum fengið góð ráð hjá sérfræðingum og Katalóníubúum í sambandi við framburðinn og styðjumst við gamlar upptökur. Leggjumst alltaf í mikla rannsóknarvinnu þegar við förum í svona verkefni. Það hafa margir spreytt sig á að flytja lögin og það er engin ein rétt leið til þess. Maður getur ímyndað sér að þau hafi verið sungin utan klaustursins með öðrum textum. En í þessu tilfelli eru þau sungin til heiðurs Maríu mey.“ Tónleikarnir hefjast klukkan 20. Með Umbru koma fram Þórdís Gerður Jónsdóttir sellóleikari, Kristófer Rodriguez Svönuson slagverksleikari og bassadeild Söngsveitarinnar Ægisifjar. Menning Mest lesið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Fleiri fréttir Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Það eru fjölbreytt lög sem við flytjum, þar má nefna munkasöngva í rólegri kantinum og hringdansalög,“ segir Alexandra Kjeld, tónlistarkona í kvartettinum Umbru, sem endurvekur katalónska miðaldasöngva í kvöld í Landakotskirkju. Yfirskriftin er Þeir vilja stundum syngja og dansa og þar er átt við pílagrímana sem höfðu Montserrat-klaustrið í Katalóníu sem fastan viðkomustað á ferðum sínum. Þar fannst handrit með söngvunum á 12. öld. Í Umbru eru auk Alexöndru sem leikur á kontrabassa þær Arngerður María Árnadóttir á orgeli og keltneskri hörpu, Guðbjörg Hlín Guðmundsdóttir sem strýkur fiðlustrengi og Lilja Dögg Gunnarsdóttir flautuleikari. Allar syngja þær svo, en á hvaða tungumáli? „Að megninu til latínu en í handritinu eru líka tvö lög á katalónsku og eitt á oksítönsku, sem er eldgamalt mál frá Suður-Frakklandi,“ upplýsir Alexandra. „Við höfum fengið góð ráð hjá sérfræðingum og Katalóníubúum í sambandi við framburðinn og styðjumst við gamlar upptökur. Leggjumst alltaf í mikla rannsóknarvinnu þegar við förum í svona verkefni. Það hafa margir spreytt sig á að flytja lögin og það er engin ein rétt leið til þess. Maður getur ímyndað sér að þau hafi verið sungin utan klaustursins með öðrum textum. En í þessu tilfelli eru þau sungin til heiðurs Maríu mey.“ Tónleikarnir hefjast klukkan 20. Með Umbru koma fram Þórdís Gerður Jónsdóttir sellóleikari, Kristófer Rodriguez Svönuson slagverksleikari og bassadeild Söngsveitarinnar Ægisifjar.
Menning Mest lesið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Fleiri fréttir Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira