Syngja á latínu, katalónsku og oksítönsku Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 12. október 2017 10:15 Guðbjörg Hlín, Arngerður María, Lilja Dögg og Alexandra mynda Umbru. Þær nota allar röddina, auk annarra hljóðfæra. Svo fá þær til sín fleira listafólk á tónleika kvöldsins. Það eru fjölbreytt lög sem við flytjum, þar má nefna munkasöngva í rólegri kantinum og hringdansalög,“ segir Alexandra Kjeld, tónlistarkona í kvartettinum Umbru, sem endurvekur katalónska miðaldasöngva í kvöld í Landakotskirkju. Yfirskriftin er Þeir vilja stundum syngja og dansa og þar er átt við pílagrímana sem höfðu Montserrat-klaustrið í Katalóníu sem fastan viðkomustað á ferðum sínum. Þar fannst handrit með söngvunum á 12. öld. Í Umbru eru auk Alexöndru sem leikur á kontrabassa þær Arngerður María Árnadóttir á orgeli og keltneskri hörpu, Guðbjörg Hlín Guðmundsdóttir sem strýkur fiðlustrengi og Lilja Dögg Gunnarsdóttir flautuleikari. Allar syngja þær svo, en á hvaða tungumáli? „Að megninu til latínu en í handritinu eru líka tvö lög á katalónsku og eitt á oksítönsku, sem er eldgamalt mál frá Suður-Frakklandi,“ upplýsir Alexandra. „Við höfum fengið góð ráð hjá sérfræðingum og Katalóníubúum í sambandi við framburðinn og styðjumst við gamlar upptökur. Leggjumst alltaf í mikla rannsóknarvinnu þegar við förum í svona verkefni. Það hafa margir spreytt sig á að flytja lögin og það er engin ein rétt leið til þess. Maður getur ímyndað sér að þau hafi verið sungin utan klaustursins með öðrum textum. En í þessu tilfelli eru þau sungin til heiðurs Maríu mey.“ Tónleikarnir hefjast klukkan 20. Með Umbru koma fram Þórdís Gerður Jónsdóttir sellóleikari, Kristófer Rodriguez Svönuson slagverksleikari og bassadeild Söngsveitarinnar Ægisifjar. Menning Mest lesið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Lífið „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Terence Stamp látinn Bíó og sjónvarp „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Fleiri fréttir Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Það eru fjölbreytt lög sem við flytjum, þar má nefna munkasöngva í rólegri kantinum og hringdansalög,“ segir Alexandra Kjeld, tónlistarkona í kvartettinum Umbru, sem endurvekur katalónska miðaldasöngva í kvöld í Landakotskirkju. Yfirskriftin er Þeir vilja stundum syngja og dansa og þar er átt við pílagrímana sem höfðu Montserrat-klaustrið í Katalóníu sem fastan viðkomustað á ferðum sínum. Þar fannst handrit með söngvunum á 12. öld. Í Umbru eru auk Alexöndru sem leikur á kontrabassa þær Arngerður María Árnadóttir á orgeli og keltneskri hörpu, Guðbjörg Hlín Guðmundsdóttir sem strýkur fiðlustrengi og Lilja Dögg Gunnarsdóttir flautuleikari. Allar syngja þær svo, en á hvaða tungumáli? „Að megninu til latínu en í handritinu eru líka tvö lög á katalónsku og eitt á oksítönsku, sem er eldgamalt mál frá Suður-Frakklandi,“ upplýsir Alexandra. „Við höfum fengið góð ráð hjá sérfræðingum og Katalóníubúum í sambandi við framburðinn og styðjumst við gamlar upptökur. Leggjumst alltaf í mikla rannsóknarvinnu þegar við förum í svona verkefni. Það hafa margir spreytt sig á að flytja lögin og það er engin ein rétt leið til þess. Maður getur ímyndað sér að þau hafi verið sungin utan klaustursins með öðrum textum. En í þessu tilfelli eru þau sungin til heiðurs Maríu mey.“ Tónleikarnir hefjast klukkan 20. Með Umbru koma fram Þórdís Gerður Jónsdóttir sellóleikari, Kristófer Rodriguez Svönuson slagverksleikari og bassadeild Söngsveitarinnar Ægisifjar.
Menning Mest lesið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Lífið „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Terence Stamp látinn Bíó og sjónvarp „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Fleiri fréttir Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira