Það er munur á veðmálum og veðmálum Auður Inga Þorsteinsdóttir Mikil umræða hefur verið síðustu daga og vikur um íþróttaveðmál. Fyrst vegna umræðu á Alþingi en nú síðast vegna auglýsingar erlends veðmálafyrirtækis þar sem íslenskur íþróttamaður var í aðalhlutverki. Skoðun 15.10.2025 15:00
Er hægt að bíða lengur? Það er með miklum þunga sem Velferðar- og mannréttindaráð Kópavogsbæjar lýsir yfir áhyggjum af þeirri grafalvarlegu stöðu sem nú ríkir í þjónustu við börn og ungmenni sem þurfa á meðferðarúrræðum að halda – hvort heldur sem er vegna fjölþætts vanda eða vímuefnavanda. Þessi staða hefur verið óviðunandi lengi, en á síðustu mánuðum hefur hún farið úr böndunum. Skoðun 15.10.2025 14:31
Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Í þessum mánuði eru liðin fimmtíu ár frá fyrsta Kvennaverkfallinu á Íslandi. Á þessum tímamótum er við hæfi að staldra við, líta um öxl og meta stöðu jafnréttismála í dag. Skoðun 15.10.2025 14:00
Laufey og brúin milli kynslóðanna Ekki þarf að hlusta lengi á Laufey Lín til að átta sig á því að tónlist hennar á rætur í fortíðinni. Því tímabili í sögunni þar sem bandarísk tónskáld og textahöfundar áttu sviðið, sömdu revíur og söngleiki fyrir alþýðuna, áður en sjónvarp kom til sögunnar. Listamenn eins og Cole Porter, George Gershwin, Irving Berlin, Jerome Kern, Richard Rodgers og nokkrir aðrir. Margir hafa reynt að endurskapa ljóðræna fegurð þessa tíma en fáum hefur tekist að blása nýju lífi í hana. Í því felst einstakt afrek Laufeyjar, hún endurvekur ekki aðeins hljóm millistríðsáranna heldur semur ný lög sem eru í senn sígild og nútímaleg. Skoðun 15.10.2025 11:06
Árangur skólanna, hvað veist þú um hann? Eins og þjóð veit eru svo gott sem engar samræmdar árangursmælingar í íslenskum grunnskólum. Á þriggja ára fresti berast þó PISA niðurstöðurnar og yfirvöldum kemur alltaf á óvart að þær versni. Ekki dettur þeim í hug að fara upp úr hjólfarinu. Í staðinn er sömu stefnu og sömu sýn haldið og vonast eftir betri útkomu næst, á kostnað barnanna okkar. Skoðun 15.10.2025 11:00
Ég er ekki hættuleg – ég er veik Ég er greind með jaðarpersónuleikaröskun, eða borderline personality disorder (BPD) eins og það er kallað á ensku. Það er röskun sem margir skilja ekki, jafnvel innan heilbrigðiskerfisins sjálfs. Hún snýst ekki um að vera „erfið“ eða „óútreiknanleg“ manneskja, heldur um það að lifa með tilfinningar sem eru svo sterkar að þær taka stundum völdin af mér. Þær valda óöryggi, kvíða, vonleysi og hræðslu við að vera yfirgefin. Þær láta mig bregðast harkalega við hlutum sem aðrir gætu tekið rólega – ekki af illvilja, heldur af sársauka. Skoðun 15.10.2025 10:46
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Kartöflurnar eru of dýrar til að kasta í veiðiþjófa „Um eitt erum vér Íslendingar allir sammála, en það er nauðsyn þjóðarinnar á rúmgóðri landhelgi. Það er lífsskilyrði framtíðar og farsældar og vor náttúrlegi réttur, sem ríður [brýtur] hvorki í bág við alþjóðalög né samþykktir er sett hafa verið.“ Svo mælti Ásgeir Ásgeirsson forseti Íslands í áramótaræðu sinni árið 1959. Skoðun 15.10.2025 10:32
Þögnin í háskólanum Af hverju talar enginn?Af hverju erum við öll svona varkár, eins og við göngum á eggjaskurnum, gætum þess að rekast ekki í eitthvað ósýnilegt — orð, skoðun, viðhorf sem gæti meitt einhvern? Skoðun 15.10.2025 10:17
Neyðarkall frá Gaza: Svona getur þú hjálpað Nú er rykið að setjast á Gaza. Við blasir gríðarleg eyðilegging sem tvö ár af vopnuðum átökum hafa skilið eftir sig. Og í henni miðri eru örmagna almennir borgarar sem hafa upplifað ólýsanlegar þjáningar og missi og búið við stöðugan ótta undir þyt orrustuþota, dróna og sprengjuregns. Skoðun 15.10.2025 10:01
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Í áratugi höfum við metið árangur þjóða út frá hagvexti, mældum í vergri þjóðarframleiðslu (VÞF eða GDP). En við höfum sjaldan spurt: Hvað kostar þessi vöxtur? Hvernig hefur hann áhrif á heilsu og velsæld fólks, félagslegt réttlæti og auðlindir náttúrunnar sem líf okkar byggir á? Skoðun 15.10.2025 09:03
Hvíti stafur menningarinnar Dagur Hvíta stafsins, alþjóðlegur baráttu- og vitundardagur blindra og sjónskertra, er haldinn 15. október ár hvert. Tilgangur dagsins er að vekja athygli á mikilvægi hvíta stafsins sem hjálpartækis og að beina athyglinni að hagsmunamálum blindra og sjónskertra, sérstaklega í tengslum við aðgengi, sjálfstæði og virka samfélagslega þátttöku. Skoðun 15.10.2025 08:30
Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Hafnarfjörður hefur lengi verið í fararbroddi þegar kemur að jafnréttismálum. Frá árinu 2017 hefur Hafnarfjörður verið með jafnlaunavottun og vorum við fyrsta sveitarfélagið á Íslandi til að hljóta slíka viðurkenningu. Markmið okkar með innleiðingu á formlegu jafnlaunakerfi er skýrt en það er að tryggja að sömu laun séu greidd fyrir sömu eða jafn verðmæt störf, óháð kyni. Skoðun 15.10.2025 08:02
Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Aukin stríðsátök í Evrópu og náttúruvá á Reykjanesi hafa áþreifanlega sýnt fram á það hversu brothætt samfélög geta verið. Þessar ógnir hafa afhjúpað takmarkanir hefðbundinna öryggisvarna og áhættumats þjóða, sem oft byggir á því að meta líkur á þekktum ógnum. Þegar óvissan er mikil dugar slík nálgun ekki lengur. Skoðun 15.10.2025 07:46
Mótum framtíðina saman Skólamál hafa á undanförnum vikum, mánuðum og árum verið umfangsmikil í samfélagsumræðunni hér á landi. Það er vel, enda er menntun fjárfesting í framtíðinni. Menntun er lykillinn að tækifærum, grunnur að velferð og forsenda þess að Ísland verði áfram samfélag þar sem hver og einn fær að vaxa og dafna. Skoðun 15.10.2025 07:31
Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Allt má kaupa nema tímann segir máltækið en þó kostar hver klukkustund. Fyrir fyrirtæki er tími beinlínis rekstrarkostnaður. Því lengri tíma sem verkefnin taka, því hærra verð á vörunni eða þjónustunni. Fyrir okkur sjálf er tíminn það dýrmætasta sem við eigum. Skoðun 15.10.2025 07:15
Lífsbjörg okkar er í veði Svona komst Geir Hallgrímsson, þáverandi forsætisráðherra, að orði í ávarpi til þjóðarinnar í Morgunblaðinu þann 15. október 1975. Tilefnið var að á miðnætti hafði reglugerð um 200 sjómílna fiskveiðilögsögu Íslands tekið gildi en Matthías Bjarnason, þáverandi sjávarútvegsráðherra, undirritaði reglugerðina þá um sumarið. Skoðun 15.10.2025 07:01
Að henda bókum í börn Þessa dagana hefur starf mitt verið á dagskrá á kaffistofum og í heitum pottum þessa lands. Ég er nefnilega íslenskukennari í Menntaskólanum við Hamrahlíð, einum af þeim fjórum skólum sem skylda nemendur sína til þess að lesa Sjálfstætt fólk eftir nóbelskáldið Halldór Laxness. Það er mér því ljúft og skylt að útskýra af hverju mér finnst að við eigum að kenna einmitt þessa bók eftir einmitt þennan mann. Skoðun 15.10.2025 06:47
Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Allir vilja bændum vel, ef marka má almenna umræðu um landbúnaðarmál og önnur hagsmunamál bænda. Ekki skiptir máli hver á í hlut, eða fyrir hvaða málstað viðkomandi talar; ef málið snertir á hagsmunum bænda þá vill svo skemmtilega til að hans lausn er líka akkúrat sú sem hentar bændum best. Skoðun 14.10.2025 18:01
Ein stærð passar ekki fyrir öll Það er vel þekkt að fólk á einhverfurófi, með eða án greininga hrökklast úr þjónustu eða kemur að lokuðum dyrum á hinum ýmsu stigum heilbrigðis- og félagsþjónustu hér á landi. Þótt vitund um einhverfu hafi aukist síðustu árin þá skortir enn töluvert á að lögbundin þjónusta mæti þörfum þessa hóps. Skoðun 14.10.2025 17:00
Ömmur án landamæra Gömul sögn segir að þegar himnafaðirinn sá að hann gat ekki sinnt öllum erindum sem til hans bárust, þá hafi hann skapað ömmur. Ég hef reyndar ekki mikla trú á þessum svokallaða himnaföður en ég veit fyrir víst að ömmur eru ómissandi. Skoðun 14.10.2025 15:00
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Ræða Donalds Trump í ísraelska þinginu þann 13. október var ógeðsleg. Þetta var ekkert annað en sjálfsupphafning og opinberun á spillingu í beinni útsendingu. Trump nýtti tækifærið til að þakka Miriam Adelson ísraelsk-amerískum milljarðamæringi fyrir 100 milljón Bandaríkjadala í framlög til kosningabaráttu sinnar og leyndist engum að framlag Miriam átti stóran þátt í að tryggja stuðning Trumps við herrekstur Ísraels. Skoðun 14.10.2025 13:31
Ísland fyrst svo…hvað? Ungir miðflokksmenn komu með nýjar derhúfur á landsþinginu sínu þar sem á stóð Ísland fyrst svo allt hitt. Slagorðið gefur til kynna að Miðflokkurinn sé að kalla eftir einangrunarstefnu. Á einföldu máli er verið að kalla eftir því að hlúa þurfi að hinu gamla góða íslenska samfélagi og stöðva alla alþjóðlega aðstoð. Skoðun 14.10.2025 12:00
Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Við verðum að tala meira saman. Ég þekki það manna best að tala ekki nóg. Ég missti föður minn úr sjálfsvígi þegar ég var 15 ára gamall árið 2007 og er það mitt stærsta áfall. Ég er almennt talinn mjög jákvæður og hress að eðlisfari og er ég ánægður með það. Skoðun 14.10.2025 11:32
Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Um árabil hefur Hafnarfjarðarbær rekið HHH - Hinsegin hitting í Hafnarfirði, fyrir ungmenni á mið- og unglingastigi grunnskóla. Um félagsmiðstöð er að ræða með opnunartíma eitt kvöld í viku og er hún sérstaklega sniðin að þörfum hinsegin ungmenna. Skoðun 14.10.2025 11:00