Veður

Gul við­vörun um allt land á morgun

Gul veðurviðvörun tók gildi á höfuðborgarsvæðinu klukkan 17 í dag og appelsínugul viðvörun verður í gildi til klukkan 09 í fyrramálið á Suðausturlandi. Á hádegi á morgun tekur gul viðvörun gildi á Norðurlandi eystra og þá verður gul í gildi á öllu landinu.

Veður

Appelsínugul viðvörun og kólnar fram að jólum

Appelsínugul viðvörun er í gildi á suðausturlandi á mánudag og gular viðvaranir eru í gildi víðast hvar á landinu, fyrir utan Norðurland, á mánudag og þriðjudag. Útlit er fyrir mikið frost á Þorláksmessu og aðfangadag

Veður

Allt að tíu stiga frost

Frost verður frá núll til tíu stigum í dag en sums staðar verður frostlaust við ströndina. Norðlæg eða breytileg átt 5-13 m/s og víða léttskýjað, en lítilsháttar él á Austurlandi. Víða verður léttskýjað í dag. 

Veður

Hvass­viðri á sunnan- og vestan­verðu landinu

Veðurstofan spáir vaxandi suðaustanátt í dag og skýjuðu með köflum en þurrt að mestu. Síðdegis verður svo suðaustan hvassviðri á sunnan- og vestanverðu landinu, einkum undir Eyjafjöllum og á Snæfellsnesi.

Veður

All­hvass vindur og væta með köflum

Veðurstofan spáir norðaustan- og austanátt með allhvössum vindi eða strekkingi í dag. Reikna má með vætu með köflum, en á Suðausturlandi og Austfjörðum verði rigningin samfelldari og ákefðin sums staðar talsverð.

Veður