
Veiði

Vatnsdalsá með 76 laxa og 83 sm meðallengd
Þrátt fyrir að sumar árnar hafi farið rólega af stað á suður og vesturlandi eru árnar fyrir norðan að standa sig með mikilli prýði og veiðin yfirleitt mjög góð.

8 laxar á land í úrhellis rigningu við Ytri Rangá
Þrátt fyrir úrhellisrigningu sem gekk yfir landið mest allt í gær létu veiðimenn það ekki á sig fá og þeir sem gátu veitt árnar sem ekki voru litaðar slitu upp laxa þrátt fyrir aðstæður.

Fengu 28 urriða á rúmlega tveimur tímum í Veiðivötnum
Veiðin í Veiðivötnum fór rólega af stað fyrstu dagana en er greinilega að komast í fullann gang miðað við þær fréttir sem berast ofan úr vötnunum eftir helgina.

Fyrsti laxinn úr Bíldsfelli var maríulax
Fyrsti laxinn var færður til bókar á Bíldsfelli í Soginu í gær en það var hópur góðra vina sem eyddi deginum þar í blískaparveðri og alveg ágætis veiði.

Fjólmennt við Þingvallavatn í dag
Það var gífurlegur fjöldi veiðimanna sem lagði leið sína upp á Þingvallavatn í dag og svo mikil var bílafjöldinn að vonlaust var að fá bílastæði við vinsælustu veiðistaðina í Þjóðgarðinum.

198 laxar komnir úr Blöndu
Laxveiðiárnar á Norðurlandi eru enn sem komið er að skáka þeim sunnlensku við og vel það, bæði hvað varðar fjölda veiddra laxa og meðalþyngd.

Það eru lika stórir laxar í Grímsá
Grímsá hefur farið rólega af stað eins og flestar árnar á vesturlandi en þrátt fyrir að fjöldi fiska sé ekki mikill er mest af honum vænn.

Veiðidagur fjölskyldunnar er á sunnudaginn
Veiðidagur fjölskyldunnar verður haldinn næstkomandi sunnudag, 29. júní. Þá gefst landsmönnum kostur á að veiða án endurgjalds í fjölmörgum vötnum víðsvegar um landið.

105 sm lax úr Húseyjakvísl
Það stefnir í að þetta sumar verði kallað stórlaxasumarið því hlutfall 2 ára laxa í ánum er afburðagott og nú þegar eru nokkrir 20 punda og stærri komnir á land.

Norðurá komin í 106 laxa
Norðurá er komin í 106 laxa sem er heldur dræm byrjun i ánni sem átti frábært sumar í fyrra en eins og flestar ár afleitt sumar 2012.

Þetta er framtíðin í veiðistaðalýsingum
Það kannast allir veiðimenn við að hafa mætt í á og veiðikortin eru léleg, merkingar slæmar eða engar og ekkert sem auðveldar mönnum að bera kennsl á veiðistaði.

Stórlaxaopnun í Víðidalsá
Víðidalsá opnaði í morgun og það er óhætt að segja að þar hafi ekkert nema stórlaxar verið við bakkann.

Skógá að vakna aftur til lífsins
Skógá undir Eyjafjöllum fór mjög illa út úr gosinu í Eyjafjallajökli en áin fylltist af ösku og talið var að hún myndi aldrei jafna sig eftir hamfarirnar.

Myndbönd af öllum löxum sem fara í gegn
Fyrirtækið Vaki hefur um áralangt skeið framleitt laxateljara fyrir ár, vatnasvæði og fiskeldi en Íslenskir veiðimenn þekkja teljarana frá þeim vel enda eru þeir í fjölmörgum ám á landinu.

9 ára með fallegan flugulax í Hítará
Veiðimenn þurfa ekki að vera háir í loftinu til að veiða vel og það sannaðist heldur betur í Hítará í morgun.

4 laxar á land við opnun Grímsár
Veiði hófst í Grímsá í gær við frekar erfiðar aðstæður og mikla vatnavexti en þrátt fyrir það komu fjórir laxar á land.

Laxinn gengin upp á svæði II og III í Blöndu
Veiðin á svæði I í Blöndu er búin að vera mjög fín í sumar og veiðimenn voru þess vegna spenntir að sjá hvenær laxinn mætti á efri svæðin.

Frábær meðalþyngd á laxinum í Vatnsdalsá
Veiði hófst í Vatnsdalsá á föstudaginn og í lok dags í gær voru komnir 17 laxar á land og af því er engin smálax.

12 laxar á fyrstu vakt í Miðfjarðará
Miðfjarðará opnaði í gær með fínni veiði en 12 laxar komu upp á fyrstu vaktinni á sex stangir sem er mjög gott á fyrsta degi.

4 laxar á land opnunardaginn í Ytri Rangá
Ytri Rangá opnaði fyrir veiði í gær en áin var aflahæst allra laxveiðiánna í fyrra og það verður að teljast líklegt að hún berjist um þann titil í sumar.

Fyrsti laxinn kominn á land úr Langá
Fyrsti veiðidagur sumarsins í Langá rann upp í morgun við frábær skilyrði og það tók ekki langann tíma að taka fyrsta laxinn.

Mokveiði í heiðarvötnunum
Veiðimenn fjölmenna við heiðarvötnin þessa dagana enda hafa hlýindi síðustu daga mjög góð áhrif á tökugleðina hjá silungnum.

7 komnir á land á fyrstu vakt í Laxá í Kjós
Veiði hófst í Laxá í Kjós í morgun og það er óhætt að segja að áin hafi staðið fyllilega undir væntingum á fyrstu vaktinni.

"Þetta er stærsti fiskur sem veiðst hefur í sumar“
Mældist laxinn 57 cm.

Enginn lax kominn á land úr Elliðaánum
Elliðaárnar opnuðu í morgun fyrir veiði í suddaveðri og síðustu fréttir herma að ekki hafi ennþá tekist að setja í lax.

Mikil hrognanotkun í Elliðavatni þrátt fyrir bann
Hrognanotkun var bönnuð í öllum vötnum fyrir allmörgum árum eftir að kýlaveiki gerði vart við sig í göngu- og eldislaxi hér við land.

Nýjar veiðitölur frá Landssambandi Veiðifélaga
Nýjar veiðitölur detta inn á miðvikudagskvöldum á vefnum hjá Landssambandi Veiðifélaga og það er gaman að fylgjast með því hvernig gengur í ánum.

Laugardalsá fer vel af stað
Laugardalsá opnaði í fyrradag og veiðimönnum til mikillar ánægju var lax að finna nokkuð víða í ánni og allt vel haldinn tveggja ára lax.

Veiði hefst á föstudaginn í Ytri Rangá
Veiði hefst í Ytri Rangá á föstudaginn og það er mikil spenna meðal veiðimanna og leigutaka enda hafa fystu laxarnir þegar sýnt sig í ánni.

Meira veiðist af bleikju í Elliðavatni í ár en í fyrra
Veiðin í Elliðavatni er búin að vera mjög fín í sumar og í raun hefur hún verið góð frá því að veiði hófst í vatninu í vor.