Viðskipti erlent

Skuldug félög Sigurðar Bollasonar

Þrjú einkahlutafélög Sigurðar Bollasonar fjárfestis töpuðu 1,4 milljörðum króna árið 2009, samkvæmt nýbirtum ársreikningum. Félögin fengu um tíu milljarða lán hjá viðskiptabönkum í júlí og ágúst 2008 til kaupa á hlutabréfum í Existu, Glitni og Landsbankanum.

Viðskipti erlent

Stýrivextir víða orðnir hærri en á Íslandi

Þrátt fyrir að stýrivextir hér á landi eru til muna hærri en í flestum öðrum iðnríkjum þá eru þeir orðnir lægri kantinum í samanburði við mörg nýmarkaðsríki. Stýrivextir Seðlabanka Íslands standa nú í 4,25% og hafa lækkað um 13,75 prósentur á síðastliðnum tveimur árum.

Viðskipti erlent

Ný iPad-tölva handan við hornið

Bandaríski tæknirisinn Apple sviptir í dag hulunni af næstu kynslóð iPad-spjaldtölvunnar. Fyrsta kynslóð tölvunnar kom á markað í apríl í fyrra. Beðið hefur verið með nokkurri eftirvæntingu eftir þessari nýjustu spjaldtölvu og mikið spekúlerað í því hvað hún muni bera og innhalda.

Viðskipti erlent

Gullverðið komið í sögulegt hámark

Heimsmarkaðsverð á gulli í framvirkum samningum fram í apríl fór í rúma 1.431 dollar á únsuna undir lok markaða í gærdag. Hefur verðið aldrei verið hærra í sögunni. Gullið hækkaði um 21,30 dollara yfir daginn í gær.

Viðskipti erlent

ERT er valdamesti viðskiptaklúbbur Evrópu

Valdamesti viðskiptaklúbbur Evrópu ber nafnið European Round Table of Industrialists (ERT). Klúbburinn samanstendur af 45 af háttsettustu forstjórum á sviði iðnaðar og framleiðslu í Vestur Evrópu og þegar hann tjáir sig er hlustað á það með athygli af helstu stjórnendum ESB.

Viðskipti erlent

Kaupþing ætlar að selja Karen Millen

Skilanefnd/slitastjórn Kaupþings ætlar sér að skilja tískuverslanakeðjuna Karen Millen frá Aurora Fashions og selja hana sér. Þetta kemur fram í frétt um málið á Bloomberg fréttaveitunni. Karen Millen er sá hluti Aurora sem skilað hefur hvað mestum hagnaði innan samsteypunnar sem telur einnig Coast, Oasis og Warehouse.

Viðskipti erlent

Fjöldi milljarðamæringa fjórfaldast í Noregi

Fjöldi milljarðamæringa, í norskum krónum, hefur fjórfaldast í Noregi frá árinu 1990 og eru þeir nú tæplega 400 talsins. Samhliða þessu hefur tekjubilið milli hinna ofurríku og millistéttarfólks aukist töluvert meira í Noregi en bæði Bandaríkjunum og Bretlandi á sama tímabili.

Viðskipti erlent

Áfall fyrir Dani, landsframleiðsla dregst saman

Landsframleiðsla Danmerkur dróst saman um 0,4% milli þriðja og fjórða ársfjórðungs síðasta árs. Þetta kemur eins og áfall fyrir Dani að sögn danskra viðskipamiðla þar sem reiknað hafði verið með því að hagvöxtur yrði jákvæður um 0,4% á fjórða ársfjórðungi.

Viðskipti erlent

Warren Buffett klæjar í gikkfingurinn

Ofurfjárfestirinn Warren Buffet segir í bréfi til hluthafa Berkshire Hatahaway að til staðar séu 38 milljarðar dollara eða um 4.400 milljarða kr. í lausu fé í félaginu. Því sé hann að íhuga eignakaup og fjárfestingar í stórum stíl. „Við erum búnir að endurhlaða fílabyssuna og mig klæjar í gikkfingurinn,“ segir Buffet í bréfinu.

Viðskipti erlent

FT: Hagnaður Iceland Foods 35 milljarðar í fyrra

Samkvæmt frétt á vefsíðu Financial Times er reiknað með að verslunarkeðjan Iceland Foods hafi hagnast um 190 milljónir punda eða rúmlega 35 milljarða kr. í fyrra. Sem kunnugt er af fréttum heldur skilanefnd Landsbankans á 66% hlut í Iceland og Glitnir á 10%.

Viðskipti erlent

Frétt í Financial Times róaði olíumarkaðinn

Heimsmarkaðsverð á olíu náði upp undir 120 dollara á tunnuna um tíma í gærdag. Þá birti Financial Times frétt á vef sínum um að Saudi Arabar væru nú í viðræðum við olíukaupendur í Evrópu um að auka framleiðslu sína þannig að framboðið yrði eins og það var áður en mótmælin hófust í Túnis og Líbýu.

Viðskipti erlent

Toyota innkallar rúmar 2 milljónir bíla

Toyotaverksmiðjurnar tilkynntu í dag að þeir myndu innkalla 2,1 milljón bifreiða af Toyota og Lexusgerð vegna vandræða sem tengjast bensíninngjöfum. Verksmiðjurnar innkölluðu hundruðþúsunda bifreiða í fyrra af söum ástæu. Fram kemur á vef USA Today að svo virðist vera sem bensíninngjöf á bifreiðunum geti festst í gólfmottum bifreiðanna.

Viðskipti erlent

Ekkert lát á olíuverðshækkunum

Ekkert lát er á verðhækkunum á olíu vegna ástandsins í Líbýu. Verðið á Brent olíunni er komið yfir 110 dollara á tunnuna. Nú er talið að um helmingur af olíuframleiðslu Líbýu liggi niðri.

Viðskipti erlent