Viðskipti innlent

Hugsar daglega hvort hann eigi ekki að leggja árar í bát
Gísli Matthías Auðunsson, matreiðslumaður kenndur við Slippinn í Vestmannaeyjum og Næs, segist íhuga það daglega að hætta í veitingarekstri. Rekstrarumhverfið sé orðið yfirþyrmandi lýjandi. Hann spyr hvað sé til bragðs að taka?

Þurfa að bíða fram á næsta dag eftir pening fyrir flöskur og dósir
Viðskiptavinir Endurvinnslunnar geta ekki lengur fengið greitt samstundis fyrir flöskur og dósir með greiðslukorti. Þess í stað þurfa þeir að sækja sér snjallforrit eða millifæra inn á reikning. Fyrst um sinn verður skilagjaldið ekki millifært fyrr en næsta virka dag á eftir.

Útflutningstekjurnar aldrei meiri og vörumerkið Ísland í 21. sæti af 60
Lítil breyting hefur orðið á stöðu vörumerkisins Íslands samkvæmt mælingum markaðsrannsóknarfélagsins Anholt-Ipsos. Ísland er í 21. sæti af 60 ríkjum sem mælingin nær til; á svipuðu róli og Belgía, Wales, Grikkland og Suður-Kórea.

Jónas og Áslaug kaupa Blómaborg: „Aðalfókusinn verður á að búa til eitthvað fallegt“
Hjónin Jónas Sigurðsson, sem oft er kenndur við Ritvélar framtíðarinnar, og Áslaug Hanna Baldursdóttir hafa fest kaup á Blómaborg í Hveragerði. Samhliða kaupunum flytja þau austur fyrir fjall í íbúð sem fylgir með búðinni.

Skella í lás eftir tíu ár í CooCoo's Nest
Veitingastaðnum CooCoo's Nest á Granda í Reykjavík verður lokað í dag eftir að hafa framreitt mat fyrir gesti í áratug. Aðrir aðilar opna rekstur í húsnæðinu á nýju ári. Síðasti brönsinn á CooCoo's hefur verið borinn fram.

Ísfélag Vestmannaeyja og Rammi sameinast
Stjórnir Ísfélags Vestmannaeyja hf. og Ramma hf. í Fjallabyggð hafa skrifað undir samkomulag um samruna félaganna undir nafninu Ísfélagið hf.. Sameiginleg aflahlutdeild félaganna tveggja er átta prósent heildarkvótans. Stefnt er að því að skrá félagið á markað.

Geti ekki lengur látið eins og allt sé í lagi
Árið sem þjóðin losnaði úr hlekkjum samkomutakmarkana hefur reynst mjög erfitt fyrir tónleikahaldara og er staðan svartari en marga hafði grunað, að sögn framkvæmdastjóra Senu Live. Talsvert algengara sé að tónleikar endi með fjárhagslegu tapi og það gerst mun oftar á þessu ári en nokkurn tímann áður.

Baldvin kaupir erlenda starfsemi Samherja
Baldvin Þorsteinsson, forstjóri Öldu Seafood í Hollandi og sonur Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Samherja, hefur keypt Öldu af Samherja Holding. Alda Seafood hefur haldið utan um erlenda starfsemi Samherja í Evrópu og Norður-Ameríku frá 2018.

Bjarni Ben gúgglaður þrettán hundruð sinnum á mánuði
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra var gúgglaður að meðaltali þrettán hundruð sinnum á mánuði árið 2022. Elísabet heitin Bretlandsdrottning sló honum hins vegar rækilega við í september þegar hún var gúggluð 27 þúsund sinnum.

Færri en eyðsluglaðari ferðamenn
Heildarkortavelta erlendra ferðamanna hér á landi jókst á fyrstu tíu mánuðum ársins samanborið við 2019 þrátt fyrir að ríflega 16% færri erlendir ferðamenn hafi nú sótt landið heim. Innlend greiðslukortavelta þeirra frá janúar út október er metin rúmlega 3% meiri í krónum talið samanborið við síðasta árið fyrir heimsfaraldur.

Viðstöðulausar verðhækkanir dynji á landsmönnum
Neytendur finna vel fyrir verðhækkunum fyrir þessi jólin, sérstaklega þegar kemur að matnum. Verðbólgan er farin að bíta hressilega og hagfræðingur ASÍ segir viðstöðulausar hækkanir dynja á landsmönnum á sama tíma og arðsemi fyrirtækja eykst.

„Maður er afklæddur í forstofunni“
Þorláksmessa og skötulykt leggur yfir landið að venju, mörgum til ama en ekki þeim sem biðu í röð eftir því að fá að bragða á ilmandi skötunni á Lauga-ás. Í síðasta sinn þar sem staðnum verður formlega lokað eftir daginn í dag.

Scott Minerd látinn
Scott Minerd, fjárfestingastjóri Guggenheim Partners, er látinn 63 ára að aldri. Greint er frá andláti Bandaríkjamannsins í Financial Times. Hann var einn helsti stuðningsmaður Hringborðs norðurslóða og sótti hringborðið heim í október síðastliðnum.

Viðbúið að heimilin muni færa sig í auknum mæli yfir í verðtryggð lán
Verðtryggð lán njóta aukinna vinsælda um þessar mundir að sögn hagfræðings hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. Vextir á verðtryggðum lánum séu hagkvæmari og það hafi ekki sést í nokkur ár en fæstir geti fjármagnað íbúðakaup með óverðtryggðu láni. Viðbúið sé að heimili muni í auknum mæli færa sig yfir í verðtryggð lán, sem Seðlabankastjóri hefur sagst hafa áhyggjur af.

Íbúðum í sölu fjölgar og færri seljast yfir ásettu verði
Íbúðum í sölu hefur fjölgað en þær eru nú 2.392 á landinu öllu en voru 2.145 í byrjun nóvember. Þar af eru 1.429 íbúðir á höfuðborgarsvæðinu og hefur þeim fjölgað um 112.

Paddy's fær að heita Paddy's
Barinn Paddy's beach pub í Keflavík þarf ekki að hætta notkun nafnsins Paddy's. Eigandi hins sáluga Paddy's irish pub, sem rekinn var í sama húsnæði, höfðaði dómsmál til að krefjast þess að notkun nafnsins yrði hætt.

Finnur ráðinn framkvæmdastjóri Samorku
Finnur Beck hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Samorku, samtaka orku- og veitufyrirtækja. Hann tekur þegar í stað við stöðunni af Páli Erland, sem nýlega var ráðinn forstjóri HS Veitna.

Brúneggjabræður biðu lægri hlut gegn MAST og RÚV
Matvælastofnun og Ríkisútvarpið voru í dag sýknuð í skaðabótamáli fyrrverandi eigenda Brúneggja. Þetta er í annað skiptið sem eggjaframleiðendurnir láta reyna á rétt sinn fyrir dómstólum.

Gylfi Magnússon kjörinn stjórnarformaður OR
Gylfi Magnússon, prófessor í hagfræði, var kjörinn formaður stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur á framhaldsaðalfundi félagsins í dag.

Verðbólgan mjakast upp á við og mælist 9,6 prósent
Verðbólga síðustu tólf mánaða hækkaði lítillega á milli mánaða. Mælist hún nú 9,6 prósent en stóð í 9,3 prósent í síðasta mánuði.

Arnar Már hættir hjá Play
Arnar Már Magnússon, flugstjóri og einn af stofnendum Play, hefur ákveðið að láta af störfum hjá félaginu.

Vilja búa blaðamönnum betri starfsaðstæður og ráða fleiri
Öll þau sem tilheyra ritstjórn Kjarnans og Stundarinnar munu halda áfram störfum hjá nýjum miðli sem hefur göngu sína í janúar. „Við stefnum á að fjölga starfsfólki – ekki fækka,“ segir Þórður Snær Júlíusson ritstjóri Kjarnans sem virtist ákaflega spenntur og stórhuga þegar fréttastofa náði tali af honum.

Yay fer í útrás til Írlands
Íslenska fjártæknifyrirtækið Yay hefur samið við írska fjárfestingarfyrirtækið Olympia Capital um uppsetningu, sölu og dreifingu á þjónustu Yay á Írlandi. Yay er helst þekkt fyrir að hafa haldið utan um ferðagjöfina fyrir íslenska ríkið í gegnum gjafabréfakerfi sitt.

Ráðin forstöðukona kennslusviðs HR
Hrefna Pálsdóttir hefur verið ráðin forstöðukona kennslusviðs Háskólans í Reykjavík.

Ísland hafði enn á ný betur í nafnadeilunni við Iceland Foods
Fjölskipuð áfrýjunarnefnd Hugverkastofu Evrópusambandsins hefur vísað frá áfrýjun Iceland Foods í deilu verslunarkeðjunnar og íslenskra stjórnvalda vegna vörumerkjaskráningar á orðinu Iceland. Skráning verslunarkeðjunnar er því ógild.

Verð sérbýla leiðir lækkun íbúðaverðs
Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu lækkaði um 0,3 prósent í nóvember frá október. Ástæða lækkunarinnar er 1,2 prósent lækkun verðs sérbýla en verð íbúða í fjölbýli stendur í stað.

Arion banki hækkar vexti
Arion banki hefur ákveðið að hækka vexti í kjölfar stýrisvaxtahækkunar Seðlabanka Íslands þann 23. nóvember síðastliðinn. Ákvörðunin gildir frá og með deginum í dag.

Kjarninn og Stundin í eina sæng
Eigendur Kjarnans og Stundarinnar hafa náð samkomulagi um að sameina fjölmiðlana. Nýr fjölmiðlill mun þannig líta dagsins ljós á nýju ári undir nýju nafni. Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, og Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, ritstjóri Stundarinnar, verða saman ritstjórar hins nýja fjölmiðils.

Gengið frá kaupum Ljósleiðarans á stofnneti Sýnar
Sýn hf. og Ljósleiðarinn ehf. undirrituðu í dag kaupsamning um kaup Ljósleiðarans á stofnneti Sýnar og langtíma þjónustusamning milli félaganna.

„Kærustuparasæti“ í nýjum lúxusbíósal Kringlunnar
Í nýjum lúxusbíósal Kringlunnar verða í boði svokölluð „kærustuparasæti“ þar sem tveir geta setið saman og notið myndarinnar. Framkvæmdastjóri SamFilm segist ekki hafa áhyggjur af því að fólk fari að gera vel hvort að öðru í sætunum.