Viðskipti innlent

Milljarðatjón vegna umfjöllunar um jarðhræringar við Grindavík
Forstjóri Play segir fréttir heimsfjölmiðla af umbrotunum í Grindavík fyrr í vetur hafa valdið íslenskri ferðaþjónustu milljarðatjóni. Hann hvetur íslensk stjórnvöld til að líta í eigin barm um hvað megi gera betur.

Blæs á áhyggjur borgarfulltrúa af brúnni
Framkvæmdastjóri Betri samgangna segir ekkert til í því að Fossvogsbrú muni nýtast illa. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks segir allt of mikla fjármuni fara í framkvæmdina, sem myndu nýtast betur annars staðar.

Stórir hluthafar mótfallnir eða hugsi yfir framboði Þórðar
Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins, stærsti hluthafinn í Festi sem er móðurfélag Krónunnar, N1 og Elko, leggst gegn því að Þórður Már Jóhannesson verði kjörinn í stjórn félagsins á ný. Fleiri lífeyrissjóðir eru sama sinnis.

Styrmir Þór til Vals
Styrmir Þór Bragason, fyrrverandi forstjóri Arctic Adventures, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Vals. Styrmir tekur við starfinu af Sigursteini Stefánssyni sem sagði starfi sínu lausu á dögunum.

Gunnar Páll nýr framkvæmdastjóri ALVA framkvæmda
Gunnar Páll Viðarsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri ALVA framkvæmda hjá fjárfestingarfélaginu ALVA Capital. Þetta kemur fram í tilkynningu.

Helga hættir sem formaður bankaráðs
Helga Björk Eiríksdóttir, formaður bankaráðs Landsbankans, sem hefur setið í bankaráði frá árinu 2013 og verið formaður þess frá árinu 2016, gefur ekki kost á sér til áframhaldandi setu í bankaráði á aðalfundi bankans í mars. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Landsbankans.

Rapyd í ólgusjó: Herjað á mörg hundruð fyrirtæki að slíta viðskiptum við Rapyd
Tugir viðskiptavina hafa hætt viðskiptum við greiðsluhirðinn Rapyd Europe á síðustu vikum. Forstjórinn segir sniðgönguna bitna á starfsfólki fyrirtækisins en aðgerðasinnar segja efnahagssniðgöngu eina vopn almennra borgara. Ríkiskaup endurnýjuðu samning sinn við Rapyd Europe á mánudag en eru að undirbúa nýtt útboð á færsluhirðingu.

Vill heimild til að selja Íslandsbanka í útboði með áherslu á almenning
Drög að frumvarpi fjármála- og efnahagsráðherra um ráðstöfun eignarhlutar ríkisins í Íslandsbanka hafa verið birt í samráðsgátt stjórnvalda. Drögin fela í sér að ríkið ráðstafi eignarhlut sínum í Íslandsbanka með markaðssettu útboði og að sala til einstaklinga hafi forgang.

Bjóða Grindvíkingum að færa fasta vexti
Landsbankinn býður Grindvíkingum sem eru með íbúðalán á föstum vöxtum hjá bankanum og ákveða að selja ríkinu íbúðarhúsnæði sitt að halda þeim kjörum sem eru á láninu við kaup á nýrri fasteign.

Segja að loðnan gæti verið að bíða eftir nýju tungli
Starfsmenn Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum velta því nú fyrir sér hvort loðnan hafi ekki enn fundist vegna þess að hún bíði eftir nýju tungli. Það er byggt á gamalli japanskri sjómannaspeki.

„Þetta eru náttúrulega svakalegar tölur“
Tjón vegna meints samráðs skipafélaganna Eimskips og Samskipa er metið á 62 milljarða króna. Formaður Félags atvinnurekenda segir frummatið unnið til þess að búa til grundvöll fyrir þá sem íhuga skaðabótamál á hendur skipafélögunum.

Samráðið hafi kostað samfélagið 62 milljarða króna
Samkvæmt frummati sem unnið var fyrir Félag atvinnurekenda, Neytendasamtökin og VR kostaði meint ólögmætt samráð stóru skipafélaganna Eimskips og Samskipa íslenskt samfélag tæplega 62 milljarða króna á árunum 2008 til 2013.

Veita eigendum íbúða í Grindavík undanþágu
Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans hefur ákveðið að rýmka tímabundið lánþegaskilyrði þeirra einstaklinga sem áttu íbúðarhúsnæði í Grindavík 10. nóvember 2023.

Líf færðist á markaðinn seinni hluta liðins árs en meðalsölutíminn lengdist
Kaupsamningar á nýliðnu ári voru 9.156 talsins og var heildarfjárhæð þeirra 644,4 milljarðar króna. Þar af voru gerðir 950 kaupsamningar í desembermánuði sem er vel yfir mánaðarmeðaltali ársins, meðal annars vegna magnkaupa á íbúðum sem ætlaðar voru Grindvíkingum.

Síðasta vonin gæti verið Húnaflóatorfa
Eftir árangurslausar tilraunir til að finna loðnuna hefur verið ákveðið að efna til nýs leitarleiðangurs í von um að afstýra loðnubresti. Skammur tími er til stefnu áður en loðnan drepst og verður lagt í hann strax á morgun.

Vildi einn lækka stýrivexti
Ekki voru allir meðlimir peningastefnunefnda Seðlabankans sammála um næstu skref á síðasta fundi nefndarinnar. Varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika vildi lækka stýrivexti.

„Þetta er alvöru skrímsli“
Magnús Sverrir Þorsteinsson, fyrrverandi fótboltakappi og nú forstjóri bílaleigu í Reykjanesbæ var að kaupa sér 60 milljóna króna jeppa.

Hægði verulega á vexti ferðaþjónustunnar undir lok árs
Töluvert hægði á vexti ferðaþjónustunnar síðustu tvo mánuði ársins 2023. Velta jókst töluvert í flestum atvinnugreinum á árinu samanborið við 2022 þar sem ferðaþjónustan varð um tíma stærsta atvinnugrein landsins og óx um tuttugu prósent ásamt fasteignaviðskiptum og byggingarstarfsemi.

Össur stofnar móðurfélagið Embla Medical
Stjórn Össurar hf. hefur lagt til við aðalfund Össurar sem fram fer í næsta mánuði að móðurfélag félagsins taki upp nafnið Embla Medical hf.

Hagnaður Símans dróst saman um tæpan þriðjung milli ára
Rekstarhagnaður Símans var 2.079 milljónir króna árið 2023 samanborið við 2.945 milljónir króna árið 2022.

Forstjóri Play segir gott að fá sterka traustsyfirlýsingu
Forstjóri Play segir stærstu hluthafa flugfélagsins hafa sent traustsyfirlýsingu með vilyrðum um 2,6 milljarða króna nýtt hlutafé. Hann segir að þótt umræðan um fjárhagsstöðuna hafi verið óþægileg hafi hún hvorki skaðað félagið né komið niður á bókunum.

„Það hefur nákvæmlega enginn komið að máli við mig“
Magnús Ragnarsson, fráfarandi framkvæmdastjóri miðla hjá Símanum, segir góðan tímapunkt að hætta núna eftir tíu ár í starfi og gott að hætta á eigin forsendum. Þá segir hann engan hafa komið að máli við hann varðandi neitt framboð.

Magnús hættur hjá Símanum
Magnús Ragnarsson, framkvæmdastjóri Miðla hjá Símanum hefur óskað eftir að láta af störfum hjá Símanum. Magnús hefur setið í framkvæmdastjórn félagsins frá árinu 2014 auk þess að hafa áður starfað hjá fyrrum dótturfélagi Símans Skjánum á árunum 2004-2007.

Síminn greiðir Sýn sautján milljónir í bætur
Síminn þarf að greiða Sýn á sautjándu milljón króna í bætur vegna brots á fjölmiðlalögum. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær.

Play komið með vilyrði fyrir 2,6 milljörðum króna
Flugfélagið Play hefur safnað vilyrðum fyrir 2,6 milljörðum króna í áformi nýs hlutafjár með því skilyrði að félaginu takist að safna í heildina að lágmarki fjórum milljörðum króna. Þetta kemur fram í tilkynningu Play til Kauphallar.

Gamla Straumi-Burðarás formlega slitið
Félaginu ALMC hf., sem hét áður Straumur-Burðarás og var um tíma stærsti fjárfestingarbanki landsins, hefur formlega verið slitið. Skilanefnd samþykkti kröfur upp á um 25 milljónir króna en lýstar kröfur námu um 48 milljónum króna. Samþykktar kröfur voru greiddar að fullu.

Fréttamaður spreytir sig á græjunni sem allir eru að tala um
Nokkur eintök af nýjum sýndarveruleikagleraugum Apple, sem tröllriðið hafa samfélagsmiðlum, eru komin til landsins og verða til sýnis í verslunum Nova. Tæknin sem notuð er til að stjórna gleraugunum er afar framúrstefnuleg, eins og fréttamaður komst að við prófun í dag.

Fosshótel, Berjaya og Icelandair sitja uppi með Covid-skuldir
Fosshótel Reykjavíkur, Icelandair Group og Berjaya Hotels Iceland þurfa að greiða húsaleigu þrátt fyrir að hafa lokað sjoppunni í marga mánuði á meðan kórónuveirufaraldrinum stóð. Um er að ræða greiðslur sem nema á annað hundrað milljóna króna.

Reginn býðst til að að liðka fyrir yfirtöku með sölu eigna
Fasteignafélagið Reginn óskaði á föstudag eftir sáttaviðræðum við Samkeppniseftirlitið í tengslum við fyrirhugaðrar yfirtöku á öllu hlutafé Eikar fasteignafélags. Reginn býðst til að selja eignir til að vinna gegn skaðlegum áhrifum á samkeppni vegna samrunans.

Gjaldþrotið nam 124 milljónum króna
Gjaldþrot verslunarinnar Eins og fætur toga sem varð gjaldþrota í mars í fyrra en er nú rekin af nýjum aðilum nam 124 milljónum króna. Greint er frá uppgjöri þrotabúsins í Lögbirtingablaðinu í dag.