Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 31. janúar 2025 14:06 Samtök fyrirtækja í fjármálaþjónustu hvetja stjórnvöld til að breyta lögum svo nýta megi betur rafrænar lausnir og skapa þannig hagræði við lánaumsýslu. Mynd úr safni. Vísir Áætlað er að þjóðhagslegur sparnaður af rafrænum skuldabréfum og lánaumsýslu gæti numið nokkrum milljörðum króna. Samtök fyrirtækja í fjármálaþjónustu hvetja stjórnvöld til að breyta lögum svo ávinningur rafrænna þinglýsinga nái betur fram að ganga. Hátt í fjögur þúsund umsagnir bárust í samráðsgátt stjórnvalda með tillögum til hagræðingar í ríkisrekstri. Þar á meðal er tillaga Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu þar sem bent er á að verkefnið um rafrænar þinglýsingar, sem varð að veruleika árið 2020, hafi ekki verið að fullu klárað. Jóna Björk Guðnadóttir, yfirlögfræðingur SFF, segir að margt hafi þó tekist vel til með rafrænum þinglýsingum. „En það eru enn heilmikil hagræðingartækifæri í því til dæmis að breyta lögum þannig að lánaskjöl sem eru rafræn og eru rafrænt undirrituð fái sömu stöðu og skuldabréf sem í dag þurfa að vera á pappír og undirrituð með penna, sem að kannski er óþarfi í dag þegar fólk vill nýta sér að eiga viðskipti bara á netinu og þurfa ekki að keyra í bankann og taka frí i vinnu og allt það,“ segir Jóna. Tvöfalt kerfi sem hægt sé að kveðja „Hagræðingin með rafrænu þinglýsingunum er frábær, sem hefur orðið hjá sýslumönnunum, en það hefur orðið til svolítið tvöfalt kerfi. Þeir sem eru að taka lán þeir þurfa að undirrita pappírinn og gera sér ferð og allt það, og lánveitandinn þarf að sinna þessu líka. En síðan er þinglýsingin ein og sér rafræn. Við myndum vilja að allir gætu nýtt sér þessa rafrænu ferla.“ Um 50 þúsund veðskuldabréfum er þinglýst árlega á Íslandi sem hver um sig kallar á ákveðna vinnu hjá ólíkum aðilum. Áætlað var fyrir nokkrum árum að þjóðhagslegur sparnaður af rafrænum þinglýsingum gæti orðið numið allt að einum komma sjö milljörðum króna á ári. Jóna gerir ráð fyrir að hagræðið gæti verið mun meira nú, sé allt tekið með inn í reikninginn. „Það kom fram frumvarp fyrir nokkrum misserum síðan þar sem að stjórnvöld lögðu mat á það að þjóðhagslegur ávinningur af þessu verkefni væri að lágmarki 1,2 til 1,7 milljarðar og þá var ekki allt til tekið, allur sparnaður atvinnulífsins eða einstaklinga þannig þetta er heilmikið hagræðingartækifæri þarna,“ segir Jóna. Fjármálafyrirtæki Stjórnsýsla Mest lesið Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Viðskipti innlent Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Viðskipti innlent Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Viðskipti innlent Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Viðskipti innlent Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Á von á fleiri fyrirtækjum í hópmálssókn gegn Booking.com Þrjú verkefni fengu styrk úr sjóði FrumkvöðlaAuðar Endurskoða áform um 1,5 milljarða skattahækkun Tekjur meiri af erlendum ferðamönnum og færri starfandi í ferðaþjónustu Flokka úrgang í fyrsta sinn á Norðurálsmótinu Hefur sjálfur séð eyðileggingu af völdum botnvörpuveiða Sjá meira
Hátt í fjögur þúsund umsagnir bárust í samráðsgátt stjórnvalda með tillögum til hagræðingar í ríkisrekstri. Þar á meðal er tillaga Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu þar sem bent er á að verkefnið um rafrænar þinglýsingar, sem varð að veruleika árið 2020, hafi ekki verið að fullu klárað. Jóna Björk Guðnadóttir, yfirlögfræðingur SFF, segir að margt hafi þó tekist vel til með rafrænum þinglýsingum. „En það eru enn heilmikil hagræðingartækifæri í því til dæmis að breyta lögum þannig að lánaskjöl sem eru rafræn og eru rafrænt undirrituð fái sömu stöðu og skuldabréf sem í dag þurfa að vera á pappír og undirrituð með penna, sem að kannski er óþarfi í dag þegar fólk vill nýta sér að eiga viðskipti bara á netinu og þurfa ekki að keyra í bankann og taka frí i vinnu og allt það,“ segir Jóna. Tvöfalt kerfi sem hægt sé að kveðja „Hagræðingin með rafrænu þinglýsingunum er frábær, sem hefur orðið hjá sýslumönnunum, en það hefur orðið til svolítið tvöfalt kerfi. Þeir sem eru að taka lán þeir þurfa að undirrita pappírinn og gera sér ferð og allt það, og lánveitandinn þarf að sinna þessu líka. En síðan er þinglýsingin ein og sér rafræn. Við myndum vilja að allir gætu nýtt sér þessa rafrænu ferla.“ Um 50 þúsund veðskuldabréfum er þinglýst árlega á Íslandi sem hver um sig kallar á ákveðna vinnu hjá ólíkum aðilum. Áætlað var fyrir nokkrum árum að þjóðhagslegur sparnaður af rafrænum þinglýsingum gæti orðið numið allt að einum komma sjö milljörðum króna á ári. Jóna gerir ráð fyrir að hagræðið gæti verið mun meira nú, sé allt tekið með inn í reikninginn. „Það kom fram frumvarp fyrir nokkrum misserum síðan þar sem að stjórnvöld lögðu mat á það að þjóðhagslegur ávinningur af þessu verkefni væri að lágmarki 1,2 til 1,7 milljarðar og þá var ekki allt til tekið, allur sparnaður atvinnulífsins eða einstaklinga þannig þetta er heilmikið hagræðingartækifæri þarna,“ segir Jóna.
Fjármálafyrirtæki Stjórnsýsla Mest lesið Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Viðskipti innlent Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Viðskipti innlent Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Viðskipti innlent Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Viðskipti innlent Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Á von á fleiri fyrirtækjum í hópmálssókn gegn Booking.com Þrjú verkefni fengu styrk úr sjóði FrumkvöðlaAuðar Endurskoða áform um 1,5 milljarða skattahækkun Tekjur meiri af erlendum ferðamönnum og færri starfandi í ferðaþjónustu Flokka úrgang í fyrsta sinn á Norðurálsmótinu Hefur sjálfur séð eyðileggingu af völdum botnvörpuveiða Sjá meira
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf