Viðskipti

Ekki keypt jafn mikinn gjaldeyri í rúm fjögur ár

Íslenska krónan styrktist á móti evru í júní, en veiktist á móti Bandaríkjadal. Af átján viðskiptadögum í júní greip Seðlabanki Íslands inní á markaðinn sex daga, öll skiptin á kauphliðinni. Seðlabankinn keypti evrur fyrir 18,2 milljarða króna sem eru mestu kaup í einum mánuði síðan í febrúar 2017.

Viðskipti innlent

Bezos lætur af störfum sem forstjóri Amazon

Auðjöfurinn Jeff Bezos lætur í dag af störfum sem forstjóri Amazon, fyrirtækis sem hann stofnaði á árum áður og hefur stýrt í 27 ár. Við honum tekur Andy Jassy en Bezos mun áfram verða mjög áhrifamikill og tekur sér stöðu stjórnarformanns.

Viðskipti erlent

Nýja vín­búðin fer í sam­­keppni við ÁTVR

Á­fengis- og tóbaks­verslun ríkisins er komin með nýjan sam­keppnis­aðila, sem stílar inn á ís­lenskan markað. Net­verslunin Nýja vín­búðin opnaði fyrir um tveimur vikum en það er við­skipta­maðurinn Sverrir Einar Ei­ríks­son sem rekur hana. Sverrir á litríka viðskiptasögu að baki en hann hefur meðal annars keypt gull og veitt 95 prósenta fasteignalán.

Neytendur

Líkamstjáning á fundum og nokkur góð ráð

Það skiptir ekki máli hvernig samskiptin okkar fara fram, þegar að við hittum fólk viljum við koma vel fyrir. Hvort sem við erum á fundum, fjarfundum eða bara í almennu spjalli eða viðtölum við viðskiptavini eða samstarfsfólk, skiptir líkamsbeitingin okkar máli.

Atvinnulíf

Helmingi minni sykur í Pepsí árið 2030

Gosdrykkjaframleiðandinn Pepsí ætlar að minnka verulega sykur sem bætt er í drykki fyrirtækisins sem eru seldir í ríkjum Evrópusambandsins á þessum áratug. Stefnan er að minnka sykurmagnið um fjórðung fyrir 2025 og um helming fyrir 2030.

Viðskipti erlent

Reitir kaupa fjórar verslunareignir af Festi

Fasteignafélögin Reitir og Festi hafa komist að samkomulagi um kaup Reita á fjórum fasteignum sem hýsa meðal annars verslanir Krónunnar. Kaupverðið er rúmir fjórir milljarðar króna og að fullu fjármagnað með handbæru fé og lánsfé.

Viðskipti innlent