Vilja búa blaðamönnum betri starfsaðstæður og ráða fleiri Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 21. desember 2022 16:37 Óhætt er að segja að vendingar séu á fjölmiðlamarkaði en forsvarsmenn Kjarnans og Stundarinnar hafa ákveðið að sameinast undir merkjum nýs miðils. Heiða/Vilhelm Öll þau sem tilheyra ritstjórn Kjarnans og Stundarinnar munu halda áfram störfum hjá nýjum miðli sem hefur göngu sína í janúar. „Við stefnum á að fjölga starfsfólki – ekki fækka,“ segir Þórður Snær Júlíusson ritstjóri Kjarnans sem virtist ákaflega spenntur og stórhuga þegar fréttastofa náði tali af honum. Í morgun voru sagðar fréttir af því að eigendur Kjarnans og Stundarinnar hefðu komið sér saman um að sameina miðlana tvo. Telja aðstandendur þeirra að saman séu þeir sterkari en í sitt hvoru lagi. Þórður Snær segir að það sé heilmargt sameiginlegt með hugmyndafræði beggja miðla. „Þetta eru aðhaldsmiðlar sem standa með almenningi og neytendum; leggja áherslu á rannsóknarblaðamennsku. Það er búið að reka þá í tveimur einingum í allan þennan tíma. Okkur fannst bara tímabært að skoða það hvort það væri þannig að við værum sterkari saman en við erum í sitthvoru lagi. Báðir miðlarnir eru reknir mjög sjálfbært, það er að segja skuldlausir að mestu, að minnsta kosti við fjármálastofnanir og hafa verið reknir í litlu tapi og Stundar-megin auðvitað bara oftast nær í hagnaði og hafa verið að vaxa tekjulega séð á undanförnum árum.“ Sameiningin sé því ekki tilkomin vegna einhvers rekstrarvanda. „Við töldum að það sé vert að skoða hvort við gætum búið til aðstæður þar sem við getum styrkst, gert meira og búið til betri starfsaðstæður fyrir þá blaðamenn sem starfa hjá okkur og þá sem munu starfa hjá okkur til framtíðar með því að sameina miðlana og niðurstaðan úr því var að við teljum svo vera,“ segir Þórður. Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, ritstjóri Stundarinnar, tekur í sama streng. „Með því að sameinast getum við mótað fyrirtæki sem er stærra, sterkara og öflugra til að takast á við þær áskoranir sem fylgja því að halda úti rannsóknarblaðamennsku; greinandi og gagnrýninni blaðamennsku sem hefur ýmislegt í för með sér og getur verið svolítið krefjandi. Þetta eru miðlar sem eru báðir í dreifðu eignarhaldi, óháðir hagsmunablokkum og hafa lifað eftir ákvörðunum almennings um að styrkja þá eða kaupa áskrift.“ Blóð, sviti og tár hafa farið í að byggja upp Kjarnann og Stundina á síðustu árum. Nýr miðill með ritstjórnum beggja lítur dagsins ljós í janúar.Vísir/egill Ingibjörg segir þó að það hefi verið stórt skref að ráðast í sameininguna því miðlarnir séu þeim afar hjartfólgnir. „Þessir miðlar eru náttúrulega stofnaðir af fjölmiðlafólki sem starfar á þeim í dag. Okkur þykir náttúrulega vænt um þessi vörumerki og það sem þau standa fyrir og það sem Stundin er í mínum huga er annað og meira en bara vinnustaður.“ Þórður segir að nýi miðillinn muni sækja þorra sinna tekna til lesenda þannig verði áskriftarmódeli Stundarinnar og styrktar fyrirkomulagi Kjarnans viðhaldið. „Við erum þegar búin að opna á og bjóða upp á foráskrift á hinum nýja miðli þar sem fólk getur skráð sig núna strax og fengið fyrstu útgáfur af honum.“ Þau Ingibjörg og Þórður segja bæði að lesendur miðlanna muni sjá áherslur Stundarinnar og Kjarnans í nýjum miðli. „Á því er enginn vafi. Við erum mjög meðvituð um að varðveita það sem hefur skilgreint þessa miðla sem eru núna að renna saman og það verði bakbeinið í þeim nýja miðli sem við erum núna að búa til. Samhliða höfum við áform um að breikka og auka og vera með breiðari skírskotun og geta gert meira,“ segir Þórður. „Það er náttúrulega þannig að ég verð ritstjóri á nýjum miðli ásamt Þórði Snæ og mínar áherslur munu fylgja og Helgi Seljan rannsóknarritstjóri Stundarinnar verður með okkur í þessu teymi, teymi Stundarinnar verður áfram en á nýjum tölvupósti, okkar áherslur munu njóta sín þar eftir sem áður,“ segir Ingibjörg. Fjölmiðlar Vinnumarkaður Tengdar fréttir Kjarninn og Stundin í eina sæng Eigendur Kjarnans og Stundarinnar hafa náð samkomulagi um að sameina fjölmiðlana. Nýr fjölmiðlill mun þannig líta dagsins ljós á nýju ári undir nýju nafni. Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, og Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, ritstjóri Stundarinnar, verða saman ritstjórar hins nýja fjölmiðils. 21. desember 2022 07:49 Mest lesið Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Sjá meira
Í morgun voru sagðar fréttir af því að eigendur Kjarnans og Stundarinnar hefðu komið sér saman um að sameina miðlana tvo. Telja aðstandendur þeirra að saman séu þeir sterkari en í sitt hvoru lagi. Þórður Snær segir að það sé heilmargt sameiginlegt með hugmyndafræði beggja miðla. „Þetta eru aðhaldsmiðlar sem standa með almenningi og neytendum; leggja áherslu á rannsóknarblaðamennsku. Það er búið að reka þá í tveimur einingum í allan þennan tíma. Okkur fannst bara tímabært að skoða það hvort það væri þannig að við værum sterkari saman en við erum í sitthvoru lagi. Báðir miðlarnir eru reknir mjög sjálfbært, það er að segja skuldlausir að mestu, að minnsta kosti við fjármálastofnanir og hafa verið reknir í litlu tapi og Stundar-megin auðvitað bara oftast nær í hagnaði og hafa verið að vaxa tekjulega séð á undanförnum árum.“ Sameiningin sé því ekki tilkomin vegna einhvers rekstrarvanda. „Við töldum að það sé vert að skoða hvort við gætum búið til aðstæður þar sem við getum styrkst, gert meira og búið til betri starfsaðstæður fyrir þá blaðamenn sem starfa hjá okkur og þá sem munu starfa hjá okkur til framtíðar með því að sameina miðlana og niðurstaðan úr því var að við teljum svo vera,“ segir Þórður. Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, ritstjóri Stundarinnar, tekur í sama streng. „Með því að sameinast getum við mótað fyrirtæki sem er stærra, sterkara og öflugra til að takast á við þær áskoranir sem fylgja því að halda úti rannsóknarblaðamennsku; greinandi og gagnrýninni blaðamennsku sem hefur ýmislegt í för með sér og getur verið svolítið krefjandi. Þetta eru miðlar sem eru báðir í dreifðu eignarhaldi, óháðir hagsmunablokkum og hafa lifað eftir ákvörðunum almennings um að styrkja þá eða kaupa áskrift.“ Blóð, sviti og tár hafa farið í að byggja upp Kjarnann og Stundina á síðustu árum. Nýr miðill með ritstjórnum beggja lítur dagsins ljós í janúar.Vísir/egill Ingibjörg segir þó að það hefi verið stórt skref að ráðast í sameininguna því miðlarnir séu þeim afar hjartfólgnir. „Þessir miðlar eru náttúrulega stofnaðir af fjölmiðlafólki sem starfar á þeim í dag. Okkur þykir náttúrulega vænt um þessi vörumerki og það sem þau standa fyrir og það sem Stundin er í mínum huga er annað og meira en bara vinnustaður.“ Þórður segir að nýi miðillinn muni sækja þorra sinna tekna til lesenda þannig verði áskriftarmódeli Stundarinnar og styrktar fyrirkomulagi Kjarnans viðhaldið. „Við erum þegar búin að opna á og bjóða upp á foráskrift á hinum nýja miðli þar sem fólk getur skráð sig núna strax og fengið fyrstu útgáfur af honum.“ Þau Ingibjörg og Þórður segja bæði að lesendur miðlanna muni sjá áherslur Stundarinnar og Kjarnans í nýjum miðli. „Á því er enginn vafi. Við erum mjög meðvituð um að varðveita það sem hefur skilgreint þessa miðla sem eru núna að renna saman og það verði bakbeinið í þeim nýja miðli sem við erum núna að búa til. Samhliða höfum við áform um að breikka og auka og vera með breiðari skírskotun og geta gert meira,“ segir Þórður. „Það er náttúrulega þannig að ég verð ritstjóri á nýjum miðli ásamt Þórði Snæ og mínar áherslur munu fylgja og Helgi Seljan rannsóknarritstjóri Stundarinnar verður með okkur í þessu teymi, teymi Stundarinnar verður áfram en á nýjum tölvupósti, okkar áherslur munu njóta sín þar eftir sem áður,“ segir Ingibjörg.
Fjölmiðlar Vinnumarkaður Tengdar fréttir Kjarninn og Stundin í eina sæng Eigendur Kjarnans og Stundarinnar hafa náð samkomulagi um að sameina fjölmiðlana. Nýr fjölmiðlill mun þannig líta dagsins ljós á nýju ári undir nýju nafni. Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, og Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, ritstjóri Stundarinnar, verða saman ritstjórar hins nýja fjölmiðils. 21. desember 2022 07:49 Mest lesið Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Sjá meira
Kjarninn og Stundin í eina sæng Eigendur Kjarnans og Stundarinnar hafa náð samkomulagi um að sameina fjölmiðlana. Nýr fjölmiðlill mun þannig líta dagsins ljós á nýju ári undir nýju nafni. Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, og Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, ritstjóri Stundarinnar, verða saman ritstjórar hins nýja fjölmiðils. 21. desember 2022 07:49
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun