Viðskipti

Formlegar viðræður um kaup á Hótel Sögu hafnar
Háskóli Íslands hefur hafið formlegar viðræður um kaup á Bændahöllinni við Hagatorg í Vesturbæ Reykjavíkur, sem áður hýsti Hótel Sögu.

Verð á fjölbýli hækkar en sérbýli lækkar
Hækkun íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu í febrúar var 0,6 prósent miðað við 0,1 prósent í janúar. Hækkunin var þó misskipt þar sem verð á fjölbýli hækkaði um 0,9 prósent á meðan verð á sérbýli lækkaði um 0,7 prósent.

Opna bar og veitingastað í húsnæði Skelfiskmarkaðarins
Þeir Arnar Þór Gíslason, Andri Björnsson, Logi Helgason og Óli Már Ólason hyggjast opna annars vegar bar og hins vegar veitingastað að Klapparstíg 28-30.

Það vilja allir vera „Svalir“
Líney Árnadóttir, sérfræðingur hjá VIRK segir stjórnendur þurfa að þekkja einkenni streitu og vita hvernig streita þróast. Eitt verkfærið sem vinnustaðir geta notað er hinn svo kallaði Streitustigi. Á þessum stiga getur fólk mátað sína líðan miðað við eftirfarandi stig: Svalur – Volgur – Logandi – Bráðnaður – Brunninn.

Íslenskt hugbúnaðarfyrirtæki tryggir sér þriggja milljóna dala fjármögnun
Bandaríski fjárfestingasjóðurinn Menlo Ventures hefur fjárfest í íslenska hugbúnaðarfyrirtækinu Fractal 5, sem er að þróa nýjan hugbúnað á sviði samskiptatækni.

Hið sænska Nordtech Group festir kaup á InfoMentor
Sænska fjárfestingafyrirtækið Nordtech Group AB fest kaup á öllu hlutafé í íslenska náms- og upplýsingatæknifyrirtækinu InfoMentor. Framkvæmdastjóri InfoMentor segir að kaupunum fylgi engar sérstakar breytingar á rekstrinum hér á landi eða í umhverfi starfsfólks fyrirtækisins.

Bréf í Icelandair hækka eftir tíðindi af vottorðum
Gengi hlutabréfa í flugfélaginu Icelandair tóku vænan kipp upp á við um hádegisbil eftir að tilkynnt var að farþegar með bólusetningarvottorð frá ríkjum utan Schengen yrðu tekin gild. Þar með má meðal annars hleypa Bretum og Bandaríkjamönnum inn í landið sem hafa verið bólusettir gegn kórónuveirunni.

„Án mannauðs er fyrirtækið ekki neitt“
Reglulegar vinnustaðamælingar veita dýrmæt gögn fyrir mannauðsdeildir fyrirtækja til að hlúa að starfsfólki.

Ráðnir í stjórnendastöður hjá Félagsbústöðum
Andrés Ívarsson og Kristinn Karel Jóhannsson hafa verið ráðnir í stjórnendastöður hjá Félagsbústöðum.

Origo kaupir 30 prósenta hlut í DataLab
Upplýsingatæknifyrirtækið Origo hefur keypt 30% hlut í tæknifyrirtækinu DataLab, sem þróar lausnir sem byggja á gervigreindartækni og veitir ráðgjöf um hagnýtingu slíkra lausna.

Abbababb það er bíll!
Ökuferð feðginanna í nýrri auglýsingu VÍS um Ökuvísinn vekur upp tilfinningar sem ansi margir tengja við.

Gagnagrunnur fyrir ólöglegt efni að verða að veruleika
„Á síðustu árum hefur umræða um dreifingu á ólöglegu efni á netinu aukist gríðarlega og er líklegt að á næstu árum verði sett lög sem skylda alla netþjónustuaðila til að leita að og uppræta slíkt efni. Það má því segja að ein af upphaflegu hugmyndunum okkar um gagnagrunn fyrir ólöglegt efni sé að verða að veruleika,“ segir Sigurður Ragnarsson framkvæmdastjóri Videntifier.

Erfitt að fá launahækkun hjá pabbanum
„Árið 1947 brann allt til kaldra kola enda ekki komin vatnsveita í Selás í Reykjavík þá. En það hvarflaði aldrei að pabba að hætta rekstri,“ segir Eyjólfur Axelsson stjórnarformaður AXIS. Faðir Eyjólfs stofnaði fyrirtækið árið 1935 en fyrirtækið er í dag rekið af þriðju kynslóðinni: Þeim Eyjólfi og Gunnari Eyjólfssonum. „Nei ég ætlaði ekkert að fara að vinna hér. Ég er lögfræðingur og starfaði sem slíkur þegar pabbi talaði við okkur systkinin um það hvort eitthvert okkar vildi taka við,“ segir sonurinn Eyjólfur og hlær.

Byrjar daginn á að knúsa eiginkonuna
Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar, segir heimilishundinn Heru ekki hafa húmor fyrir því að bíða of lengi eftir morgunmatnum. Hann byrjar daginn á því að knúsa konuna sína en þessa dagana er í mörgu að snúast því framundan er stækkun Ölgerðarinnar.

Stjórn Icelandair Group endurkjörin
Forstjóri Icelandair Group segir framtíð félagsins bjarta þrátt fyrir mikið tap á síðasta ári. Hann býst við að félagið verði búið að ná fyrri styrk árið 2024. Kjör í stjórn félagsins fór fram á aðalfundi þess í dag og verður stjórnin óbreytt.

Seljandi bifreiðar kannaðist ekki við að hafa selt bifreiðina
Smart bílar voru á mánudag dæmdir í Héraðsdómi Reykjavíkur til að greiða kaupanda bifreiðar 861 þúsund krónur auk málskostnaðar vegna galla. Snerist deilan um það hvort fyrirtækið væri seljandi bifreiðarinnar sem flutt var inn frá Bandaríkjunum eða milligönguaðili sem bæri þar með ekki ábyrgð á afhendingarástandi hennar.

Skatturinn: „Það þarf enginn að fara á límingunum“
Skilafrestur fyrir skattframtöl einstaklinga rennur út klukkan 23:59 í kvöld og hefur Skatturinn móttekið um 70% af þeim framtölum sem stofnunin á von á.

„Það er búið að hakka nánast alla hægri vinstri“
Netöryggissérfræðingur segir fjölda íslenskra fyrirtækja og stofnana hafa verið berskjölduð fyrir netárásum vegna alvarlegs öryggisveikleika sem fannst í hinum vinsæla Microsoft Exchange hugbúnaði.

Fáheyrð aukning á hitavatnsnotkun hafði áhrif á rekstur OR í fyrra
Tekjur Orkuveitu Reykjavíkur (OR) námu 48,6 milljörðum króna á síðasta ári og jukust frá árinu 2020 þegar þær voru 46,6 milljarðar króna. Hagnaður af rekstri samstæðunnar á árinu 2020 var 5,6 milljarðar króna og dróst saman úr 6,9 milljörðum á fyrra ári.

Hjörvar ráðinn yfirmaður íþróttamála hjá Viaplay á Íslandi
Hjörvar Hafliðason hefur verið ráðinn í nýja stöðu íþróttastjóra hjá Viaplay sport á Íslandi.

Hinrik og Sigrún fengin til að stýra mannauðsteyminu
Hinrik Sigurður Jóhannesson hefur verið ráðinn nýr framkvæmdastjóri mannauðs og ferla hjá Advania og Sigrún Ósk Jakobsdóttir hefur tekið við sem mannauðsstjóri fyrirtækisins.

„Það er ekki nóg að vera frændi einhvers eða hafa verið með honum í grunnskóla“
„Oftar er meira svigrúm til bæta fjárhagslega svigrúmið þitt með því að auka tekjurnar til skamms og meðallangs tíma. Ég vil ekki gera lítið úr því að þurfa að spara og ég er að gera það sjálfur en það er ekki síður mikilvægt að hugsa um það hvernig maður getur aukið tekjur sínar,“ segir Andrés Jónsson, almannatengill og ráðningarráðgjafi hjá Góðum samskiptum.

Norskt flugfélag stefnir á rafknúið flug eftir fimm ár
Norska flugfélagið Widerøe, stærsta innanlandsflugfélag Skandinavíu, hefur tekið höndum saman við breska Rolls-Royce hreyflaframleiðandann og ítölsku flugvélaverksmiðjuna Tecnam um að koma rafknúinni flugvél í farþegaflug árið 2026. Verkefnið útvíkkar rannsóknaráætlun Rolls-Royce og Widerøe um sjálfbært flug og núverandi samstarf Rolls-Royce og Tecnam um P-Volt rafmagnsflugvélina.

Oft óþægilegt að efla tengslanetið
Við heyrum oft um þetta talað: Tengslanetið skiptir máli! Að þekkja mann og annan er jú eitthvað sem nýtist oft vel í starfi. Og ekkert síður þegar sótt er um ný störf. Að efla tengslanetið er hins vegar verkefni sem mörgum finnst óþægilegt. Enda er okkur mis eðlislægt að tala við fólk eða taka fyrstu skrefin í samskiptum. Hvað þá að halda úti samræðum, þannig að líklegt sé að viðkomandi aðila finnist mikið til okkar koma!

Netflix skoðar að stöðva dreifingu lykilorða
Starfsmenn streymisveitunnar vinsælu, Netflix, leita nú leiða til að koma í veg fyrir að margir aðilar sem búi ekki saman deili lykilorðum sín á milli.

Sæmundur tekur við af Guðmundi hjá EFLU
Sæmundur Sæmundsson, fyrrverandi forstjóri Borgunar, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri EFLU en hann tekur við stöðunni af Guðmundi Þorbjörnssyni í lok apríl.

Ekki í boði að sækja um viðbótarfrest í ár
Lokadagur fyrir skil á skattframtali einstaklinga er á morgun 12. mars en ekki stendur til boða að þessu sinni að sækja um viðbótarfrest líkt og síðustu ár.

Einn dregur framboð sitt til stjórnar Icelandair til baka
Martin J. St. George hefur dregið framboð sitt til stjórnar Icelandair Group til baka, en eftir standa þá átta frambjóðendur.

Upphafsmaður snældunnar er látinn
Hollenski verkfræðingurinn Lou Ottens, sem hefur verið eignaður heiðurinn að því að vera uppfinningamaður kasettunnar, er látinn. Hann varð 94 ára.

Mælt með að færa fjarvinnu að hluta til á kaffihús
Nú þegar ljóst er að margir vinnustaðir gera ráð fyrir að fjarvinna verði hluti af fyrirkomulagi starfsfólks til framtíðar, velta margir fyrir sér hvernig þessari fjarvinnu verði háttað. Þar sýna rannsóknir að það getur verið góður valkostur fyrir fólk, að setjast niður til vinnu á kaffihúsum.