Ekki þurft að fljúga tómum vélum vegna reglna ESB Eiður Þór Árnason skrifar 8. janúar 2022 23:53 Heimsfaraldurinn hefur haft mikil áhrif á rekstur flugfélaga um allan heim og nú ætlar ómíkron að reynast enn ein hindrunin fyrir eðlilegum rekstri þeirra. Samsett Nýverið greindi Lufthansa Group frá því að samstæðan sæi fram á fljúga minnst átján þúsund flugferðir í vetur sem það myndi undir eðlilegum kringumstæðum vilja fella niður vegna fárra farþega. Ástæðan er reglur Evrópusambandsins sem kveða á um þá lágmarksnýtingu afgreiðslutíma á flugvöllum sem flugfélög þurfa að nýta til að eiga öruggt með að halda þeim á næsta tímabili. Lendinga- og brottfaratímar á vinsælum flugvöllum eru verðmæt auðlind fyrir flugrekendur og forsenda þess að þeir geti flutt þangað farþega. Hvorki Icelandair né Play hafa gripið til þess ráðs að fljúga hálftómum flugvélum til þess eins að halda afgreiðslutímum sínum að sögn fulltrúa þeirra. Almenn undanþága ekki lengur í gildi „Það hefur ekki komið til þessa hjá okkur vegna þeirra undanþága sem í gildi hafa verið varðandi nýtingu á afgreiðslutímum á þeim mörkuðum sem við störfum,“ segir í skriflegu svari Ásdísar Ýrar Pétursdóttur, samskiptastjóra Icelandair, við fyrirspurn Vísis. Nýting afgreiðslutíma sé ein af þeim breytum sem höfð sé í huga þegar tekin er ákvörðun um að fella flug niður en það sé ekki ráðandi þáttur. Ásdís Ýr Pétursdóttir, samskiptastjóri Icelandair. Að sögn Ásdísar er í venjulegu árferði miðað við að nýting afgreiðslutíma á ákveðnu tímabili sé 80% til þess að flugfélag haldi sjálfkrafa afgreiðslutímum á næsta tímabili, en miðað er við tvö tímabil á ári. „Frá því að COVID-19 skall á hafa verið í gildi undanþágur frá þessari nýtingarkröfu vegna áhrifa mikilla ferðatakmarkana á flugfélög. Hvað Icelandair varðar, þá var til að mynda í gildi síðastliðið sumar víðtæk undanþága á flestum þeim flugvöllum/löndum sem Icelandair flýgur til.“ Ásdís segir að í vetur sé áfram í gildi víðtæk undanþága í Bretlandi, Kanada og Bandaríkjunum. Í Evrópu hafi krafa um nýtingarhlutfall verið lækkuð niður í 50%, auk þess sem hægt sé að sækja um tímabundnar undanþágur vegna ferðatakmarkana í einstaka löndum. Nadine Guðrún Yaghi er samskiptastjóri Play. Nadine Guðrún Yaghi, samskiptastjóri Play, segir að flugfélagið hafi ekki heldur farið sömu leið og Lufthansa og flogið tómlegum flugvélum til þess að ná lágmarkskröfum um afgreiðslutíma. Play hafi vissulega þurft að aflýsa flugferðum vegna áhrifa faraldursins líkt og önnur flugfélög. Til að mynda hafi útgöngubönn í erlendum borgum dregið úr eftirspurn eftir flugsætum til styttri tíma. Óloftslagsvænt og óþarft Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur hlotið gagnrýni vegna reglnanna, einkum nú þegar ómíkron afbrigðið dregur aftur úr ferðavilja fólks. Hafa forsvarsmenn evrópskra flugfélaga sagt reglurnar taktlausar og krafist breytinga. Þá hefur sænski aðgerðasinninn Greta Thunberg, sem hefur kallað eftir því að Evrópusambandið leggi fram metnaðarfyllri stefnu í loftslagsmálum, skotið föstum skotum að sambandinu vegna málisins. Brussels Airlines makes 3,000 unnecessary flights to maintain airport slots The EU surely is in a climate emergency mode https://t.co/eHLFrd06y0— Greta Thunberg (@GretaThunberg) January 5, 2022 Samgönguráðherra Belga vill breytingar Belgískir fjölmiðlar greina frá því að Georges Gilkinet, samgönguráðherra landsins og meðlimur grænflokksins Ecolo, hafi sent bréf um málið til Adina Valean, samgönguráðherra framkvæmdastjóri ESB. Þar segir hann núverandi fyrirkomulag vera óskiljanlegt og hvorki þjóna umhverfislegum né efnhagslegum sjónarmiðum. Kallar Gilkinet eftir því að boðið verði upp á aukinn sveigjanleika þegar kemur að nýtingu afgreiðslutíma á flugvöllum og kröfur um lágmarksnýtingu verði lækkaðar frekar. Belgíska flugfélagið Brussels Airlines, sem er hluti af Lufthansa Group, gerir ráð fyrir að fljúga þrjú þúsund ónauðsynlegar flugferðir í vetur að óbreyttu. Fréttir af flugi Evrópusambandið Loftslagsmál Icelandair Play Mest lesið Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Annað markaðsleyfi í höfn í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Sjá meira
Ástæðan er reglur Evrópusambandsins sem kveða á um þá lágmarksnýtingu afgreiðslutíma á flugvöllum sem flugfélög þurfa að nýta til að eiga öruggt með að halda þeim á næsta tímabili. Lendinga- og brottfaratímar á vinsælum flugvöllum eru verðmæt auðlind fyrir flugrekendur og forsenda þess að þeir geti flutt þangað farþega. Hvorki Icelandair né Play hafa gripið til þess ráðs að fljúga hálftómum flugvélum til þess eins að halda afgreiðslutímum sínum að sögn fulltrúa þeirra. Almenn undanþága ekki lengur í gildi „Það hefur ekki komið til þessa hjá okkur vegna þeirra undanþága sem í gildi hafa verið varðandi nýtingu á afgreiðslutímum á þeim mörkuðum sem við störfum,“ segir í skriflegu svari Ásdísar Ýrar Pétursdóttur, samskiptastjóra Icelandair, við fyrirspurn Vísis. Nýting afgreiðslutíma sé ein af þeim breytum sem höfð sé í huga þegar tekin er ákvörðun um að fella flug niður en það sé ekki ráðandi þáttur. Ásdís Ýr Pétursdóttir, samskiptastjóri Icelandair. Að sögn Ásdísar er í venjulegu árferði miðað við að nýting afgreiðslutíma á ákveðnu tímabili sé 80% til þess að flugfélag haldi sjálfkrafa afgreiðslutímum á næsta tímabili, en miðað er við tvö tímabil á ári. „Frá því að COVID-19 skall á hafa verið í gildi undanþágur frá þessari nýtingarkröfu vegna áhrifa mikilla ferðatakmarkana á flugfélög. Hvað Icelandair varðar, þá var til að mynda í gildi síðastliðið sumar víðtæk undanþága á flestum þeim flugvöllum/löndum sem Icelandair flýgur til.“ Ásdís segir að í vetur sé áfram í gildi víðtæk undanþága í Bretlandi, Kanada og Bandaríkjunum. Í Evrópu hafi krafa um nýtingarhlutfall verið lækkuð niður í 50%, auk þess sem hægt sé að sækja um tímabundnar undanþágur vegna ferðatakmarkana í einstaka löndum. Nadine Guðrún Yaghi er samskiptastjóri Play. Nadine Guðrún Yaghi, samskiptastjóri Play, segir að flugfélagið hafi ekki heldur farið sömu leið og Lufthansa og flogið tómlegum flugvélum til þess að ná lágmarkskröfum um afgreiðslutíma. Play hafi vissulega þurft að aflýsa flugferðum vegna áhrifa faraldursins líkt og önnur flugfélög. Til að mynda hafi útgöngubönn í erlendum borgum dregið úr eftirspurn eftir flugsætum til styttri tíma. Óloftslagsvænt og óþarft Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur hlotið gagnrýni vegna reglnanna, einkum nú þegar ómíkron afbrigðið dregur aftur úr ferðavilja fólks. Hafa forsvarsmenn evrópskra flugfélaga sagt reglurnar taktlausar og krafist breytinga. Þá hefur sænski aðgerðasinninn Greta Thunberg, sem hefur kallað eftir því að Evrópusambandið leggi fram metnaðarfyllri stefnu í loftslagsmálum, skotið föstum skotum að sambandinu vegna málisins. Brussels Airlines makes 3,000 unnecessary flights to maintain airport slots The EU surely is in a climate emergency mode https://t.co/eHLFrd06y0— Greta Thunberg (@GretaThunberg) January 5, 2022 Samgönguráðherra Belga vill breytingar Belgískir fjölmiðlar greina frá því að Georges Gilkinet, samgönguráðherra landsins og meðlimur grænflokksins Ecolo, hafi sent bréf um málið til Adina Valean, samgönguráðherra framkvæmdastjóri ESB. Þar segir hann núverandi fyrirkomulag vera óskiljanlegt og hvorki þjóna umhverfislegum né efnhagslegum sjónarmiðum. Kallar Gilkinet eftir því að boðið verði upp á aukinn sveigjanleika þegar kemur að nýtingu afgreiðslutíma á flugvöllum og kröfur um lágmarksnýtingu verði lækkaðar frekar. Belgíska flugfélagið Brussels Airlines, sem er hluti af Lufthansa Group, gerir ráð fyrir að fljúga þrjú þúsund ónauðsynlegar flugferðir í vetur að óbreyttu.
Fréttir af flugi Evrópusambandið Loftslagsmál Icelandair Play Mest lesið Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Annað markaðsleyfi í höfn í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Sjá meira