Viðskipti

Telur játningu Eimskipa vera taktíska ákvörðun

Hörður Felix Harðarson, lögmaður Samskipa, viðurkennir að játning Eimskipa í máli er varðar ólöglegt samráð fyrirtækjanna setji málið í einkennilega stöðu. Þrátt fyrir það telur hann játninguna vera taktíska ákvörðun fyrirtækisins, en segir Samskip ekki hafa viljað taka álíka ákvörðun.

Viðskipti innlent

Berlin yfir­gefur bensín­stöðina

Reiðhjólaverslunin Berlin flutti í nýtt húsnæði í dag, af bensínstöðinni við Háaleitisbraut inn í Miðbæ á sömu götu, Háaleitisbraut 58-60. Eigendur eru spenntir fyrir nýrri staðsetningu, sem þó sé rétt hjá.

Viðskipti innlent

Segir á­sakanir um þaul­skipu­lagða glæpi mann­orðsmorð

Samskip eru sökuð um ólöglegt samráð í flutningaþjónustu á Norðurlandi í tíð stjórnarformanns lífeyrissjóðsina Gildis sem formaður VR sakar um „þaulskipulagða glæpi“. Lífeyrissjóðsstjórinn hætti störfum hjá Samskipum áður en alvarlegustu brotin sem Samkeppniseftirlitið sektaði fyrirtækið fyrir voru framin.

Viðskipti innlent

Fá sekt vegna full­yrðinga um CBD-olíuna Sprota

Neytendastofa hefur ákveðið að sekta Healing Iceland ehf. um 100 þúsund krónur vegna fullyrðinga um lyfjavirkni snyrtivara sem innihalda CBD og eru seldar á vefsíðu félagsins undir vörumerkinu „Sproti“. Brotin eru metin alvarleg auk þess að stríða gegn góðum viðskiptaháttum.

Neytendur

Ó­fremdar­á­stand í skilum árs­reikninga

Ríkis­endur­skoðun segir að ó­fremdar­á­stand ríki í skilum árs­reikninga sjóða og stofnana fyrir árið 2022. Þetta kemur fram í til­kynningu frá stofnuninni. Einungis 148 aðilar hafa upp­fyllt skila­skyldu sína, eða um 22 prósent sjóða og stofnana. Þetta er litið al­var­legum augum.

Viðskipti innlent

Perlan fer á sölu

Borgarráð samþykkti á fundi sínum í morgun að heimila fjármála- og áhættustýringarsviði, eignaskrifstofu, að hefja söluferli á Perlunni auk tveggja vatnstanka í Öskjuhlíð. Fasteignamat eignanna er tæpir fjórir milljarðar.

Viðskipti innlent

Play sér ekki lengur fram á hagnað

Hækkun eldsneytisverðs og aðrar almennar kostnaðarhækkanir hafa neikvæð áhrif á afkomu flugfélagsins Play á seinni hluta ársins 2023. Því gerir félagið ekki lengur ráð fyrir því að afkoma ársins verði jákvæð.

Viðskipti innlent

Gunnar vildi hækka stýri­vextina minna en aðrir í nefndinni

Gunnar Jakobsson, varaseðlabankastjóra fjármálastöðugleika og nefndarmaður í peningastefnunefnd Seðlabankans, greiddi atkvæði gegn tillögu Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóri á fundi peningastefnunefndar í síðasta mánuði þar sem ákveðið var að hækka stýrivexi um 0,5 prósentur, úr 8,75 prósent í 9,25 prósent.

Viðskipti innlent

Stór­sýning í Kaup­túni

Mikið verður um að vera hjá Toyota Kauptúni á laugardag, 9. september þegar blásið verður til sannkallaðrar stórsýningar frá kl. 12 – 16.

Samstarf

Umræða starfsfólks oft óvægin og persónuleg en kúnstin að halda alltaf áfram

„Ég viðurkenni alveg að í lok sumars upplifði ég mig hálf örmagna og það gat verið freistandi hugsun að hætta bara við þetta allt saman. Því það að innleiða stefnu tekur verulega á og það geta komið upp tímar þar sem maður veltir fyrir sér hvort þetta er allt þess virði,“ segir Þorgerður Þráinsdóttir framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar í viðtali þar sem við rýnum í það, hvað þarf til að vinnustaðir nái að innleiða stefnu þannig að raunverulegar breytingar eigi sér stað.

Atvinnulíf

Við­brögðin við Ís­lands­banka­sáttinni úr öllu hófi

Marinó Örn Tryggva­son, sem lét ný­lega af störfum sem for­stjóri Kviku banka, segir að sér þyki sam­fé­lagið hafa farið ó­sann­gjörnum höndum um stjórn­endur Ís­lands­banka í kjöl­far þess að sátt Fjár­mála­eftir­litsins við bankann var opin­beruð. Við­brögðin hafi verið úr öllu hófi.

Viðskipti innlent