Valdamikill og pólitískur 12. júní 2004 00:01 Forysta Sjálfstæðisflokksins taldi árið 1952, að forseti Íslands væri pólitískt embætti sem á vissum örlagaríkum tímum veitti meira vald til en nokkru sinni hefði verið á eins manns hendi. Þetta kom fram í erindi Svans Kristjánssonar, prófessors í stjórnmálafræði, á málþinginu í gær. Vísaði Svanur til bréfs sem Ólafur Thors, Bjarni Benediktsson og Jóhann Hafstein skrifuðu fyrir forsetakosningarnar árið 1952. Svanur fjallaði um Svein Björnsson: "Þegar forsetatíð hans lauk var öllum ljóst að þarna var komið til nýtt og valdamikið, pólitískt embætti sem Sveinn hafði unnið að og taldi og að forsetinn ætti að beita stjórnarskrárbundnum völdum sínum." Svanur benti líka á hversu virkur Ásgeir Ásgeirsson hefði verið í sinni forsetatíð; hann hafi til dæmis treyst tengslin við Bandaríkin, þrátt fyrir andstöðu við það á þingi og hann gegndi lykilhlutverki við myndun Viðreisnarstjórnar árið 1959. Þá hafnaði Svanur því að Kristján Eldjárn hafi ekki beitt sér á pólitískan hátt. Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur fjallaði um hugmyndir Kristjáns Eldjárn um embættið og sagði hann hafa talið að forsetinn ætti að skipta sér sem minnst af pólitískum átökum. Það hafi þó reynst erfitt vegna tíðrar stjórnarkreppu á áttunda áratugnum. Til marks um það undirbjó Kristján þrisvar sinnum myndun utanþingsstjórnar og það vakti mikinn ágreining þegar Kristján veitti Lúðvík Jósefssyni umboð til stjórnarmyndunar árið 1978. Guðni sagði að við stjórnarmyndun væri vald forsetans hugsanlega hvað mest; þá yrði forsetinn að meta vald sitt til og það mat hlyti að vera pólitískt. Einnig fullyrti hann að "þegar hugmyndir Kristjáns um pólitískt hlutverk forseta Íslands eru bornar saman við skoðanir Ólafs Ragnars Grímssonar, er ljóst að sjónarmið Kristjáns var annað." Sveinn Helgason, fréttamaður á RÚV, fjallaði um umfjöllun um fjölmiðlalögin og atburðarás síðastliðnar vikur. Taldi hann að ímynd forsetaembættisins hefði breyst í augum þeirra kynslóða sem ólust upp í forsetatíð Kristjáns Eldjárn og Vigdísar Finnbogadóttur. Þá mótmælti Sveinn þeirri fullyrðingu að einhliða umfjöllun fjölmiðla hafi haft áhrif á afstöðu fólks. Kristján Eldjárn Sveinn Björnsson Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Innlent Fleiri fréttir Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Sjá meira
Forysta Sjálfstæðisflokksins taldi árið 1952, að forseti Íslands væri pólitískt embætti sem á vissum örlagaríkum tímum veitti meira vald til en nokkru sinni hefði verið á eins manns hendi. Þetta kom fram í erindi Svans Kristjánssonar, prófessors í stjórnmálafræði, á málþinginu í gær. Vísaði Svanur til bréfs sem Ólafur Thors, Bjarni Benediktsson og Jóhann Hafstein skrifuðu fyrir forsetakosningarnar árið 1952. Svanur fjallaði um Svein Björnsson: "Þegar forsetatíð hans lauk var öllum ljóst að þarna var komið til nýtt og valdamikið, pólitískt embætti sem Sveinn hafði unnið að og taldi og að forsetinn ætti að beita stjórnarskrárbundnum völdum sínum." Svanur benti líka á hversu virkur Ásgeir Ásgeirsson hefði verið í sinni forsetatíð; hann hafi til dæmis treyst tengslin við Bandaríkin, þrátt fyrir andstöðu við það á þingi og hann gegndi lykilhlutverki við myndun Viðreisnarstjórnar árið 1959. Þá hafnaði Svanur því að Kristján Eldjárn hafi ekki beitt sér á pólitískan hátt. Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur fjallaði um hugmyndir Kristjáns Eldjárn um embættið og sagði hann hafa talið að forsetinn ætti að skipta sér sem minnst af pólitískum átökum. Það hafi þó reynst erfitt vegna tíðrar stjórnarkreppu á áttunda áratugnum. Til marks um það undirbjó Kristján þrisvar sinnum myndun utanþingsstjórnar og það vakti mikinn ágreining þegar Kristján veitti Lúðvík Jósefssyni umboð til stjórnarmyndunar árið 1978. Guðni sagði að við stjórnarmyndun væri vald forsetans hugsanlega hvað mest; þá yrði forsetinn að meta vald sitt til og það mat hlyti að vera pólitískt. Einnig fullyrti hann að "þegar hugmyndir Kristjáns um pólitískt hlutverk forseta Íslands eru bornar saman við skoðanir Ólafs Ragnars Grímssonar, er ljóst að sjónarmið Kristjáns var annað." Sveinn Helgason, fréttamaður á RÚV, fjallaði um umfjöllun um fjölmiðlalögin og atburðarás síðastliðnar vikur. Taldi hann að ímynd forsetaembættisins hefði breyst í augum þeirra kynslóða sem ólust upp í forsetatíð Kristjáns Eldjárn og Vigdísar Finnbogadóttur. Þá mótmælti Sveinn þeirri fullyrðingu að einhliða umfjöllun fjölmiðla hafi haft áhrif á afstöðu fólks.
Kristján Eldjárn Sveinn Björnsson Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Innlent Fleiri fréttir Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Sjá meira