Skilorð fyrir misheppnað bankarán 8. júlí 2004 00:01 23 ára gamall maður fékk í gær skilorðsbundinn fangelsisdóm í Héraðsdómi Reykjavíkur upp á fimm mánuði fyrir tilraun til að ræna útibú Landsbankans við Gullinbrú í Reykjavík föstudaginn 5. desember sl. Refsing fellur niður að 3 árum liðnum haldi maðurinn almennt skilorð, en honum var jafnframt gert að greiða allan sakarkostnað. Maðurinn ruddist inn í bankann með nælonsokk fyrir andliti og ógnaði gjaldkerum með stórum hnífi, en hafði ekki erindi sem erfiði og lagði á flótta tómhentur. Hann játaði sök bæði fyrir lögreglu og fyrir dómi. Í dóminum kemur fram að maðurinn hafi þrívegis áður gengist undir sáttir fyrir umferðarlagabrot og brot á fíkniefnalögum. Þá var hann dæmdur til greiðslu sektar hinn 16. mars sl. fyrir fíkniefnabrot og skjalafals. Litið var til sakaferils mannsins við ákvörðun refsingar, auk þess að hann var samvinnuþýður við rannsókn málsins og játaði brot sitt. Í málflutningi kom fram að þrátt fyrir ungan aldur hafi maðurinn lengi átt við fíkniefnavanda að stríða, en hefur að eigin sögn tekið sig verulega á og mun hafa gengist undir meðferð á Vogi og í Byrginu, þar sem hann dvelst næsta árið og stundar vinnu. Dómsmál Fréttir Innlent Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Fleiri fréttir „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sjá meira
23 ára gamall maður fékk í gær skilorðsbundinn fangelsisdóm í Héraðsdómi Reykjavíkur upp á fimm mánuði fyrir tilraun til að ræna útibú Landsbankans við Gullinbrú í Reykjavík föstudaginn 5. desember sl. Refsing fellur niður að 3 árum liðnum haldi maðurinn almennt skilorð, en honum var jafnframt gert að greiða allan sakarkostnað. Maðurinn ruddist inn í bankann með nælonsokk fyrir andliti og ógnaði gjaldkerum með stórum hnífi, en hafði ekki erindi sem erfiði og lagði á flótta tómhentur. Hann játaði sök bæði fyrir lögreglu og fyrir dómi. Í dóminum kemur fram að maðurinn hafi þrívegis áður gengist undir sáttir fyrir umferðarlagabrot og brot á fíkniefnalögum. Þá var hann dæmdur til greiðslu sektar hinn 16. mars sl. fyrir fíkniefnabrot og skjalafals. Litið var til sakaferils mannsins við ákvörðun refsingar, auk þess að hann var samvinnuþýður við rannsókn málsins og játaði brot sitt. Í málflutningi kom fram að þrátt fyrir ungan aldur hafi maðurinn lengi átt við fíkniefnavanda að stríða, en hefur að eigin sögn tekið sig verulega á og mun hafa gengist undir meðferð á Vogi og í Byrginu, þar sem hann dvelst næsta árið og stundar vinnu.
Dómsmál Fréttir Innlent Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Fleiri fréttir „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sjá meira