Valur, ÍBV og KR komin áfram 9. júlí 2004 00:01 Valur, ÍBV og KR tryggðu sér öll sæti undanúrslitum VISA-bikars kvenna í kvöld. Spennan var mest á Hlíðarenda þar sem heimamenn höfðu sigur gegn Blikastúlkum eftir framlengdan leik. Valsstúlkur tryggðu sér sæti í undanúrslitum VISA-bikars kvenna með 2-1 sigri á Breiðablik í veðurblíðunni á Hlíðarenda í gærkvöldi. Það var Dóra María Lárusdóttir sem skoraði sigurmarkið í framlengingu, en Blikastúlkur, sem léku einum færri heilar 75 mínútur af leiktímanum, börðust af miklu harðfylgi. Það var Erna Björk Sigurðardóttir sem kom gestunum yfir á 52. mínútu, sex mínútum eftir að markmanninum Elsu Hlín Einarsdóttur hafði verið vikið af leikvelli fyrir að handleika knöttinn slysalega utan teigs. Leikmenn Vals náðu þó ekki að nýta sér liðsmuninn sem skyldi og var það ekki fyrr en Laufey Ólafsdóttir kom inn á að hlutirnir fóru að gerast. Katrín Jónsdóttir jafnaði metin á 65. mínútu eftir aukaspyrnu Laufeyjar, en eftir markið fundu leikmenn Vals fáar glufur á afar sterkri og skipulagðri vörn Blika. Það gerði hinsvegar áðurnefnd Dóra í upphafi framlengingarinnar og skildi það mark liðin af á endanum. Blikar höfðu hreinlega ekki orku í að gera almennilega atlögu að marki Vals. KR-stúlkur eru einnig komnar í undanúrslitin en þær áttu samt í miklum erfiðleikum með Þór/KA/KS þegar þær mættu þeim á Akureyrarvellinum í gær. KR-ingar höfðu unnið þær 9-0 fyrr í vikunni og fór það í þær að þær gátu ekki leikið þann leik eftir. Það má þakka það hversu vel Þór/KA/KS stóð sig í vörninni og hversu vel Telma Ýr Unnsteinsdóttir náði að gæta Hólmfríðar Magnúsdóttur en hún sást lítið í leiknum. Þór/KA/KS gekk illa að skapa sér færi í leiknum en undir lokin áttu Guðrún Soffia Viðarsdóttir þó skot í stöngina og Laufey Björnsdóttir rétt yfir. KR-ingar settu mark í leikinn rétt undir lok fyrri hálfleiks og náði Katrín Ómarsdóttir að innsigla sigurinn með því að skjóta að marki á miðjum vallarhelmingi Þór/KA/KS. Sandra hafði þá gert sig seka um að vera kominn helst til of langt frá markinu. Sanngjarn sigur þótt að KR-stúlkur vildu örugglega hafa hann stærri en þær náðu ekki að nýta mörg þeirra færa sem þær komust í. Mikið breyttur leikur frá Þór/KA/KS og greinilegt að Guðrún Soffía kemur til með að styrkja leik þeirra mikið. Eyjastúlkur urðu síðan þriðja liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitunum með afar öruggum sigri á 1. deildarliði Þróttar og urðu lokatölurnar 8-0, heimamönnum í vil. Margrét Lára Viðarsdóttir og Bryndís Jóhannesdóttir skoruðu sín mörkin tvö fyrir íBV. Fyrir leikinn var búist við að þetta yrði erfitt fyrir gestina enda mikill styrkleikamunur á liðunum, og sú varð enda raunin. Leikmenn Þróttara fá hinsvegar hrós fyrir að berjast allan leiktímann af hörku. Heimamenn hefðu auðveldlega getað farið með stærri sigur af hólmi en góður leikur markmanns Þróttar kom í veg fyrir það. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Fótbolti „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Anton Sveinn er hættur Sport Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ Fótbolti Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Galdraskot Óðins vekur athygli Handbolti Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Körfubolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Sjá meira
Valur, ÍBV og KR tryggðu sér öll sæti undanúrslitum VISA-bikars kvenna í kvöld. Spennan var mest á Hlíðarenda þar sem heimamenn höfðu sigur gegn Blikastúlkum eftir framlengdan leik. Valsstúlkur tryggðu sér sæti í undanúrslitum VISA-bikars kvenna með 2-1 sigri á Breiðablik í veðurblíðunni á Hlíðarenda í gærkvöldi. Það var Dóra María Lárusdóttir sem skoraði sigurmarkið í framlengingu, en Blikastúlkur, sem léku einum færri heilar 75 mínútur af leiktímanum, börðust af miklu harðfylgi. Það var Erna Björk Sigurðardóttir sem kom gestunum yfir á 52. mínútu, sex mínútum eftir að markmanninum Elsu Hlín Einarsdóttur hafði verið vikið af leikvelli fyrir að handleika knöttinn slysalega utan teigs. Leikmenn Vals náðu þó ekki að nýta sér liðsmuninn sem skyldi og var það ekki fyrr en Laufey Ólafsdóttir kom inn á að hlutirnir fóru að gerast. Katrín Jónsdóttir jafnaði metin á 65. mínútu eftir aukaspyrnu Laufeyjar, en eftir markið fundu leikmenn Vals fáar glufur á afar sterkri og skipulagðri vörn Blika. Það gerði hinsvegar áðurnefnd Dóra í upphafi framlengingarinnar og skildi það mark liðin af á endanum. Blikar höfðu hreinlega ekki orku í að gera almennilega atlögu að marki Vals. KR-stúlkur eru einnig komnar í undanúrslitin en þær áttu samt í miklum erfiðleikum með Þór/KA/KS þegar þær mættu þeim á Akureyrarvellinum í gær. KR-ingar höfðu unnið þær 9-0 fyrr í vikunni og fór það í þær að þær gátu ekki leikið þann leik eftir. Það má þakka það hversu vel Þór/KA/KS stóð sig í vörninni og hversu vel Telma Ýr Unnsteinsdóttir náði að gæta Hólmfríðar Magnúsdóttur en hún sást lítið í leiknum. Þór/KA/KS gekk illa að skapa sér færi í leiknum en undir lokin áttu Guðrún Soffia Viðarsdóttir þó skot í stöngina og Laufey Björnsdóttir rétt yfir. KR-ingar settu mark í leikinn rétt undir lok fyrri hálfleiks og náði Katrín Ómarsdóttir að innsigla sigurinn með því að skjóta að marki á miðjum vallarhelmingi Þór/KA/KS. Sandra hafði þá gert sig seka um að vera kominn helst til of langt frá markinu. Sanngjarn sigur þótt að KR-stúlkur vildu örugglega hafa hann stærri en þær náðu ekki að nýta mörg þeirra færa sem þær komust í. Mikið breyttur leikur frá Þór/KA/KS og greinilegt að Guðrún Soffía kemur til með að styrkja leik þeirra mikið. Eyjastúlkur urðu síðan þriðja liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitunum með afar öruggum sigri á 1. deildarliði Þróttar og urðu lokatölurnar 8-0, heimamönnum í vil. Margrét Lára Viðarsdóttir og Bryndís Jóhannesdóttir skoruðu sín mörkin tvö fyrir íBV. Fyrir leikinn var búist við að þetta yrði erfitt fyrir gestina enda mikill styrkleikamunur á liðunum, og sú varð enda raunin. Leikmenn Þróttara fá hinsvegar hrós fyrir að berjast allan leiktímann af hörku. Heimamenn hefðu auðveldlega getað farið með stærri sigur af hólmi en góður leikur markmanns Þróttar kom í veg fyrir það.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Fótbolti „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Anton Sveinn er hættur Sport Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ Fótbolti Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Galdraskot Óðins vekur athygli Handbolti Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Körfubolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Sjá meira