Valur haldur sigurgöngunni áfram 13. október 2005 14:24 Þrír leikir fóru fram í Landsbankadeild kvenna í knattspyrnu í kvöld. Á Hlíðarenda sigruðu heimastúlkur í Val stöllur sínar í FH, 5-0. KR sigraði Fjölni, 0-3, og fyrir Norðan gerðu Þór/KA/KS og Stjarnan jafntefli í markaleik 3-3. Valsstúlkur héldur sigurgöngu sinni í Landsbankadeild kvenna áfram í gærkvöld með 5–0 sigri á FH á Hlíðarenda. Liðið var þó ekki að spila neitt sérlega sannfærandi í fyrri hálfleik og skoraði Dóra Stefánsdóttir eina mark fyrri hálfleiks á lokamínútunni. Í síðari hálfleik opnuðust hinsvegar allar flóðgáttir og heimamenn bættu við fjórum mörkum. FH-ingar voru ekki eins einbeittar og og í fyrri hálfleik og fengu Valsstúlkur meiri frið við að skjóta á markið. Það bar árangur síðasta hálftímann þegar mörkin röðuðust inn og hefðu hæglega getað orðið fleiri. KR fylgir Val eins og skugginn og er eina liðið, ásamt reyndar ÍBV, sem á einhverja möguleika á að veita Valsstúlkum einhverja keppni um Íslandsmeistaratitilinn. Liðið vann Fjölni á útivelli í gær, 0–3, og voru það Guðrún Sóley Gunnarsdóttir, Guðlaug Jónsdóttir og Þórunn Helga Jónsdóttir sem skoruðu mörk liðsins. Það voru erfiðar aðstæður sem liðin þurftu að búa við í Grafarvoginum; hávaðarok olli því að hvorugt liðanna náði að spila almennilega. KR átti þó mun fleiri færi og fleiri skot og átti sigurinn fyllilega skilinn þrátt fyrir að hafa oft spilað betur. Ólöf Pétursdóttir, sem var að spila sinn annan heila leik í marki Fjölnis, átti stórleik og varði 10 skot, mörg hver stórglæsilega. Þór/KA/KS og Stjarnan skiptu stigunum bróðurlega á milli sín með 3-3 jafntefli í nokkuð fjörugum leik þar sem úrslitin voru fyllilega sanngjörn. Heimastúlkur áttu meira í leiknum í fyrri hálfleiknum þrátt fyrir að vera undir í hálfleik. Í þeim síðari náðu þær hinsvegar að snúa taflinu við og jafna metin. Annað mark Þór/KA/KS skoraði Alexandra Tómasdóttir með þrumufleyg af 40 metra færi á móti vindi. Stjarnan pressaði stíft undir lokin en norðanstúlkur héldu út. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Handbolti Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Körfubolti LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Körfubolti Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Fótbolti Dagskráin í dag: Sá markahæsti og félagar fá heimsókn frá Kanada Sport Fleiri fréttir Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Dagskráin í dag: Sá markahæsti og félagar fá heimsókn frá Kanada Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Heiðruðu látinn liðsfélaga og rústuðu síðan Raiders Sjá meira
Þrír leikir fóru fram í Landsbankadeild kvenna í knattspyrnu í kvöld. Á Hlíðarenda sigruðu heimastúlkur í Val stöllur sínar í FH, 5-0. KR sigraði Fjölni, 0-3, og fyrir Norðan gerðu Þór/KA/KS og Stjarnan jafntefli í markaleik 3-3. Valsstúlkur héldur sigurgöngu sinni í Landsbankadeild kvenna áfram í gærkvöld með 5–0 sigri á FH á Hlíðarenda. Liðið var þó ekki að spila neitt sérlega sannfærandi í fyrri hálfleik og skoraði Dóra Stefánsdóttir eina mark fyrri hálfleiks á lokamínútunni. Í síðari hálfleik opnuðust hinsvegar allar flóðgáttir og heimamenn bættu við fjórum mörkum. FH-ingar voru ekki eins einbeittar og og í fyrri hálfleik og fengu Valsstúlkur meiri frið við að skjóta á markið. Það bar árangur síðasta hálftímann þegar mörkin röðuðust inn og hefðu hæglega getað orðið fleiri. KR fylgir Val eins og skugginn og er eina liðið, ásamt reyndar ÍBV, sem á einhverja möguleika á að veita Valsstúlkum einhverja keppni um Íslandsmeistaratitilinn. Liðið vann Fjölni á útivelli í gær, 0–3, og voru það Guðrún Sóley Gunnarsdóttir, Guðlaug Jónsdóttir og Þórunn Helga Jónsdóttir sem skoruðu mörk liðsins. Það voru erfiðar aðstæður sem liðin þurftu að búa við í Grafarvoginum; hávaðarok olli því að hvorugt liðanna náði að spila almennilega. KR átti þó mun fleiri færi og fleiri skot og átti sigurinn fyllilega skilinn þrátt fyrir að hafa oft spilað betur. Ólöf Pétursdóttir, sem var að spila sinn annan heila leik í marki Fjölnis, átti stórleik og varði 10 skot, mörg hver stórglæsilega. Þór/KA/KS og Stjarnan skiptu stigunum bróðurlega á milli sín með 3-3 jafntefli í nokkuð fjörugum leik þar sem úrslitin voru fyllilega sanngjörn. Heimastúlkur áttu meira í leiknum í fyrri hálfleiknum þrátt fyrir að vera undir í hálfleik. Í þeim síðari náðu þær hinsvegar að snúa taflinu við og jafna metin. Annað mark Þór/KA/KS skoraði Alexandra Tómasdóttir með þrumufleyg af 40 metra færi á móti vindi. Stjarnan pressaði stíft undir lokin en norðanstúlkur héldu út.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Handbolti Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Körfubolti LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Körfubolti Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Fótbolti Dagskráin í dag: Sá markahæsti og félagar fá heimsókn frá Kanada Sport Fleiri fréttir Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Dagskráin í dag: Sá markahæsti og félagar fá heimsókn frá Kanada Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Heiðruðu látinn liðsfélaga og rústuðu síðan Raiders Sjá meira