Stórsigur ÍBV á FH 18. júlí 2004 00:01 ÍBV vann stórsigur, 7-1, á FH í Kapalkrika í leik liðanna í Landsbankadeild kvenna í fótbolta í dag. "Ég hef aldrei skorað fimm mörk áður í deildinni þannig að þetta var áfangi fyrir mig. Þetta lá bara fyrir mér í dag," sagði hæversk Margrét Lára Viðarsdóttir eftir að hún hafði skorað fimm af sjö mörkum Eyjaliðsins í 1-7 sigri á FH í gær. Með sigrinum komst ÍBV -liðið upp fyrir KR í annað sætið og með mörkum fimm er Margrét Lára komin með 18 mörk og sex marka forskot í baráttunni um markakóngstitilinn. "Auðvitað er svo sem hægt að setja sér það markmið að verða markahæst víst að ég er komin svona langt en þetta er ekkert sem er að búa til neina pressu á mig. Það er bara bónus fyrir mig að eignast gullskóinn," sagði hin stórskemmtilega Margrét Lára sem er ekkert búin að gefa Íslandsmeistaratitlinn upp á bátinn. "Ég myndi ekki segja að við værum búnar að missa af titlinum. Við vitum það að Valur þarf bara að misstíga sig einu sinni og þá erum við aftur komnar inn í þetta. Við ætlum bara að klára okkar leiki og sjá síðan til hvað það fleytir okkur langt. Það voru mikil vonbrigði fyrir okkur að tapa fyrir Val en svona er bara fótboltinn og við verðum bara að halda áfram," sagði Margrét Lára en ÍBV er nú fimm stigum á eftir toppliði Vals þegar liðin eiga fimm leiki eftir. Tvö af mörkum Margrétar Láru voru úr vítum og lengi vel gekk Eyjaliðinu illa að opna FH-vörnina. Þegar Margrét Lára innsiglaði þrennu sína missti FH-liðið móðinn og eftirleikurinn var auðveldur. FH-ÍBV 1-7 0–1 Margrét Lára Viðarsdóttir 13. 1–1 Lind Hrafnsdóttir 28. 1–2 Margrét Lára Viðarsdóttir, víti 39. 1–3 Margrét Lára Viðarsdóttir, víti 62. 1–4 Margrét Lára Viðarsdóttir 72. 1–5 Rachel Kruze 78. 1–6 Olga Færseth 79. 1–7 Margrét Lára Viðarsdóttir 88. Best á vellinum Margrét Lára Viðarsdóttir ÍBV Tölfræðin Skot (á mark) 2–39 (1–25) Horn 0–9 Aukaspyrnur fengnar 15–5 Rangstöður 1–5 Mjög góðar Margrét Lára Viðarsdóttir ÍBV Góðar Valdís Rögnvaldsdóttir FH Þóra Reyn Rögnvaldsdóttir FH Rachel Kruze ÍBV Elín Anna Steinarsdóttir ÍBV Olga Færseth ÍBV Elena Einisdóttir ÍBV Michelle Barr ÍBV Mihairi Gilmour ÍBV Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Handbolti Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Körfubolti LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Körfubolti Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Fótbolti Dagskráin í dag: Sá markahæsti og félagar fá heimsókn frá Kanada Sport Fleiri fréttir Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Dagskráin í dag: Sá markahæsti og félagar fá heimsókn frá Kanada Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Heiðruðu látinn liðsfélaga og rústuðu síðan Raiders Sjá meira
ÍBV vann stórsigur, 7-1, á FH í Kapalkrika í leik liðanna í Landsbankadeild kvenna í fótbolta í dag. "Ég hef aldrei skorað fimm mörk áður í deildinni þannig að þetta var áfangi fyrir mig. Þetta lá bara fyrir mér í dag," sagði hæversk Margrét Lára Viðarsdóttir eftir að hún hafði skorað fimm af sjö mörkum Eyjaliðsins í 1-7 sigri á FH í gær. Með sigrinum komst ÍBV -liðið upp fyrir KR í annað sætið og með mörkum fimm er Margrét Lára komin með 18 mörk og sex marka forskot í baráttunni um markakóngstitilinn. "Auðvitað er svo sem hægt að setja sér það markmið að verða markahæst víst að ég er komin svona langt en þetta er ekkert sem er að búa til neina pressu á mig. Það er bara bónus fyrir mig að eignast gullskóinn," sagði hin stórskemmtilega Margrét Lára sem er ekkert búin að gefa Íslandsmeistaratitlinn upp á bátinn. "Ég myndi ekki segja að við værum búnar að missa af titlinum. Við vitum það að Valur þarf bara að misstíga sig einu sinni og þá erum við aftur komnar inn í þetta. Við ætlum bara að klára okkar leiki og sjá síðan til hvað það fleytir okkur langt. Það voru mikil vonbrigði fyrir okkur að tapa fyrir Val en svona er bara fótboltinn og við verðum bara að halda áfram," sagði Margrét Lára en ÍBV er nú fimm stigum á eftir toppliði Vals þegar liðin eiga fimm leiki eftir. Tvö af mörkum Margrétar Láru voru úr vítum og lengi vel gekk Eyjaliðinu illa að opna FH-vörnina. Þegar Margrét Lára innsiglaði þrennu sína missti FH-liðið móðinn og eftirleikurinn var auðveldur. FH-ÍBV 1-7 0–1 Margrét Lára Viðarsdóttir 13. 1–1 Lind Hrafnsdóttir 28. 1–2 Margrét Lára Viðarsdóttir, víti 39. 1–3 Margrét Lára Viðarsdóttir, víti 62. 1–4 Margrét Lára Viðarsdóttir 72. 1–5 Rachel Kruze 78. 1–6 Olga Færseth 79. 1–7 Margrét Lára Viðarsdóttir 88. Best á vellinum Margrét Lára Viðarsdóttir ÍBV Tölfræðin Skot (á mark) 2–39 (1–25) Horn 0–9 Aukaspyrnur fengnar 15–5 Rangstöður 1–5 Mjög góðar Margrét Lára Viðarsdóttir ÍBV Góðar Valdís Rögnvaldsdóttir FH Þóra Reyn Rögnvaldsdóttir FH Rachel Kruze ÍBV Elín Anna Steinarsdóttir ÍBV Olga Færseth ÍBV Elena Einisdóttir ÍBV Michelle Barr ÍBV Mihairi Gilmour ÍBV
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Handbolti Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Körfubolti LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Körfubolti Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Fótbolti Dagskráin í dag: Sá markahæsti og félagar fá heimsókn frá Kanada Sport Fleiri fréttir Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Dagskráin í dag: Sá markahæsti og félagar fá heimsókn frá Kanada Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Heiðruðu látinn liðsfélaga og rústuðu síðan Raiders Sjá meira